Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1076 svör fundust
Hver eru áhrif hita og kulda á mannslíkamann?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Guðlaugar Björnsdóttur Hvers vegna lækkar líkamshiti hjá sumu fólki þegar það veikist?Uppruni varmaorkunnar í líkama okkar liggur í fæðunni. Líkaminn myndar varma við efnahvörf, það er þegar hann er að brjóta niður sykur, fitu og prótein sem fengin eru úr fæðunni sem við b...
Hefur slæmt uppeldi (foreldrar hóta þér sífellt einhverju illu) áhrif á framtíð þína?
Svarið er í sem skemmstu máli: „Já!“ Uppeldi hefur talsverð áhrif á framtíð barna, bæði til góðs og ills. Þegar umönnun og uppeldisskilyrði barns eru góð er þörfum þess sinnt fljótt og vel, tilfinningalegum, líkamlegum, hugrænum og félagslegum. Langtímarannsóknir á umönnun barna hafa sýnt að næmni foreldris á þarf...
Hvernig lifir haförninn á Íslandi?
Haförninn (Haliaeetus albicilla) er einn þriggja ránfugla sem verpir hér á landi, hinar tveir eru smyrillinn (Falco columbarius) og fálkinn (Falco rusticolus). Haförninn er í senn sjaldgæfasti og langstærsti ránfuglinn í íslensku fuglafánunni, vænghaf hans getur orðið rúmir tveir metrar og fuglarnir vega allt frá ...
Hvaða áhrif hefur súkkulaði á líkamann?
Súkkulaði er gert úr kakóbaunum sem vaxa í fræpokum á kakótrénu, Theobroma cacao, en gríska orðið „theobroma“ má útleggja sem „fæða guðanna“. Súkkulaði hefur verið til í þúsundir ára, en áður fyrr var þess einkum neytt í fljótandi formi súkkulaðidrykkjar. Það var ekki fyrr en um miðja nítjándu öld, þegar tókst að ...
Af hverju eru 7 dagar í viku en ekki 9 eða 10?
Stutta svarið er það að þetta er ekki vitað alveg til hlítar en líklegast er að talan sjö hafi orðið fyrir valinu af því að þá tekur hvert tunglkvartil sem næst eina viku. Sjö daga vikan festist síðan í sessi af sögulegum og menningarlegum ástæðum. Þetta er merkileg spurning sem á sér ýmsar hliðar. Á su...
Hvernig læra börn tungumálið?
Hér er einnig svarað spurningunni Hvernig fer máltaka fram?Fólk gerir sér yfirleitt ekki grein fyrir hversu ótrúlegt afrek máltaka barna er. Mannlegt mál er mjög flókið kerfi tákna og reglna en samt ná ósjálfbjarga börn valdi á móðurmáli sínu á undraskömmum tíma. Flest börn eru orðin altalandi um 4-6 ára aldur og ...
Hver er sérstaða náhvals? Lifir hann í hópum? Hvernig fer fyrir honum ef hann missir tönnina?
Náhvalurinn (e. narwhal eða narwhale, Monodon monoceros) er hánorræn hvalategund. Hann er algengastur við strandlengju Kanada og Grænlands og austur eftir strönd Norður-Rússlands. Þeir sjást, en mun sjaldnar, undan ströndum Norðaustur-Síberíu og Alaska. Náhvali er sjaldgæft að finna sunnan við 70° breiddargráðu. N...
Hvað þýðir hugtakið fjölskylda og hvað er fjölskyldumeðferð?
Á síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á fjölskyldustofnuninni. Gerð hennar, samsetning, stærð, verkefni og hlutverk hafa gjörbreyst. Þannig er ekki lengur hægt að tala um fjölskylduna. Til eru svokallaðar kjarnafjölskyldur, einforeldris- og stjúpfjölskyldur og svo framvegis. Sambúð/hjónabönd eru ýmist st...
Hvað er spelti og hvert er næringarinnihald þess?
Spelti er ævaforn korntegund ræktuð í fjallahéruðum Mið-Evrópu, einkum á Spáni, í Frakklandi, Sviss og Austurríki. Tegundin gengur undir tveimur latneskum heitum: Triticum spelta og Triticum aestivum spelta og á íslensku kallast hún ýmist speldi, spelt eða spelti. Einnig hefur þýska heitinu Dinkel skotið upp kolli...
Hvað getur þú sagt mér um Georgíu?
Georgía er í vesturhluta Kákasus, liggur að Svartahafi og á landamæri að Rússlandi, Aserbaídsjan, Armeníu og Tyrklandi. Eins og Armenía og Aserbaídsjan var það eitt af lýðveldum Sovétríkjanna fyrrverandi en hlaut sjálfstæði þegar þau liðuðust í sundur árið 1991. Georgía er um 69.700 km2 að flatarmáli og er áætlað...
Hverjar eru deilitegundir hlébarðans og hversu útbreiddur er hann?
Að heimiliskettinum undanskildum eru engin kattardýr jafn útbreidd og hlébarðar (Panthera pardus), en þeir finnast vítt og breitt um Afríku, fyrir botni Miðjarðarhafs, í Tyrklandi (Anatolíu) og allt austur til Kína og Síberíu (Ussurilands). Aðlögunarhæfni hlébarða er einstök, miklu meiri en annarra stórra kattardý...
Hvað getið þið sagt mér um svín?
Óhætt er að segja að það sem svín skortir í glæsileika og fegurð bæta þau upp með styrk, aðlögunarhæfni og greind. Svín hafa einstaka hæfileika til að aðlagast margvíslegum búsvæðum, svo sem laufskógum, savanna-sléttlendi, regnskógum og votlendi. Orðið svín er almennt heiti yfir tegundir af ættflokkunum suidae ...
Hvað er litblinda?
Vísindavefnum hafa borist nokkrar spurningar um litblindu. Hér er einnig svarað spurningunum:Hvernig erfist litblinda? Af hverju er sagt að litblinda sé ríkjandi eiginleiki hjá körlum en ekki konum? Er hægt að lækna litblindu? Er litblinda algeng? Hverjar eru líkurnar að einstaklingur fæðist litblindur á öðru ...
Hvernig er best að byggja upp gott sjálfsöryggi?
Öll þurfum við á sjálfstrausti og sjálfsöryggi að halda til að takast á við áskoranir daglegs lífs og breytingar í umhverfi okkar. Skortur á því getur hamlað jafnvel færustu einstaklingunum, haft áhrif á baráttuvilja þeirra og haldið aftur af þeim. Rannsóknir sýna að hugsun okkar er máttugt afl. Það hvernig vi...
Er offita arfgeng?
Offita er sívaxandi heilbrigðisvandamál í hinum vestræna heimi og er stundum talað um offitufaraldur. Gjarnan er miðað við að fólk sé offeitt þegar svokallaður líkamsmassatuðull (BMI) er kominn yfir 30 en nánar er fjallað um hann í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er BMI? Fituforði líkamans er undir l...