Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2031 svör fundust
Af hverju hafa sum karlljón engan makka?
Upprunalega spurningin var: Eru til makkalaus karlljón í Afríku eins og mannæturnar í Tsavo? Karlljón eru einu kattardýrin sem skarta makka enda er glæsilegur makki án efa eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann í tengslum við útlit ljóna. Makkinn nær yfir afturhluta höfuðsins, hálsinn, axlir og brjóst. H...
Hvernig er krabbamein í lungum meðhöndlað?
Meðferð lungnakrabbameins ræðst aðallega af stærð og staðsetningu krabbameinsins og hvort meinið hefur dreift sér til eitla eða annarra líffæra (sjá svar við spurningunni Ef fólk greinist með krabbamein í lungum, hver eru stigin og hver er áætlaður líftími?). Einnig getur líkamlegt ásigkomulag sjúklings skipt máli...
Af hverju breytast egg við suðu?
Egg innihalda mikið prótein, sem hefur einnig verið kallað prótín, eggjahvíta eða hvíta á íslensku. Próteinsameindin er löng keðja af minni sameindum sem nefnast amínósýrur. Amínósýrurnar í hverri próteinsameind tengjast saman með sterkum samgildum tengjum sem eru ekki líkleg til að rofna þegar eggið er soðið. Það...
Hvað getið þið sagt mér um Barnakrossferðina sem hófst árið 1212?
Barnakrossferðin eða Children’s Crusade var trúarleg hreyfing sem spratt upp í Evrópu sumarið 1212. Hún samanstóð af þúsundum barna sem ætluðu að heimta landið helga úr höndum múslima með kærleika í stað valdbeitingar. Hreyfingin endaði hörmulega, en trúarhitinn sem hún kveikti var meðal þess sem hrinti af stað fi...
Hvernig myndaðist þessi gífurlega gjá eða hvilft sem er efst á Urðarhálsi?
Ketillinn mikli á Urðarhálsi við norðvesturrönd Vatnajökuls er talinn vera fallgígur (á ensku pit crater), hinn langstærsti hér á landi. Jarðföll af þessu tagi eru helst kunn frá dyngjunum miklu á Hawaii, þar sem þeim hefur verið rækilega lýst (sjá grein Kristjáns Geirssonar, "Fallgígar", Náttúrufræðingurinn 59 (1...
Hvernig er hægt að finna hvaða efni eru í miðju jarðar?
Hugmyndir um jarðkjarnann koma úr fjórum áttum: Í fyrsta lagi sýna jarðskjálftamælingar að kjarninn er úr þungu efni og að innri kjarninn er fast efni en ytri kjarninn fljótandi. Jafnframt er stærð kjarnans og hinna tveggja hluta hans þekkt frá jarðskjálftafræði. Í annan stað „vantar“ járn í berg jarðmöttu...
Úr hverju er blý?
Blý er eitt frumefnanna en svo nefnast þau efni sem öll önnur efni eru samsett úr. Samkvæmt vísindum nútímans eru stöðug frumefni 90 talsins. Grunneining frumefna nefnist atóm sem merkir ódeilanlegt en eitt sinn töldu menn að atómið, á íslensku frumeind, væri smæsta byggingareining efnis. Öllum frumefnum er rað...
Hvaða sannanir eru fyrir því að Aristóteles hafi verið til?
Vissulega getur verið ástæða til að staldra við svona spurningar og hugleiða þær, ekki síst þegar um er að ræða mann sem á að hafa verið til fyrir rúmum 2300 árum. En í hans tilviki er þó kannski minni ástæða til að spyrja en um marga aðra frá svipuðum tíma. Gríski heimspekingurinn Aristóteles (384-322 f.Kr.) v...
Hvernig getur maður flogið?
Maðurinn getur ekki flogið af eigin rammleik án hjálpartækja eins og fuglarnir og þess vegna gerum við ráð fyrir að spurningin vísi til þess hvernig við getum flogið í flugvél. Þeir sem vilja fræðast um flug fugla geta hins vegar lesið svar við spurningunni: Hvernig geta fuglar flogið? Flugvélar haldast á loft...
Hvað eru margir píramídar í Egyptalandi?
Alls hafa fundist um 80 píramídar í Egyptalandi. Þeir eru þó ekki allir heilir og margir eru rústir einar. Egyptar voru líklega fyrstir allra þjóða til að reisa píramída. Elsti píramídinn var að öllum líkindum reistur kringum 2650-2575 f.Kr. og er nefndur þrepapíramídinn í Sakkara. Lesa má meira í svari Unnars ...
Hvernig skrifar maður „5 er stærra en 4“ með stærðfræðitáknum?
Með stærðfræðitáknum má skrifa „5 er stærra en 4“ sem „5 > 4“, og eins verður „5 er minna en 6“ að „5 < 6“. Eins og með svo margt annað í stærðfræði tekur nokkurn tíma að venjast þessum rithætti þannig að maður geti notað hann án umhugsunar. Þó eru til einhver heimilisráð til að minna sig á hvernig táknið ...
Við hvaða hita sjóða kartöflur?
Kartöflur sjóða ekki við tiltekið hitastig heldur þurfa þær að vera í sjóðandi vatni nógu lengi til þess að "soðna", eins og við köllum það. Suðumark vatns er 100°C við venjulegar aðstæður og vatnið í pottinum verður ekki heitara en það, heldur gufar upp í staðinn. Þetta er þess vegna hitastigið sem við sjóðum kar...
Hvernig myndast jökulár og af hverju eru þær svona á litinn?
Jökulár eiga upptök sín í jöklum, eins og nafnið bendir til, og oftast má líta á þessar ár sem framlengingu skriðjökla sem frá meginjöklum falla. Jöklarnir eru eins konar forðabúr fyrir vatn – þegar veðurfar er kalt safna þeir vatni í formi íss, en við hlýnandi veðurfar rýrna þeir; meiri ís bráðnar á sumri en svar...
Hvernig er veghalli reiknaður og hvað táknar prósentutalan sem gefin er upp á skiltum í brekkum?
Hér til hliðar má sjá viðvörunarmerki sem varar við brattri brekku upp á við. Sambærilegt merki er til fyrir bratta brekku niður. Á merkinu er halli brekkunnar gefinn upp sem prósenta. En hvað segir prósentutalan okkur? Prósentan gefur til kynna hversu mikið vegurinn hækkar sem hlutfall af láréttri lengd. Þetta...
Hvenær gátu konur á Íslandi gifst án samþykkis föður eða bróður?
Stutta svarið er að svo virðist sem það hafi ekki verið fyrr en með nýjum lögum um stofnun og slit hjúskapar árið 1921 sem öll fyrri ákvæði um takmörkun á sjálfræði kvenna hvað hjónaband varðar voru endanlega úr sögunni. Aftur á móti má ætla að flest fólk hafi verið hætt að láta gamlar hugmyndir og hefðir hafa áhr...