Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2903 svör fundust
Hvað er djúpberg og hvernig myndast það?
Berg er flokkað eftir myndunarhætti í þrennt: storkuberg, setberg og myndbreytt berg. Storkuberg myndast úr glóandi bergbráð (1200-700°C), setberg við hörðnun sets (leir, sandur, skeljasandur og svo framvegis) ofarlega í jarðskorpunni, og myndbreytt berg við umkristöllun eldra bergs yfirleitt djúpt í jörðu. Or...
Hvaða máli skiptir votlendi?
Votlendi sem er stærra en tveir hektarar hefur notið sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd frá árinu 2013.[1] Samkvæmt lögunum er óheimilt að raska því nema brýna nauðsyn beri til. En hvers vegna nýtur votlendi þessarar sérstöku verndar, hvað er svona sérstakt við það? Votlendi er mikilvægt búsvæði ...
Hver er tengingin milli grískrar heimspeki og heimspekinga miðalda?
Spurningin er viðamikil en í stuttu máli má segja að sú heimspekihefð sem varð til og mótaðist meðal Forngrikkja eigi sér órofa sögu sem teygir sig í gegnum Rómaveldi og miðaldir til okkar tíma, þótt hún teygi sig reyndar í aðrar áttir líka. Þessi hefð er stundum kölluð vestræn heimspeki. Þetta er ekki eina heimsp...
Hvort erum við komin af öpum eða fiskum?
Því miður er ekki fullljóst hvað átt er við með spurningunni. Mennirnir eru ekki "komnir af" þeim tegundum lífríkisins sem lifa á jörðinni núna. Hins vegar er allt líf á jörð komið af einni rót, og því eiga allar lífverur á jörðinni sér sameiginlegan forföður ef rakið er nógu langt aftur í tímann. Tími jarðsögu og...
Er lífrænt ræktað grænmeti hollara en annað og hvers vegna er það svona dýrt?
Aðalástæða þess að lífrænt ræktaðar vörur eru taldar hollari en aðrar er sú að þær innihalda minna af varnarefnum, en notkun þeirra er bönnuð í lífrænni ræktun. Menn eru þó ekki á einu máli varðandi hollustu lífrænt ræktaðra matvæla og telja sumir að lífrænt ræktað hráefni innihaldi mikið magn af gerlum sem gætu ...
Af hverju kemur vetur?
Veturinn kemur af því að möndull jarðar er ekki hornréttur á brautarsléttu hennar. Hins vegar vísar hann alltaf í sömu stefnu í geimnum. Þess vegna snýr norðurpóll og norðurhvel jarðar stundum frá sól, mest á vetrarsólhvörfum. Þá er vetur vegna þess að minna sólarljós fellur á hverja flatareiningu heldur en á su...
Hvernig fara geimfarar í sturtu?
Með þessu svari er einnig svarað spurningu Theodórs Sigurðssonar (f. 1989):Hvernig losna geimfarar við úrgang sinn? Er það satt að hlandið harðni út í geimnum?Eftirfarandi svar er byggt á heimildum um aðbúnað geimfara í bandarísku geimskutlunum en gefur góða hugmynd um aðbúnað geimfara almennt. Þess má geta að spu...
Hvers vegna mala kettir? Eru til önnur dýr sem mala? Gæti ég með einhverjum hætti malað?
Flestar ef ekki allar tegundir af kattaættinni (Felidae), en þær eru taldar vera um það bil 36, virðast geta malað. Ekki er vitað til að önnur dýr mali og eru menn þá meðtaldir. Heimiliskettir mala samfellt, það er að segja ekki er hægt að greina neina breytingu þegar dýrið andar að sér eða frá sér. Hið sama á ...
Hver var stærsta risaeðlan?
Almennt er talið að finngálknið (Brachiosaurus) sé þyngsta risaeðlan, en það gat orðið allt að 55 tonn á þyngd og 25 m langt. Trölleðla (Supersaurus), sem var náskyld þórseðlubróður (Diplodocus), var hins vegar lengri eða um 42 m en líklega hefur hún vegið um 50 tonn og því verið nokkru léttari en finngálknið....
Hver er þumalputtaregla Canakaris?
Hér er væntanlega verið að vísa til þumalputtareglu sem Ronald nokkur Canakaris beitir við val á hlutabréfum. Canakaris þessi stjórnar nokkrum bandarískum verðbréfasjóðum og starfar hjá fyrirtæki sem heitir Montag & Caldwell. Canakaris einbeitir sér að stórum fyrirtækjum, með markaðsvirði umfram þrjá milljarða ...
Hver er veiðitækni hvíthákarlsins?
Hvíthákarlinn (Carcharodon carchartas) er mjög útbreiddur á miðlægum breiddargráðum þótt kunnustu búsvæði hans séu undan ströndum Suður-Afríku, Ástralíu og Kaliforníu þar sem stofnar sæljóna eru stórir. Hvíthákarlar eru geysistórir, venjulega verða þeir frá 3 til 6 metrum á lengd og vega venjulega um 1200 kg (dæmi...
Hvað heita reikistjörnurnar?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Er Ríkið eftir Platon merkasta heimspekirit sem skrifað hefur verið?
Ríkið eða Politeia („stjórnskipan“) eins og það heitir á frummálinu er hiklaust eitt af merkustu ritum vestrænnar heimspeki, en hvort það sé merkast er önnur saga. Ríkið er til í íslenskri þýðingu Eyjólfs Kjalars Emilssonar, gefið út í ritröð Lærdómsrita Hins íslenzka bókmentafélags árið 1991. Í ítarlegum innga...
Hvert er stærsta hestakynið í heiminum og hvað var stærsti hesturinn í heiminum stór?
Stærsta hestakynið í heiminum er að öllum líkindum enska dráttarhestakynið, english shire. Englendingar hafa einnig kallað þetta kyn the old english black horse eða the Lincolnshire giant. Talið er að uppruna þessa ræktunarafbrigðis megi rekja allt aftur til þess tíma þegar England var hersetið af Rómverjum fyr...
Hver er uppruni og merking páskaeggsins?
Saga páskaeggsins á Íslandi er ekki löng og nær reyndar ekki lengra aftur í tímann en til annars áratugs 20. aldar. Saga páskaeggsins er þó mun lengri í Evrópu. Upphafið má rekja til þess að á miðöldum þurftu leiguliðar í Mið-Evrópu að gjalda landeigendum skatt í formi eggja fyrir páska. Leiguliðar þurftu reynd...