Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7752 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig upplifir farþegi það þegar farartæki fer gegnum hljóðmúrinn?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Af hverju koma drunur þegar farartæki fer gegnum hljóðmúrinn? Hvernig upplifir farþegi í farartækinu það?Fjallað er um fyrri hluta spurningarinnar í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað gerist þegar þotur rjúfa hljóðmúrinn? Seinni hlutan...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju vöskum við upp en ekki niður?

Sagnarsambandið að vaska upp er gamalt í málinu. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er frá miðri 17. öld úr ævisögu Jóns Ólafssonar Indíafara sem skrifuð var 1661. Sennilegast er að það hafi borist hingað úr dönsku vaske op eins og nafnorðið uppvask, í dönsku opvask. Vaskað upp. Í dönsku eru einnig heimildir um ...

category-iconTrúarbrögð

Hvað varð um steintöflurnar með boðorðunum tíu?

Afdrif steintaflnanna með boðorðunum 10 eru samofin afdrifum sáttmálsarkarinnar. Í raun veit enginn með vissu hvað um þetta varð en ýmsar kenningar hafa verið settar fram, flestar byggðar á lestri á Biblíunni. Steintöflurnar Samkvæmt 5. Mósebók gerði Drottinn sáttmála við Ísrael nærri fjallinu Hóreb (Sínaí) o...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?

Leifar örvera hafa fundist með vissu í jarðlögum sem eru um 3100 milljón ára gömul og mjög sterkar líkur eru á því að þær megi líka greina í 3450 milljón ára gömlum jarðlögum. Þessi gömlu jarðlög eru í Ástralíu og Suður-Afríku. Menn hafa reyndar fundið enn eldri en ekki alveg örugg merki um líf í um 3800 milljón á...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er hægt að segja um liti í kjarna og í möttli jarðar?

Efnið inni í jörðinni er svokallaður svarthlutur í skilningi eðlisfræðinnar, en það merkir ekki að hluturinn sé endilega svartur á að líta, heldur að hann geislar ekki frá sér tilteknum litum eða bylgjulengdum ljóss óháð ástandi sínu; geislun frá honum og þar með liturinn fer alfarið eftir hita. Við getum hugsað o...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er andefni?

Með þessum texta er einnig svarað spurningu Andra Pálssonar, "Er andefni framleitt einhvers staðar?" og spurningu Þorvaldar S. Björnssonar, "Er andefni til?" Já, andefni er til. Það myndast til dæmis í öreindahröðlum og þegar geimgeislar rekast á efniseindir. Andefni er eins konar spegilmynd venjulegs e...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að einrækta útdauð dýr?

Margir muna eftir sögu og kvikmynd um Júragarðinn þar sem risaeðlur, sem höfðu verið útdauðar í 65 milljón ár eða lengur, voru vaktar til lífsins. Í sögunni fundu menn erfðaefni þessara risaeðla í skordýrum sem höfðu sogið blóð úr risaeðlu skömmu áður en þau festust í trjákvoðu sem varð að rafi. Staðreyndin er...

category-iconFöstudagssvar

Hvað er kynorka?

[Föstudagssvar, sjá niðurlagið]. Upphafleg spurning var því sem næst sem hér segir:Hvernig má skilgreina kynorku? Hver er uppruni hennar og notkunarmöguleikar, hagkvæmni og umhverfisáhrif?Kynorka er sú orka sem fylgir kyninu eins og hreyfiorka er orka sem fylgir hreyfingu, vatnsorka er orka vatnsins og efnaorka...

category-iconHugvísindi

Hver er saga jólagrautsins á Íslandi?

Orðið jólagrautur þýðir í munni Íslendinga á 20. öld þykkur hrísgrjónamjólkurgrautur með rúsínum. Grautur af því tagi verður reyndar ekki algengur hér fyrr en upp úr aldamótum 1900 en áður hafði jólagrauturinn oftast verið úr bygggrjónum, mjólk og rúsínum. Hrísgrjónagrauturinn er borinn fram með kanelsykri og rjóm...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er ensím?

Ensím eru hvatar, upprunnir úr lifandi frumum, sem hvetja efnahvörf í frumunum. Það er kallað efnahvörf þegar frumefni eða efnasambönd breytast í önnur, til dæmis: A -> B, það er að segja að efnin A breytast í efnin B. Orðið hvati (e. catalyst) er almennt heiti yfir efni sem auka hraða efnahvarfa án þess að e...

category-iconMannfræði

Hvert var fyrsta hljóðfærið?

Einungis er hægt að geta sér til um það hvert fyrsta hljóðfærið hafi verið. Sumir fræðimenn halda því fram að fyrstu hljóðfærin hafi jafnvel verið gerð úr búsáhöldum eins og leirpottum sem skinn var strengt yfir og notaðir sem trommur eða örvabogum sem urðu að strengjabogum. Aðrir fræðimenn segja að hljóðfæri gætu...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er lágmarksnæringarþörf mannsins?

Þessari spurningu er hægt að svara á marga vegu. Líkaminn þarf á vatni, kolvetnum, fitu og próteinum, vítamínum og steinefnum að halda til vaxtar og viðhalds. Án vatns lifir maðurinn ekki nema nokkra daga, en hann getur lifað margfalt lengur án matar (40-60 daga). Þá nýtir hann sér fitu og vöðvavefi líkamans s...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvers vegna eru plánetur hnöttóttar en ekki kassalaga?

Það er rétt að sólstjörnur, reikistjörnur og tungl eru yfirleitt sem næst kúlulaga, að minnsta kosti ef við sleppum áhrifum möndulsnúnings og sjávarfallakrafta. Þetta svar fjallar eingöngu um þessa hnöttóttu hluti himingeimsins. Stjörnur eru gerðar úr gasi. Yfirborð tungla og reikistjarna eins og jarðarinnar er...

category-iconLæknisfræði

Hvað er hundaæði?

Hundaæði er bráð heilabólga sem öll spendýr geta smitast af. Sjúkdómurinn sem orsakast af veiru, lýsir sér með krampaflogum, einkum í vöðvum sem stjórna öndun og kyngingu. Það einkennilega er að kramparnir koma fram eða versna mikið við tilraunir til að drekka vatn, við að sjá vatn, heyra vatnshljóð eða heyra tala...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða næringarefni taka smáþarmar upp?

Þau næringarefni sem við fáum úr matnum eru að mestu leyti tekin upp í smáþörmunum þegar meltingu er lokið. Helstu efnin eru glúkósi og aðrar einsykrur (til dæmis frúktósi og galaktósi) úr kolvetnum, amínósýrur úr prótínum, fitusýrur og glýseról úr fitu, vítamín, vatn og steinefni. Öll lífrænu næringarefnin eru te...

Fleiri niðurstöður