Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 954 svör fundust

category-iconHagfræði

Hver var Thomas Malthus og fyrir hvað er hann helst þekktur?

Thomas Robert Malthus var hagfræðingur og prestur. Hann fæddist í febrúar 1766 á sveitasetri föður síns í Surrey á Englandi og dó í desember 1834 í Bath á Englandi. Hann er talinn einn áhrifamestu klassísku hagfræðinganna, ásamt þeim Adam Smith, David Ricardo og John Stuart Mill (1806-1873).1 Daniel Malthus (1...

category-iconHeimspeki

Hver var Søren Kierkegaard og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Þann 5. janúar 1813, nákvæmlega fjórum mánuðum áður en Søren Aabye Kierkegaard fæddist, varð allsherjarefnahagshrun í Danmörku. Einn fárra danskra kaupsýslumanna sem komst því sem næst klakklaust í gegnum fjárhagserfiðleikana sem fylgdu í kjölfarið var faðir hans, Michael Pedersen Kierkegaard (1756-1838). Hann var...

category-iconNæringarfræði

Hvaða áhrif hefur það á líkamann að fasta?

Það kallast fasta þegar valið er að sneiða hjá mat í lengri eða skemmri tíma. Áhrif föstu á mannslíkamann fara eftir því hve lengi samfelld fasta varir. Átta klukkutímum frá því að síðustu máltíðar er neytt hefur líkaminn lokið meltingu fæðunnar og upptöku næringarefna úr henni. Þá er hann kominn í föstuástand. ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Arngrímur Jónsson lærði?

Hér er ekki rakin saga Ítalíu eða Grikklands, heldur eyjarinnar Íslands, sem öldum saman hefur verið ókunn og fyrirlitin... Ég veit að sumum mun mislíka að ég nota orð og heiti eins og þjóðveldi (respublica), höfðingjaveldi (aristocratia)... um menn og samfélag af svo lágum stigum. Þó vitum vér að þvílík heiti haf...

category-iconMálvísindi: almennt

Eru táknmál eins uppbyggð og önnur mál?

Hér er þessum spurningum svarað: Eru táknmál eins uppbyggð og önnur mál? Eru fallbeygingar í táknmáli? Samkvæmt vefsíðunni Ethnologue sem hefur að geyma skrá yfir tungumál heimsins eru til 142 táknmál[1] en líklegt má telja að þau séu töluvert fleiri. Rannsóknir á táknmálum hófust ekki fyrr en eftir miðja ...

category-iconVísindi almennt

Hvenær varð vefnaður til og hvað er vitað um hann?

Vefnaður er eitt elsta listhandverkið sem ennþá er stundað á jörðinni. Hann varð ekki til á einum stað heldur þróaðist sjálfstætt í ýmsum heimshornum og er samofinn fastri búsetu mannkynsins á jörðinni. Fundist hafa leifar af allt að 7000 ára gömlum teppum eða efnum í Egyptalandi og við fornleifauppgröft í Tékklan...

category-iconEfnafræði

Hvað er lífeindafræði?

Upprunalega spurningin var: Hvað gerir lífeindafræðingur? Er mikill munur á lífeindafræði og líftækni? Lífeindafræði er það sem kallast á ensku clinical laboratory science, medical laboratory technology eða svipuðum nöfnum.[1] Enska hugtakið biomedical science er stundum haft um lífeindafræði en það er víðt...

category-iconHeimspeki

Hvað er borgaravitund?

Þegar talað er um borgaravitund er yfirleitt verið að vísa í hugmyndir fólks um hvað það sé að vera fullgildur þátttakandi í tilteknu samfélagi, með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Orðið er notað í svipaðri merkingu og enska orðið citizenship og danska orðið medborgerskab. Þetta kann að virðast nokkuð kl...

category-iconStærðfræði

Hvernig vitum við að 1 + 1 = 2 og 2 + 2 = 4?

Oft er það þannig að erfiðast er að færa rök fyrir staðhæfingum sem okkur virðast hvað augljósastar. Flestir notfæra sér þekkingu eins og að $1+1=2$ og $2+2=4$ án nokkurrar umhugsunar í daglegu lífi, en eins og spyrjendur hafa áttað sig á er hægara sagt en gert að útskýra hvers vegna þessar staðhæfingar eru sannar...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað tala margir íslenskt táknmál og hvar er auðveldast að læra það?

Íslenskt táknmál, eða ÍTM, á rætur sínar að rekja til seinni hluta 19. aldar þó málið eins og það er í dag sé líklega aðeins yngra. Fyrsti vísir að málsamfélagi varð eftir að kennsla heyrnarlausra hófst hér á landi árið 1868. Fram að þeim tíma höfðu heyrnarlaus börn verið send til náms í Kaupmannahöfn. Tölur um þa...

category-iconJarðvísindi

Hvað er vitað um eldgos í Heklu fyrir landnám?

Fyrir rúmlega 7000 árum hófst saga þeirrar Heklu sem við þekkjum nú. Um elsta þekkta gosið er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvenær gaus Hekla fyrst? Gossaga næstu 4000 ár einkenndist af stórum plinískum þeytigosum með löngu millibili. Aðeins er vitað um átta gjóskulög á því tímabili, en líklega eru ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig fara vísindamenn að því að mæla og fylgjast með jarðskjálftum á Íslandi?

Veðurstofa Íslands hefur starfrækt landsnet stafrænna jarðskjálftamæla síðan 1990. Það tók við af neti hliðrænna mæla sem Raunvísindastofnun Háskóla Íslands sá um. Veðurstofan hefur rekið jarðskjálftamæla í Reykjavík allt frá árinu 1925. Á árunum 1954 til 1968 varð fyrsta landsnetið smám saman til með stöðvum á Ak...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Á sumrin koma stöku sinnum kaflar þar sem hiti nær 20 stigum einhvers staðar á landinu marga daga í röð. Hversu langar hafa slíkar syrpur orðið?

Daglegur hámarkshiti er aðgengilegur á skeytastöðvum frá 1949 og frá veðurfarsstöðvum frá og með 1961 (sjá svar við spurningunni Hver er munurinn á veðurfarsstöð og skeytastöð?). Almennt aukast líkur á 20 stiga hita með fjölgun stöðva, en er auðvitað einnig háð dreifingu þeirra. Veðurfarsstöðvarnar 1949 til 1960, ...

category-iconLæknisfræði

Hvaðan berast nýir smitsjúkdómar í menn?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan berast nýir smitsjúkdómar í menn og hvaðan komu heimsfaraldrar frá upphafi 20. aldar? Reglulega koma fram nýir smitsjúkdómar (e. emerging infectious diseases (EIDs)) sem menn hafa ekki áður þurft að kljást við. Um 75% af nýjum smitsjúkdómum eru svonefndar súnur (e. zoon...

category-iconLífvísindi: almennt

Er vísindafólk að þróa nýjar og afkastameiri leiðir til að skima eftir veirunni sem veldur COVID-19?

Kjarnsýruprófin sem nú eru notuð til að greina veirusmit eru býsna áreiðanleg, eins og hægt er að lesa nánar um í svari eftir sama höfund við spurningunni Hversu áreiðanlegar eru niðurstöður úr COVID-19-skimun hér á landi? Þau eru einnig gífurlega næm og geta numið veiruna í sýnum sem hafa aðeins þúsund eintök eða...

Fleiri niðurstöður