Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9576 svör fundust
Hver er munurinn á bandaríska Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum?
Í Bandaríkjunum er svokallað tveggja flokka kerfi ráðandi. Það þýðir þó ekki að einungis tveir stjórnmálaflokkar starfi í Bandaríkjunum. Fremur er það svo að stjórnmálakerfið, sem byggir á einmenningskjördæmum, býður upp á það að tveir stærstu flokkarnir verði nær allsráðandi. Þannig sitja langflestir þingmenn í f...
Hvaðan kemur baskneska?
Spurningin í heild hljóðaði svona:Hvaðan kemur baskneska og hvað er hún gömul tunga? Er hún skyld öðrum tungumálum? Baskneska er tungumál Baska á norðvestanverðum Spáni og í Suður-Frakklandi. Hún þykir afar fornleg og flókin að allri byggingu. Baskneska virðist ekki skyld neinu öðru máli og er því stakmál. Baskar...
Geta tvíburar átt hvor sinn föðurinn?
Já, það er möguleiki á að tvíeggja tvíburar eigi hvor sinn föður. Þá losna tvö egg í sama tíðahring hjá móðurinni og ef hún hefur samfarir við tvo menn í kringum egglosið getur sáðfruma frá þeim báðum frjóvgað sitt hvort eggið. Þetta er mjög sjaldgæft en mögulegt. Tvíburarnir og hálfbræðurnir Marcus og Lucas me...
Hvað er þjóðernisvitund? Ég finn þetta ekki í orðabók Máls og menningar.
Það er rétt hjá spyrjanda að orðið þjóðernisvitund er ekki í 3. útgáfu Íslenskrar orðabókar Eddu sem kom út árið 2002, né í 2. útgáfu Bókaútgáfu Menningarsjóðs frá 1983. Reyndar er það þannig að samsett orð finnast ekki alltaf í orðabókum enda eru ótal margar leiðir til að setja saman orð. Sumar slíkar samsetni...
Hvers eðlis er sálin?
Hugtakið sál hefur margs konar merkingu, og hefur gegnt lykilhlutverki í trúarbrögðum. Náttúruvísindi fjalla um náttúruna og reyna að skýra fyrirbæri hennar náttúrlegum skilningi. Sálfræði hefur mótast af þeirri hefð. Því er það svo, þó undarlegt megi telja, að sálfræðin fjallar í raun ekki um hugtakið sál. Þó má ...
Geturðu sagt mér eitthvað um Kákasuslöndin?
Kákasus (e. Caucasus eða Caucasia) er 440.000 km2 svæði á milli Svartahafs í vestri og Kaspíahafs í austri og tengir saman Evrópu og Asíu. Svæðið dregur nafn sitt af hinum mikla Kákasusfjallgarði sem er um 1200 km langur og nær á milli Svartahafs og Kaspíahafs. Fjallgarðurinn skiptist í tvo meginhryggi: Sá nyrðri...
Fá forsetar Íslands sérstakt skjaldarmerki? Hvernig líta þau út?
Tilgangur skjaldarmerkja er eins og nafnið gefur til kynna, að vera merki fyrir ákveðinn hóp, ætt, samfélag eða ríki. Skjaldarmerki Íslands er þannig auðkenni stjórnvalda ríkisins. Forseti Íslands á sitt eigið merki. Það tilheyrir embættinu en ekki persónunni sem gegnir því. Merkið hefur fylgt forsetaembættinu frá...
Af hverju fær maður ekki marblett ef maður er laminn með appelsínum í poka?
Marblettir myndast þegar högg sem lendir á líkamanum nær að rjúfa litlar bláæðar og háræðar undir húðinni. Þá lekur blóð úr æðunum og rauðkornin sem safnast fyrir undir húðinni valda bláum, fjólubláum, rauðum og svörtum lit fyrstu dagana eftir höggið. Nánar er sagt frá marblettum í svari Þuríðar Þorbjarnardóttu...
Af hverju hefur sápa þau áhrif á hveri að þeir gjósa?
Gos í hverum stafar af hvellsuðu - rúmmálið eykst skyndilega 1800 sinnum þegar vatnið breytist í gufu. Til að hvellsuða geti orðið þarf vatnið að yfirhitna, nefnilega hitna yfir suðumark sitt, en jafnframt þarf það að yfirvinna yfirborðsspennu til að mynda gufubólur. Hér kemur sápan inn í myndina, því hún lækkar y...
Er nauðsynlegt að við varðveitum tungumál okkar eða er þetta óþörf fornaldardýrkun?
Spurningunni, eins og hún er orðuð, hvort það sé nauðsynlegt fyrir okkur íbúa þessa lands að tala íslensku eður ei, ætti í sjálfu sér að vera auðsvarað og það neitandi. Strangt tekið er það ekki samkvæmt neinu náttúrulögmáli heldur af sögulegum ástæðum og tilviljunum að við höfum talað þetta tungumál í hartnær tól...
Hverjar eru líkurnar á að spilastokkur raðist þannig eftir stokkun að annað hvert spil sé rautt?
Áður hefur verið fjallað um líkur tengdar stokkun í svari sama höfundar við spurningunni Hverjar eru líkurnar á að spilastokkur verði í réttri röð eftir stokkun? Þar segir meðal annars: Líkurnar á því að fá einhverja ákveðna gerð uppröðunar við stokkun má reikna út með því að finna á hve marga mismunandi vegu u...
Hversu skaðleg eru E-efni líkamanum?
Ekki er hægt að svara þessari spurningu með einföldum hætti. E-efni eða aukaefni eru notuð í matvælaiðnaði til að hafa áhrif á geymsluþol, lit, lykt, bragð eða aðra eiginleika matvæla. Þau eru því mjög ólík innbyrðis og áhrif þeirra á líkamann mjög mismunandi. Sem dæmi má nefna að askorbínsýra, öðru nafni C-vítam...
Hvert er fjarlægasta fyrirbæri í alheiminum sem fundist hefur?
Árið 1838 tókst Friedrich Bessel (1784-1846), fyrstum manna, að mæla fjarlægðina til sólstjörnu annarrar en sólarinnar, 61 Cygni í Svaninum. Með mælingum á hliðrun fastastjörnunnar vegna árlegrar hreyfingar jarðar um sólu, mat hann fjarlægðina um það bil 10,4 ljósár sem er mjög nærri nýjustu mælingum, 11,4 ljósár....
Er hluti af erfðamengi manna kominn frá veirum?
Útreikningar vísindamanna benda til þess að um 8% erfðamengis manna sé upprunnið úr erfðamengi veira, og önnur 40% eru endurteknar raðir sem talið er að eigi líklega einnig uppruna sinn að rekja til veirusýkinga.[1] Til samanburðar má nefna að aðeins um 1% af erfðaefni manna eru gen sem skrá fyrir prótínum, en ...
Hvert er latneska heiti refsins?
Á Íslandi lifir ein tegund refa villt. Það er tófan eða melrakkinn, sem fengið hefur latneska heitið Alopex lagopus. Fjallað er um refinn á Íslandi í fróðlegu svari Páls Hersteinssonar við spurningunni Eru til margar tegundir af refum á Íslandi og hverjar eru þær? Eins og nafnið getur til kynna tilheyrir tófan...