Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1232 svör fundust
Hvernig er kýrillíska stafrófið sem notað er í Rússlandi?
Kýrillíska stafrófið varð til á 9. öld e. Kr. og var það hannað til nota fyrir þær þjóðir sem töluðu slavnesk mál og tilheyrðu rétttrúnaðarkirkjunni. Rússar, Hvítrússar, Úkraínumenn og Serbar nota enn þetta stafróf. Sömuleiðis er það enn í notkun í Makedóníu og Bosníu. Elsta slavneska letrið nefndist glagolica...
Hver er tilgangurinn með kennitölu?
Kennitala er 10 tölustafa auðkennisnúmer sem einstaklingar, félög, samtök, stofnanir og fyrirtæki á Íslandi nota til auðkenna sig í viðskiptum og samskiptum við hvert annað. Hver kennitala er einstök, það er að segja engar tvær kennitölur eru eins, enda er kennitala notuð til að geta gert greinarmun á til dæmis ei...
Hver er munurinn á geni og DNA?
Í stuttu máli er munurinn þessi: DNA er gert úr löngum kjarnsýrukeðjum og skiptist í starfseiningar sem kallast gen. Gen eru því hluti af DNA. DNA er erfðaefni allra lífvera og öll gen lífvera eru úr DNA. Í DNA-inu er hins vegar fleira að finna en aðeins gen. Genin eru á litningum sem eru DNA-þræðir í kjarna fr...
Hvaðan eru kleinur upprunnar? Eru þær íslenskt fyrirbæri?
Kleinur eru í sínu einfaldasta formi mjöl og vökvi eins og öll önnur brauðdeig veraldarinnar íblandað eggjum og fitu sem er soðið eða steikt upp úr feiti. Það sem einkennir kleinur frá öðru soðbrauði er formið sem er einskonar slaufuform sem myndað er með því að gera rifu í miðjuna á útflöttum, tígullaga eða ferhy...
Hvað var skjálftinn 17. júní 2000 stór og hvað voru þeir margir?
Á vefsíðu Veðurstofunnar er eftirfarandi frétt:Jarðskjálfti Í Holtum (18. júní 2000) Í gær kl. 15:41 varð jarðskjálfti í Holtum, 9 km suður af Árnesi. Hann var 6,5 að stærð. Annar skjálfti varð kl. 15:42, 5,3 að stærð, 8,5 km austur af Þjórsárbrú.Þarna er líka kort af upptökum skjálftanna og fyrstu niðurstöður ...
Hver var einræðisherra í Makedóníu þar til lýðveldi var tekið upp þar fyrir stuttu?
Makedónía var hluti af Júgóslavíu þar til sjálfstæði var lýst yfir árið 1991 og því voru stjórnendur þess hinir sömu og í Júgóslavíu. Tæplega er hægt að tala um að einræðisherra hafi ríkt í Júgóslavíu eftir dauða Títós árið 1980 fyrr en Slóbodan Mílosjevits fer að láta til sín taka við lok 9. áratugarins. Stofnun ...
Hvar finnast letidýr?
Letidýr tilheyra tveimur ættum spendýra, Bradypodidae (þrítæða letidýr) og Megalonychidae (tvítæða letidýr). Þessi dýr finnast einungis í Suður- og Mið-Ameríku. Upphaflega voru öll letidýr sett í fyrrnefndu ættina en nú er greint á milli þeirra tveggja, út frá táafjölda og öðrum atriðum, til dæmis fjölda hálsliða....
Götur eru saltaðar til að svellið bráðni, en skíðabrekkur til að fá harðfenni. Hvernig má það vera?
Saltið sem dreift er á götur bræðir ísinn og salti er stundum dreift á skíðabrekkur til að fá harðfenni. Þrátt fyrir að við fyrstu sýn sé þetta mótsögn geta báðar fullyrðingarnar verið réttar. Salt sem stráð er á snjó eða ís bræðir yfirborð hans og myndar saltvatnspoll. Þetta gerist þannig að ísinn og saltið m...
Hvað gera næringarfræðingar?
Næringarfræðingur er lögverndað starfsheiti á Íslandi. Það þýðir að einstaklingur þarf að ljúka meistaraprófi (MSc) í næringarfræði, sem krefst fimm ára háskólanáms, til að geta sótt um starfsleyfið frá Embætti landlæknis. Meistarapróf í næringarfræði gerir kröfur um tilskilinn fjölda eininga í næringar- og ma...
Hvernig er hægt að rökstyðja að allir Íslendingar séu komnir af Jóni Arasyni?
Frá sjónarhóli tölfræðilegrar fólksfjöldafræði er eðlilegast að svara spurningu þessari með því að athuga hve marga hugsanlega áa (forfeður og formæður) hver einstaklingur á. Við tökum hér dæmi af einstakling sem fæddur er árið 1970. Foreldrar hans tveir eru ekki ósennilega fæddir um 1940. Afar hans og ömmu, alls ...
Veldur skordýraeitur krabbameini í mönnum?
Rannsóknir sýna að skordýraeitur getur stuðlað að myndun krabbameina, til dæmis hormóna næmra krabbameina en það eru brjóstakrabbamein og blöðruhálskirtilskrabbamein. Á Vesturlöndum og einnig hér á Íslandi hefur verið marktæk aukning á þessum tegundum krabbameina. Krabbamein tengjast mjög lífsstíl svo sem mataræði...
Hvaða sveppir á Íslandi eru eitraðir?
Það getur verið mjög varasamt að borða ákveðnar tegundir sveppa þar sem þær innihalda efnasambönd sem valda truflun á líkamsstarfsemi. Sem dæmi má nefna að til eru tegundir sem innihalda efnasambandið cyclopeptíð (e. cyclopeptide) sem getur valdið lífshættulegum lifrarskemmdum. Sumar sveppategundir innihalda vægar...
Hvaða aðferðum er beitt til að finna aukastafi pí?
Talan $\pi$, pí, er hlutfallið milli ummáls og þvermáls hrings. Hún er stundum nefnd fasti Arkímedesar. Arkímedes (272–212 f.Kr.) beitti nákvæmum útreikningum til að finna gildi $\pi$. Hann notaði nálgunaraðferð með því að finna ummál reglulegra marghyrninga með æ fleiri hornum þannig að lögun þeirra nálgaðist hri...
Hefur trú Íslendinga á yfirnáttúrleg fyrirbæri breyst undanfarin ár?
Samkvæmt könnunum Félagsvísindastofnunar á þjóðtrú Íslendinga og reynslu þeirra af yfirnáttúrulegum fyrirbærum sem framkvæmdar voru á árunum 1974[1], 2006-2007[2] og 2023[3] virðist ljóst að trú Íslendinga á flest yfirnáttúruleg fyrirbæri (þar á meðal guð) sé stöðugt að minnka. Í nýjustu könnuninni frá 2023 var...
Hvað eru margir grunnskólar á Íslandi?
Samkvæmt upplýsingum Menntamálaráðuneytisins eru 192 grunnskólar á Íslandi. Þar af eru 46 í Reykjavík, 39 í Norðvesturkjördæmi, 45 í Norðausturkjördæmi, 62 í Suðurkjördæmi og 25 í Suðvesturkjördæmi. Fjórir þessara 192 skóla eru einkareknir. Leikskólar á Íslandi eru 253, framhaldsskólar 36 og skólar á háskólast...