Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 908 svör fundust
Er hægt að nota orðið hollari þegar bornir eru saman tveir óhollir hlutir eins og vindlar og sígarettur?
Orðið hollur er notað um eitthvað sem er heilsusamlegt. Þess vegna er vafasamt að nota það í samanburði tveggja hluta sem á engan hátt geta talist heilsunni góðir. Hvorki vindlar né sígarettur geta uppfyllt þau skilyrði sem orðið hollur kveður á um og vindlar eru því ekki hollari en sígarettur eða öfugt. Miðst...
Hver er uppruni orðatiltækisins „of seint í rassinn gripið“?
Orðatiltækið það er of seint í rassinn gripið er fremur nýtt í málinu og uppruni ekki alveg ljós. Það gæti tengst orðatiltækinu að grípa í rassinn á deginum sem þekkt er allt frá 17. öld í merkingunni ‘byrja á einhverju of seint’. Þá gæti hugsunin verið að of seint sé að grípa í rassinn á einhverjum, sem ná þurfi ...
Hvernig mundi andefnissprengja verka og hve öflug gæti hún orðið?
Skemmst er frá því að segja að andefni í einhverju magni er eða getur verið "andefnissprengja". Um leið og andefnið kemst nálægt efni breytist það í orku ásamt samsvarandi magni af efni, og þessi orka er mjög mikil miðað við efnismagnið. Um þetta er fjallað nánar í fyrri svörum okkar um andefni en þau má finna me...
Af hverju er tunglið alltaf lýsandi á degi og nóttu?
Tunglið endurvarpar sólarljósinu frá sólinni, líkt og allir aðrir hnettir í sólkerfinu nema sólin sjálf sem býr til ljósið. Þess vegna sjáum við tunglið oft bjart og fagurt á næturnar en rétt greinum það stundum á bláum himni að degi til. Tunglið þarf þó að snúa björtu hliðinni að einhverju leyti að okkur til að v...
Hvað er að vera "moldríkur"?
Mold- í moldríkur ‘mjög ríkur’ er herðandi forliður eins og til dæmis lauk- í laukréttur, ösku- í öskureiður, eld- í eldklár og stein- í steindauður. Það er af sama stofni og mold ‘jarðefni, jarðvegur’ og er líkingin sótt til þess að moldin er duftkennd blanda með fleiri kornum en tölu verður á komið með góðu móti...
Koma fram æxli í öllum tegundum krabbameins?
Áður en þessu er svarað beint er rétt að huga snöggvast að skilgreiningu á krabbameini. Öll krabbamein einkennast af afbrigðilegri frumufjölgun og því að frumurnar hegða sér ekki lengur rétt í samfélagi frumna. Er þá talað um að frumurnar séu illkynja. Þær ryðja sér braut inn í heilbrigðan vef og vaxa inn í bl...
Hvað getið þið sagt mér um dansinn í Hruna?
Frá dansinum í Hruna segir meðal annars í samnefndri sögn í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar sem kom fyrst út á árunum 1862–1864. Sögnin er sögð gerast til forna og fjallar um prest í Hruna í Árnessýslu sem hafði þann sið að drekka og dansa í kirkjunni með sóknarbörnum sínum á jólanótt. Eina nótt stendur dansinn leng...
Af hverju er sagt að maður sé örvhentur en ekki bara vinstrihentur?
Við viljum gefa öllum hlutum einhver nöfn en oft getur verið erfitt að segja til um, af hverju hluturinn hafi þetta heiti en ekki hitt. Við gætum til dæmis spurt hér á móti, af hverju spyrjandinn stingi upp á heitinu 'vinstrihentur' en ekki einhverju enn öðru. Þeir sem nota heldur hægri höndina eru kallaðir rétthe...
Gætu Sankti-Bernharðshundur og chihuahua-hundur eignast afkvæmi og hvernig liti hvolpurinn þá eiginlega út?
Vissulega gætu Sankti-Bernharðshundur og chihuahua-hundur eignast saman afkvæmi þar sem um sömu dýrategund er að ræða. Það er nær öruggt að æxlunin yrði að fara fram með hjálp mannsins þar sem stærðarmunur og ýmis annar munur á líkamsbyggingu ræktunarafbrigðanna kemur í veg fyrir æxlun við venjulegar kringumstæður...
Af hverju er verðbólga og hvað er verðbólga?
Við getum skýrt verðbólgu út svona: Ef ísinn sem við kaupum í ísbúðinni í dag kostar 500 krónur, en sams konar ís kostaði 250 krónur í gær og aðrar vörur hækka einnig, þá er verðbólga. Orðið skýrir sig að einhverju leyti sjálft, verðið á hlutum sem við kaupum með peningunum bólgnar. Gylfi Magnússon skrifar ágæt...
Hvaðan koma hvítu blettirnir á nöglunum?
Hvítir blettir á nöglum eru kalkútfellingar í nöglinni sem gefa til kynna að naglmassinn hafi orðið fyrir einhverju hnjaski þegar nöglin var að myndast. Eins og kemur fram í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað eru neglur?, myndast neglur þegar yfirborðsfrumur naglmassa ummyndast í naglfrumur. ...
Hvaðan kemur orðatiltækið "þar lágu Danir í því"?
Orðasambandið þar (eða nú) lágu Danir í því virðist ekki mjög gamalt í málinu en er vel þekkt í nútímamáli. Það er notað í merkingunni ‘þar fór nú illa, þarna beið einhver lægri hlut’ og er þá ekki sérstaklega átt við Dani. Ekki er, svo þekkt sé, til saga sem lýsir atburðinum sem vísað er til og Danir koma við sög...
Hvað merkir "ginn" í orðinu "ginnkeyptur"?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég er að velta fyrir mér hvaðan merking orðsins að vera ginnkeyptur kemur. Hvað þýðir "ginn" í orðinu og hver er uppruni þessa orðs? Fyrri liðurinn ginn- í nokkrum orðum er forliður notaður til áherslu. Að baki liggur sögnin að ginna ‘lokka, tæla, svíkja’ sem í fornu máli hafði e...
Af hverju heita vísindi þessu nafni?
Orðið vísindi er leitt af lýsingarorðinu vís í merkingunni ‛vitur, sem hefur þekkingu til að bera’. Síðari liðurinn -indi er viðskeyti einkum notað til að mynda nafnorð af lýsingarorðum, til dæmis sannindi af sannur, heilindi af heill, harðindi af harður, rangindi af rangur. Orðið vísindi er leitt af lýsi...
Hvernig er hægt "að bæta úr skák" og hvaðan kemur orðatiltækið?
Orðasambandið að bæta úr skák er þekkt í söfnum Orðabókar Háskólans frá miðri 19. öld. Merkingin er ‛að bæta úr einhverju’ og er orðasambandið mjög oft notað neitandi, þ.e. „það bætir ekki úr skák að ...“. Líkingin á rætur að rekja til skáktafls. Halldór Halldórsson prófessor fjallaði um orðsambandið í dokt...