Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Sést á árhringjum gamalla trjá hvort þau hafa skaðast á sínum fyrstu uppvaxtarárum?

Þröstur Eysteinsson

Skaðist tré á sínum fyrstu uppvaxtarárum kemur það gjarnan fram en það fer eftir eðli og umfangi skemmdanna hversu auðvelt er að greina skaðann í árhringjum. Einhverjir algengustu skaðar á ungum trjám á Íslandi eru vegna beitar, kals eða saltskemmda. Skemmdir af þeim völdum leiða til þess að toppsproti trjánna drepst. Þá tekur gjarnan hliðargrein neðar á stofninum við og myndar nýjan topp en gamli toppurinn visnar og brotnar af. Slíka skemmd er aðeins hægt að greina í þeirri hæð sem hliðargreinin tók til við að mynda nýjan topp. Það þarf því að saga trjástofn á nákvæmlega réttum stað til að finna slíka skemmd.

Skemmdir á berki, til dæmis vegna skafrennings eða vegna dreps sem getur orðið út frá sárum, er auðveldara að greina í árhringjum einkum ef skemmdirnar ná yfir meira lengdarbil á stofninum. Slíkar skemmdir lýsa sér gjarnan sem svört strik í þversniðum eða jafnvel sem mikil óregla í árhringjunum ef sárið hefur verið stórt.

Höfundur

Þröstur Eysteinsson

skógræktarstjóri

Útgáfudagur

24.9.2002

Spyrjandi

Kristján Egilsson

Tilvísun

Þröstur Eysteinsson. „Sést á árhringjum gamalla trjá hvort þau hafa skaðast á sínum fyrstu uppvaxtarárum?“ Vísindavefurinn, 24. september 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2738.

Þröstur Eysteinsson. (2002, 24. september). Sést á árhringjum gamalla trjá hvort þau hafa skaðast á sínum fyrstu uppvaxtarárum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2738

Þröstur Eysteinsson. „Sést á árhringjum gamalla trjá hvort þau hafa skaðast á sínum fyrstu uppvaxtarárum?“ Vísindavefurinn. 24. sep. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2738>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Sést á árhringjum gamalla trjá hvort þau hafa skaðast á sínum fyrstu uppvaxtarárum?
Skaðist tré á sínum fyrstu uppvaxtarárum kemur það gjarnan fram en það fer eftir eðli og umfangi skemmdanna hversu auðvelt er að greina skaðann í árhringjum. Einhverjir algengustu skaðar á ungum trjám á Íslandi eru vegna beitar, kals eða saltskemmda. Skemmdir af þeim völdum leiða til þess að toppsproti trjánna drepst. Þá tekur gjarnan hliðargrein neðar á stofninum við og myndar nýjan topp en gamli toppurinn visnar og brotnar af. Slíka skemmd er aðeins hægt að greina í þeirri hæð sem hliðargreinin tók til við að mynda nýjan topp. Það þarf því að saga trjástofn á nákvæmlega réttum stað til að finna slíka skemmd.

Skemmdir á berki, til dæmis vegna skafrennings eða vegna dreps sem getur orðið út frá sárum, er auðveldara að greina í árhringjum einkum ef skemmdirnar ná yfir meira lengdarbil á stofninum. Slíkar skemmdir lýsa sér gjarnan sem svört strik í þversniðum eða jafnvel sem mikil óregla í árhringjunum ef sárið hefur verið stórt.

...