Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað er hatursræða?
Hatursræða (e. hate speech) er flókið hugtak og ekki er til nein ein alþjóðlega viðurkennd skilgreining eða skilningur á því. Eigi að síður hefur þróunin orðið sú, með lögum, í dómaframkvæmd og í fræðiskrifum, að sá skaði og sú hætta, sem stafar af ákveðinni tjáningu, er alþjóðlega viðurkennd. Þannig hafa bæði á a...
Hvernig hljómar eiðurinn sem læknar sverja?
Hippókrates, sem nefndur hefur verið faðir læknisfræðinnar, var uppi frá um 460 til um 375 fyrir Krist og er kenndur er við grísku eyjuna Kos þar sem hann starfaði. Hann var menntaður sem læknir og er sennilega ein þekktasta persónan í sögu læknisfræðinnar. Hippókrates hafnaði hjátrú, hindurvitnum og galdralækning...
Þarf maður að borga nefskatt ef maður er ekki með nef?
Ekki er við hæfi að gefa spyrjanda sem spyr slíkrar spurningar langt nef. Ritstjórn Vísindavefsins fór á stúfana og rak fyrst inn nefið hjá lögfræðisviði Vísindavefsins -- enda um háalvarlegt lögfræðilegt álitamál að ræða. Þar stungu lögfróðir saman nefjum og við fyrstu sýn leit út fyrir að menn vissu lengra sí...
Af hverju fær maður blöðrur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju fær maður blöðrur við það að brenna sig og þegar maður sópar eða rakar? Hér er einnig svarað spurningunni: Af hverju kemur blóð úr blöðru þegar hún springur? Flestar blöðrur myndast vegna þess að húðin verður fyrir ertingu eða skemmdum af völdum einhvers í ...
Úr hverju er varalitur búinn til?
Framleiðendur varalita nota yfirleitt sína eigin uppskrift þegar þeir búa til litina. Nokkur grunnefni eru þó yfirleitt sameiginleg. Í fyrsta lagi er það vax, til dæmis býflugnavax, paraffín, candelilla-vax, sem er vax af runna sem vex í norðurhluta Mexíkó og sunnarlega í Bandaríkjunum, eða svonefnt carnauba-vax, ...
Getur verið að háskólamenn líti svo á að það sem þeir ekki viti nóg um tali þeir ekki um og það sem þeir vita ekkert um sé ekki til?
Akademísk hugsun er frjáls en öguð. Starf fræði- og vísindamanna, innan háskóla og annars staðar, snýst um að leita þeirrar þekkingar eða skapa þá þekkingu sem ekki er til fyrir. Þetta líta þeir sjálfir og aðrir á sem skyldu fræðimanna. Til að þekkingin sé raunveruleg en ekki staðlausir stafir hafa fræðimenn...
Er hægt að laga skemmd í geisladiski?
Við lestur geisladiska er lýst með leysigeisla á spíralferil á disknum sem inniheldur mislangar holur. Endurskinið frá holunum er táknað sem bitar. Holurnar eru á bakvið rúmlega 1mm þykkt glært plast, sem leysigeislinn þarf að lýsa í gegnum. Endurskinið frá spíralferlinum fer einnig í gegnum plastið til ljósnema. ...
Hvað hefðu Icesave-samningarnir kostað íslenska ríkið ef þeir hefðu verið samþykktir?
Höfundur þessa svars hefur áður svarað tveimur spurningum sem beint var til Vísindavefsins um hugsanlegan kostnað vegna Icesave-samninga: Hvað hefði Lee Buchheit-samningurinn kostað ef hann hefði verið samþykktur? Hvað hefðu Svavars-samningarnir kostað ef þeir hefðu verið samþykktir? Þegar fyrra svarið ...
Hvert er minnsta dýr sem vitað er um?
Við þessari spurningu er sennilega ekkert eitt rétt svar. Tvær ástæður eru fyrir því, sé svarið eingöngu miðað við lengd fullvaxins dýrs. Önnur ástæðan er flokkunarfræðileg: Hvað er dýr? Hin varðar nákvæmni og viðmið í mælingum. Í flokkunarfræði nútímans eru þeir einfrumungar sem áður töldust vera einfruma dýr,...
Hver er sjaldgæfasta myntin sem vitað er um?
Því miður er ekki líklegt að nokkur maður geti svarað þessari spurningu með þeim hætti sem spyrjandi hefur í huga, það er að segja með því að benda á tiltekinn pening. Margar aldir eru síðan menn tóku upp myntsláttu og síðan hafa verið slegnar ótal margar myntgerðir. Sumar þeirra eru horfnar með öllu og eru í þeim...
Hvar er hægt að fá upplýsingar um kynskiptaaðgerðir?
Kynskipti eru að sjálfsögðu meiri háttar mál sem engum er ráðlagt að leggja út í nema fyllsta alvara búi að baki. Best er að fá upplýsingar hjá landlækni í upphafi áður en ákvörðun er tekin um framhald. Síðan má reikna með að ferlið taki mörg ár áður en endanlegu markmiði er náð. Þetta ferli felst í rannsóknum og ...
Hvað segir eðlisfræðin um vitundina út frá skammtafræðinni?
Eins og fram kemur í öðrum svörum um skammtafræði hér á Vísindavefnum þá lýsir skammtafræðin hegðun smárra efniseinda og hana má einnig nota til að skýra eiginleika ákveðinna stærri hluta, til dæmis gastegunda og kristalla. Skammtafræðin varpar ekki beinlínis nýju ljósi á eðli vitundar en vitundin leikur ákveðið h...
Hverjar eru síðustu heimildir um galdraiðkun á Íslandi?
Heimildir um galdraiðkun á Íslandi eru ýmiss konar. Um þau galdramál sem háð voru fyrir dómstólum eru Alþingisbækur traustustu heimildirnar auk þeirra héraðsdómsskjala sem varðveist hafa (dóma- og þingbækur). Þar sem þeim heimildum sleppir hafa annálar, bréfabækur, prestastefnubækur og máldagar einnig reynst haldb...
Hvað er vitað um áhrif tónlistar á námshæfileika?
Tengsl tónlistar við önnur svið Hér er að líkindum átt við áhrif tónlistarnáms á námsgetu í öðrum greinum en tónlist. Í hnotskurn er svarið við spurningunni þetta: Á grundvelli þeirra vísindarannsókna sem fram hafa farið til þessa er hvorki hægt að staðfesta né alfarið hafna þeim möguleika að tónlistarnám geti...
Hvar má finna upplýsingar um steingervinga á Íslandi?
Helstu heimildir um steingervinga á Íslandi eru líklega þessar: 1. Sigríður Friðriksdóttir 1978. „Fundarstaðir skelja frá síðjökultíma“, Náttúrufræðingurinn, 48, bls. 75-85. 2. Sigríður Friðriksdóttir 1978. „Fundarstaðir surtarbrands og annarra plöntuleifa“, Náttúrufræðingurinn, 48, bls. 142-156. 3. Leifu...