Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 103 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hverjir eru helstu áhættuþættir kransæðastíflu og hver er dánartíðni sjúkdómsins?

Þrátt fyrir að mikið hafi áunnist í hinum betur megandi löndum herja hjarta- og æðasjúkdómar með vaxandi þunga á lönd sem raðast neðar á tekjulista heimsins, en í þeim löndum er sjúkdómsbyrðin nú þyngst. Í heiminum öllum valda hjarta- og æðasjúkdómar um 17,3 milljónum dauðsfalla á ári og er því spáð að sú tala mun...

category-iconLæknisfræði

Hver er munurinn á ofnæmi og óþoli?

Skaðleg eða óæskileg áhrif af fæðu (e. adverse food reactions) hafa verið flokkuð í þrjá flokka: Áhrif miðluð af ónæmiskerfinu, áhrif óháð ónæmiskerfinu og eitranir.[1] (mynd 1). Fæðuofnæmi eru skaðleg eða óþægileg viðbrögð við fæðu, sem endurtaka sig aftur og aftur, ef viðkomandi fæðu er neytt, en koma ekk...

category-iconFélagsvísindi

Fyrir hvað vann John Nash Nóbelsverðlaun og hvert var framlag hans til hagfræðinnar?

Um þessar mundir er sennilega óhætt að fullyrða að frægasti hagfræðingur heims sé Bandaríkjamaðurinn John Forbes Nash. Það er vel af sér vikið af manni sem ekki er hagfræðingur og hefur ekki unnið innan fræðasviðsins í nær hálfa öld. Nash fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1994. Þótt eftir því hafi verið tekið ...

category-iconJarðvísindi

Hversu algengt er að nýjar eyjar verði til í eldgosum?

Þessu er nú tæplega auðsvarað fyrir heiminn allan, en svo vel vill til að Sigurður heitinn Þórarinsson skrifaði grein um neðansjávargos við Ísland í Náttúrufræðinginn árið 1965. Þá var Surtseyjargosið 1963-67 í algleymingi og efnið ofarlega á baugi. Í inngangi að greininni segir Sigurður frá nokkrum þeirra erlendu...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvernig í ósköpunum kom Hannibal fílum yfir ískalda Alpana?

Leiðin sem Hannibal fór er ekki þekkt í öllum smáatriðum þótt fornir sagnaritarar greini frá leiðangrinum í löngu máli. Enn fremur er ekki alltaf ljóst hvaðan upplýsingar sagnaritaranna koma og vert að velta því aðeins fyrir sér áður en lengra er haldið. Elsta og besta ritaða heimildin um Alpaför Hannibals, sem en...

category-iconLæknisfræði

Hvernig fer ofnæmispróf fram?

Greiningu bráðaofnæmis má skipta í fjóra þætti. Eins og við aðra sjúkdómsgreiningu er viðtal og skoðun afar mikilvægur þáttur. Sá sem fær tvisvar heiftarleg einkenni frá meltingavegi og húð eftir að hafa stungið upp í sig jarðhnetu eða trjáhnetu er mjög líklega með hnetuofnæmi. Sá sem fær klæjandi útbrot ætti að t...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað voru Púnverjastríðin?

Púnverjastríðin er samheiti yfir þrjú stríð á milli Rómverja og Karþagómanna sem áttu sér stað á tímabilinu 264 til 146 f.Kr. Þegar ófriðurinn hófst voru Karþagó og Róm voldugustu borgríkin við Vestur-Miðjarðarhaf en að síðasta stríðinu loknu, rúmri öld seinna, hafði Róm yfirburðastöðu og traustur grunnur var lagð...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er elsta þekkta heimild um galdrastafi á Íslandi?

Íslensk hefð galdrabóka, sem á alþjóðmálum kallast grimoires, hófst snemma á svonefndri lærdómsöld (1550–1750), sem þrátt fyrir nafnið var engan veginn laus við hjátrú. Fyrir miðja 16. öld urðu siðaskipti í landinu og tók lútherstrú við af kaþólsku. Ísland var þá hluti af danska konungsríkinu. Ströng opinber viðmi...

category-iconHeimspeki

Hvers vegna er rökfræðin svona flókin og hver er tilgangurinn með henni?

Rökfræði fjallar um það hvenær eina setningu, sem við köllum niðurstöðu, leiðir af öðrum setningum, sem við köllum þá forsendur. Og ástæðan fyrir því að rökfræði getur verið flókin er í sem stystu máli sú að það getur verið flókið mál hvenær niðurstöðu leiðir af gefnum forsendum. Aþenuskólinn e. Rafael. Aristótel...

category-iconJarðvísindi

Eru hraunmolar úr nýja gosinu í Geldingadölum geislavirkir?

Þetta er ágætis spurning sem hægt er að svara á einfaldan hátt: Nýja hraunið á Reykjanesskaga er basalt og að vísu geislavirkt, en í svo litlum mæli að geislunin er með öllu hættulaus og einungis greinanleg með næmustu mælitækjum. Þeir sem vilja fræðast meira um geislavirkni í bergi geta svo lesið afganginn af...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu lengi hafa köngulær verið á Íslandi og hvernig komust þær hingað?

Upprunalega spurningin tók til nokkurra þátta og hluta hennar er svarað í öðru svari eftir sama höfund. Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl verið þið. Við strákurinn minn vorum að lesa að á Íslandi eru 80 tegundir af kóngulóm! En hvernig komust þær til Íslands? Og eru þær kannski margar séríslenskar tegundir, þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Finnast mörg smádýr og örverur í hitabeltisregnskógum?

Í stuttu máli er svarið já, aragrúi smádýra og örvera á heimkynni í hitabeltisregnskógum. Langstærsta hluta líffræðilegar fjölbreytni er að finna í hitabeltisskógum og kallast fyrirbærið margbreytileikastigull miðbaugsins (e. latitude diversity gradient) (Willig og Presley, 2018). Kenningin er sú að líffræðile...

category-iconLæknisfræði

Hvað er nárakviðslit og er hægt að lækna það?

Nárakviðslit eru algengust kviðslita. Um 90% sjúklinganna eru karlmenn en þriðjungur karla greinist einhvern tíma á ævinni með slíkt kviðslit. Algengast er að kviðslit greinist hjá börnum og eftir miðjan aldur, oftast vegna fyrirferðar og verkja á nárasvæði en í einstaka tilfellum í kjölfar garnastíflu. Skurðaðger...

Fleiri niðurstöður