Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 666 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Ef allir jöklar heimsins bráðna, hverfur þá Ísland algjörlega undir sjó?

Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um bráðnun jökla, til dæmis:Eru jöklarnir á Suðurskautslandinu að bráðna? Hvað gerist ef allir jöklar á hnettinum bráðna? Mun heimurinn allur verða undir vatni vegna hækkandi hitastigs í heiminum? Hvenær þá? Hvaða afleiðingar hefði það á Ísland ef allir jöklar ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað gerðist í Örlygsstaðabardaga?

Örlygsstaðabardagi var háður 21. ágúst 1238 í Skagafirði austanverðum á stað sem var kallaður Örlygsstaðir , skammt fyrir norðan Víðivelli en nokkru lengra fyrir sunnan Miklabæ. Þar var þá sauðahús, en þrátt fyrir þetta ábúðarmikla nafn staðarins er ekki vitað til að þar hafi nokkurn tímann verið byggt býli. Tildr...

category-iconStærðfræði

Hver bjó til eða fann upp talnagrindina?

Talnagrind var þekkt í mörgum fornum þjóðfélögum. Ógerningur er að vita hver bjó hana fyrstur til. Vitað er um að talnagrind hafi verið notuð í Mesópótamíu um 2500 f.Kr., meðal Persa um 600 f.Kr., og bæði meðal Grikkja og Rómverja á blómaskeiðum menningar þeirra á fyrstu öldum f.Kr. Notkun talnagrindarinnar breidd...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er hægt að nota orðið skipulag í fleirtölu?

Spurningin öll með nánari skýringu hljóðaði svona:Er hægt að nota orðið skipulag í fleirtölu? Er það kannski ekki fleirtöluorð? Ég er að vinna á skipulagssviði og er oft að auglýsa fleiri en eitt skipulag. (t.d. deiliskipulag eða aðalskipulag) Þá þvælist fyrir okkur að ekki sé hægt að auglýsa t.d. nokkur „skipulög...

category-iconLandafræði

Hvað heita stærstu eyjarnar á Miðjarðarhafi?

Miðjarðarhafið (e. Mediterranean Sea) er aflangt innhaf sem gengur austur úr Atlantshafi. Norðan við Miðjarðarhafið er Evrópa, austan við það er Asía og sunnan við hafið er Afríka. Nafnið Mediterranean er dregið af latneska orðinu mediterraneus sem mætti þýða sem 'milli landa'. Miðjarðarhafið er um 2.500.000 km2 a...

category-iconJarðvísindi

Hvenær gaus Hekla fyrst?

Ekki er vitað hvenær gos hófust í eldstöðvakerfi Heklu, en sögu þess má rekja aftur á ísöld sem móbergshryggi og fell.[1] Á fyrstu árþúsundum eftir ísöld runnu allmörg basalthraun fram á láglendið suðvestan Heklu. Víkingslækjarhraun komst þeirra lengst að jökulöldum Búðaraðar við Gunnarsholt og Ytri-Rangá við Geld...

category-iconLandafræði

Hvað er Ísland stórt að flatarmáli og hvert er hlutfall þess af heildarflatarmáli jarðarinnar?

Ísland er 103.001 km2 (ferkílómetrar) að flatarmáli en jörðin er 510.072.000 km2 að flatarmáli. Meira má lesa um flatarmál og rúmmál jarðar í svari EDS við spurningunni Hvert er flatarmál og rúmmál jarðar? Þetta gerir það að verkum að flatarmál Íslands er einungis rúmlega 0,02% af heildarflatarmáli jarðarinnar. ...

category-iconLífvísindi: almennt

Sést á árhringjum gamalla trjá hvort þau hafa skaðast á sínum fyrstu uppvaxtarárum?

Skaðist tré á sínum fyrstu uppvaxtarárum kemur það gjarnan fram en það fer eftir eðli og umfangi skemmdanna hversu auðvelt er að greina skaðann í árhringjum. Einhverjir algengustu skaðar á ungum trjám á Íslandi eru vegna beitar, kals eða saltskemmda. Skemmdir af þeim völdum leiða til þess að toppsproti trjánna d...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er spjaldbein og til hvers er það?

Spjaldbein (sacrum) er stórt þríhyrningslaga bein neðst á hryggnum sem myndar afturhluta mjaðmagrindar. Það er í raun myndað við samruna fimm hryggjarliða neðan við lendarliðina og ofan við rófubeinið (coccyx). Það myndar liðamót á tveimur stöðum við mjaðmarbeinið. Spjaldbein konu, séð að framan (anterior). Spja...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur blettatígur haldið hámarkshraða lengi?

Blettatígurinn (Acinonyx jubatus) er sprettharðasta landspendýr heims. Á stuttum sprettum getur hann náð yfir 100 km hraða á klst. Þess má geta til samanburðar að bestu hundrað metra hlauparar meðal manna fara þá vegalengd á 10 sekúndum sem samsvarar 36 km á klst. Við mundum því ekki komast langt á hlaupum und...

category-iconVísindavefur

Hvað eru dulstirni? Hvað er langt í næsta dulstirni frá jörðu?

Dulstirni voru eitt sinn ein helsta ráðgáta stjörnufræðinnar líkt og íslenskt heiti þeirra ber með sér (dularfull stjarna). Ráðgátan um dulstirnin tryggði fjölmörgum stjörnufræðingum andvökunætur um árabil. Dulstirnin einkennast nefnilega af því að vera órafjarri en geysilega björt og olli það stjörnufræðingum mik...

category-iconEfnafræði

Þar sem rúmmál leggst ekki saman þegar vökvum er blandað er þá hlutfall af rúmmáli góð mælieining fyrir styrk vína?

Þegar einum vökva er hellt út í annan getur vel farið svo að rúmmálið verði minna en samanlagt rúmmál vökvanna var áður. Þetta er það sem spyrjandi hefur réttilega í huga og dæmi um það koma fram í svarinu hér á eftir. Þar kemur einnig í ljós hvernig menn komast fram hjá þessu með því að nota ákveðna og einræða sk...

category-iconLögfræði

Af hverju má ekki bera piparúða til sjálfsvarnar á Íslandi?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfalt: Piparúði er úðavopn samkvæmt vopnalögum nr. 16/1998 og lagt er bann við innflutningi og eignarhaldi hans í 4. mgr. 30. gr. laganna. Vopnalögin taka til allra þeirra tækja eða efna sem unnt er að beita til að deyða eða skaða heilsu manna eða dýra tímabundið eða varanl...

category-iconLandafræði

Hvað er Reykjavík margir metrar?

Venjulega er talað um stærð eða flatarmál sveitarfélaga í ferkílómetrum (km2) en ekki metrum. Upplýsingar um stærð sveitarfélaga er meðal annars að finna í Árbók sveitarfélaga sem Samband íslenskra sveitarfélaga gefur út. Þar kemur fram að Reykjavík nær yfir 273 km2 svæði en það er ekki nema 0,27% af flatarmáli...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er meltingarvegur í meðalmanni langur?

Meltingarvegurinn nær frá munni og til endaþarms. Í meðalmanni er hann um 9-10 metra langur. Þar af er lengd smáþarmanna um 6 til 7 metrar. Innra yfirborð smáþarmanna er afar stórt. Smáþarmarnir liggja í fellingum og fellingarnar eru þaktar þarmatotum. Himnur totufrumnanna liggja einnig í fellingum. Innra yfirbor...

Fleiri niðurstöður