Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 100 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Látrabjarg?

Látrabjarg er vestasti oddi Íslands. Hefur það jafnframt oft verið talið vestasti oddi Evrópu, þótt það sé í raun skilgreiningaratriði því Asóreyjar, sem tilheyra Portúgal, liggja vestar. Látrabjarg er byggt upp af hinum forna hraunlagastafla Vestfjarða, en þessi hluti hans hlóðst upp í endurteknum eldgosum fyrir ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig og hvenær myndaðist Öræfajökull?

Eldstöðin Öræfajökull myndaðist við síendurtekin eldgos frá sprungum er smám saman byggðu upp mikið eldfjall með sigdæld eða öskju í kolli. Líkast til hefur engin virk eldstöð orðið fyrir eins miklum áhrifum af jöklum og ís sem Öræfajökull. Landslag var mun minna í Öræfasveit þegar eldgos hófust í eldstöðinni, hæs...

category-iconHeimspeki

Hvaða rannsóknir hefur Sigríður Þorgeirsdóttir stundað?

Sigríður Þorgeirsdóttir er fyrst kvenna til að gegna fastri stöðu í heimspeki við Háskóla Íslands. Heimspeki hennar hefur á margan hátt endurspeglað þessa staðreynd, en Sigríður hefur ötullega unnið að framgangi femínískrar heimspeki sem að hennar dómi er eitt helsta endurnýjunarafl heimspekinnar í samtímanum. ...

category-iconJarðvísindi

Hvað er vitað um gosvirkni í Geysi og hvenær gaus hann líklega fyrst?

Goshverinn Geysir er líklegast þekktasta jarðfræðifyrirbæri Íslands. Um aldir var hann nánast eini þekkti goshverinn í hinum vestræna heimi og hefur nafn hans ratað inn í flest erlend mál sem almennt heiti á goshverum. Að vísu eru fjölmargir aðrir goshverir virkir hér á landi en Geysir er þeirra mestur og hefur ha...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hefur skaðsemi þess að borða riðusýkt kindakjöt verið könnuð?

Svarið er já, slíkar kannanir hafa verið gerðar. Niðurstöður þeirra benda ekki til þess að neysla riðusýkts kindakjöts valdi heilasjúkdómnum sem átt er við hjá mönnum. Hér mun vera átt við hugsanleg tengsl smitandi heilasjúkdóms hjá mönnum, sem kenndur er við Þjóðverjana Creutzfeldt og Jakob, við neyslu rið...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gerist ef Katla gýs? Getur það valdið skaða á einhvern hátt?

Tjón og umhverfisbreytingar af völdum gosa í Kötlukerfinu hafa orðið vegna gjóskufalls, jökulhlaupa, hraunrennslis, eldinga og jarðskjálfta. Hér verður að gera greinarmun á Kötlugosum undir jökli og Eldgjárgosinu sem náði til sprungureinarinnar utan jökuls. Gjóskufall og jökulhlaup eru algengustu skaðvaldarnir en ...

category-iconHugvísindi

Hvað fólst í menningarbyltingunni í Kína?

Hugtakið menningarbylting er oft notað sem samheiti yfir ólguskeið í Kína á árunum 1966-1969, sem einkenndist af uppgangi róttækra stefna. Þær áttu það sammerkt að vera stefnt gegn viðteknum menningarlegum og pólitískum gildum og var mikil áhersla lögð á virkni alþýðunnar í að varpa af sér oki yfirstéttar. Að loku...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Jörundur hundadagakonungur og hvað var hann að gera á Íslandi?

Jörgen Jörgensen (1780–1841), betur þekktur sem Jörundur hundadagakonungur, var danskur ævintýramaður. Hann var sonur hins konunglega úrsmiðs og ólst upp í Kaupmannahöfn. Það kom fljótt í ljós að hann var afar greindur, en engu að síður erfiður drengur og ódæll, prakkari og stríðnispúki. Úr varð að hann fór á sjó ...

category-iconEfnafræði

Hvað er áburðarsprengja?

Áburðarsprengju mætti frekar kalla ammoníumnítratsprengju, því hægt er að gera sprengju úr ammoníumnítratáburði en ekki öðrum tegundum áburðar. Snemma á 19. öld var farið að nota Chile saltpétur eða natríumnítrat (NaNO3) sem áburð og vitað var að það var köfnunarefnið (efnatákn N) sem jók mjög vöxt plantna. Þe...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru genalækningar og er hægt að nota þær gegn hvítblæði?

Genalækningar byggja á aðferðum sameindaerfðafræði og frumulíffræði. Þeim má skipta í tvær gerðir, kímlínugenalækningar og líkamsfrumugenalækningar. Kímlínugenalækningar myndu fela í sér erfðabreytingu á kynfrumum eða snemmfóstrum/stofnfrumum, sem síðan gætu af sér einstakling. Afkvæmi þess einstaklings gætu eigna...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér frá ferðum Kólumbusar til Ameríku?

Hér er margs að gæta og ekki sama hvernig spurningin er orðuð. Ísland tilheyrir Evrópu landfræðilega þó að það sé ekki áfast við meginland hennar, eins og lesa má nánar um í svari Sigurðar Steinþórssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er Ísland ekki á milli meginlandsflekanna og telst því hvorki til ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Jón Thoroddsen og hvað skrifaði hann?

Jón Thoroddsen er þekktastur fyrir skáldsögur sínar Pilt og stúlku og Mann og konu, auk þess sem mörg ljóða hans eru vel þekkt, ekki síst þau sem sonarsonur hans Emil Thoroddsen gerði lög við, svo sem „Búðarvísur“, „Vögguvísu“ (Litfríð og ljóshærð) og „Til skýsins“, að ógleymdum ættjarðarljóðum á borð við „Ísland“...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta lífverur þróast í stökkum vegna stökkbreytinga?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Talað er um lífverur sem stökkbreytast með tíð og tíma eftir því hvað stökkbreytingin er hentug hverjum stað fyrir sig. Hvað tekur eiginlega langan tíma fyrir lífverur að stökkbreytast eða þróast, eru það áratugir, hundruðir, þúsundir eða miljón ár? Stökkbreytingar eru hráe...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er elsta þekkta heimild um galdrastafi á Íslandi?

Íslensk hefð galdrabóka, sem á alþjóðmálum kallast grimoires, hófst snemma á svonefndri lærdómsöld (1550–1750), sem þrátt fyrir nafnið var engan veginn laus við hjátrú. Fyrir miðja 16. öld urðu siðaskipti í landinu og tók lútherstrú við af kaþólsku. Ísland var þá hluti af danska konungsríkinu. Ströng opinber viðmi...

category-iconHeimspeki

Hvaða sérfræðingum á að treysta í málefnum sem tengjast COVID-19?

Sérfræðingar gegna tveimur mikilvægum hlutverkum í COVID-19-faraldrinum. Í fyrsta lagi aðstoða þeir stjórnvöld við stefnumótun og í öðru lagi sjá þeir um að upplýsa almenning og byggja upp traust. En þá vaknar mikilvæg spurning: hverjir eru þessir sérfræðingar? Hverjir eiga að aðstoða stjórnvöld við stefnumótun og...

Fleiri niðurstöður