Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 123 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Geir Gunnlaugsson rannsakað?
Geir Gunnlaugsson er prófessor í hnattrænni heilsu við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknaráherslur hans falla undir fræðasvið barnalækninga, lýðheilsu og hnattrænnar heilsu. Viðfangsefni rannsókna hans eru meðal annars brjóstagjöf, barnadauði, ofbeldi gegn börnum, mislingar, kólera, ebóla og he...
Hvað fólst í menningarbyltingunni í Kína?
Hugtakið menningarbylting er oft notað sem samheiti yfir ólguskeið í Kína á árunum 1966-1969, sem einkenndist af uppgangi róttækra stefna. Þær áttu það sammerkt að vera stefnt gegn viðteknum menningarlegum og pólitískum gildum og var mikil áhersla lögð á virkni alþýðunnar í að varpa af sér oki yfirstéttar. Að loku...
Hvers vegna getur einstaklingur ekki ráðstafað öllum eignum sínum að vild í erfðaskrá, heldur þurfa 2/3 eigna að ganga til lögerfingja?
Gert er ráð fyrir því í spurningunni að 2 þriðjuhlutar eigna skuli alltaf ganga til lögerfingja. Það er ónákvæmt. Lögerfingjar eru þeir erfingjar sem erfa arfleifanda (hinn látna) ef engri erfðaskrá er til að dreifa. Ef arfleifandi á maka eða niðja ganga eignir hans til þeirra. Sé engum maka eða niðjum til að drei...
Geta dýr verið samkynhneigð, eins og fólk?
Fræðimenn greinir mjög á hvort samkynhneigð sé til á meðal dýra og því er ekki hægt að svara spurningunni játandi eða neitandi. Þess í stað verður vitnað í rannsóknir sem hafa verið gerðar á meðal dýra og þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á þær rannsóknir. Fjölmargir atferlisfræðingar og dýrafræðingar hafa b...
Hver var Rousseau og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Óhætt er að telja Jean-Jacques Rousseau í hópi þeirra hugsuða síðari tíma sem hafa haft mest áhrif á heim hugmyndanna og framgang sögunnar. Rousseau var margbrotinn persónuleiki, að mörgu leyti ímynd hins þjakaða snillings. Ævisaga hans er á köflum ævintýri líkust og verkin sem hann lét eftir sig bera í senn vott ...
Ef ég er ekki sammála sjónarmiðum samkynhneigðra er þá hægt að segja að ég sé fordómafullur?
Fyrst ber að nefna að „sjónarmið samkynhneigðra” er afar óljóst hugtak. Samkynhneigðir eru jafn margbreytilegur hópur og gagnkynhneigðir eða hver annar hópur og engan veginn við því að búast að allir samkynhneigðir einstaklingar hefðu sömu sjónarmið eða væru sammála um alla hluti. Því er ekki augljóst hvað spyrjan...
Hvaðan er íshokkí upprunnið?
Löngum var talið að íshokkí (eða ísknattleikur) hefði þróast úr ensku hokkí og svonefndum lacrosse-knattleik indíana, og að breskir hermenn hefðu breitt það út um Kanada um miðja 19. öld. En nýlegar rannsóknir benda til þess að upprunann megi rekja til eldri knattleiks sem Micmac-indíanar stunduðu snemma á 19. öld...
Er vændi ólöglegt á Íslandi eða bara í gegnum þriðja aðilann?
Í 1. mgr. 206. gr. hegningarlaga er kveðið á um að hver sem greiði eða heiti „greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi“ skuli sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári. Sé um að ræða barn undir 18 ára aldri, eru sektir eða allt að tveggja ára fangelsisvist. Í 3. mgr. segir að hver sem hafi atvinnu eða við...
Hver var Simone de Beauvoir og hvert var framlag hennar til heimspekinnar?
Simone de Beauvoir (1908-1986) var franskur heimspekingur, rithöfundur og femínisti. Rit hennar Hitt kynið sem kom út árið 1949 er í hópi áhrifamestu bóka 20. aldar og er talið hafa átt stóran þátt í að hrinda af stað því sem kallað er „önnur bylgja“ femínismans. Beauvoir gaf út skáldverk, heimspekirit og rit um s...
Hvað er Bræðralag múslíma og hvenær var það stofnað?
Bræðralag múslíma (ar. al-Ikhwan al-Muslimun) er ein elsta, stærsta og áhrifamesta íslamska hreyfing Egyptalands, og þótt víðar væri leitað.[1] Bræðralag múslíma var stofnað árið 1928 af kennaranum Hassan al-Banna en meðlimir bræðralagsins tilheyra súnnítum.[2] Merki Bræðralags múslíma. Al-Banna fæddist ár...
Tengjast mótorhjólaklúbbar eins og Hells Angels vafasamri starfsemi eins og margir halda fram?
Fyrir tveimur árum var unnið BA-verkefni í félagsfræði við Háskóla Íslands um svonefnd 1% samtök mótorhjólamanna (Snædís Góa Guðmundsdóttir, 2010). Eitt prósent nafngiftin vísar til þess að 99% mótorhjólamanna eru löghlýðnir borgarar en einungis 1% álíta sig útlaga handan við lög og rétt. Samtökin Hells Angels (Ví...
Hefur eitthvað breyst í heilbrigðismálum Bandaríkjanna síðan Barack Obama varð forseti?
Þann 23. mars 2010 skrifaði Barack Obama, 44. forseti Bandaríkjanna, undir lög um sjúkratryggingar handa hinum almenna Bandaríkjamanni. Þetta er stór breyting á heilbrigðismálum í Bandaríkjunum, því áður voru sjúkratryggingar nær eingöngu aðgengilegar í gegnum atvinnurekendur. Hægt var að kaupa tryggingar á eigin ...
Er vændi siðferðilega rangt eða ekki?
Athugasemd ritstjóra: Þessi spurning er fram borin í ákveðnu samfélagi við tilteknar aðstæður og svarið hér á eftir miðast við það. Ýmislegt misjafnt hefur tengst vændi í samfélögum manna hingað til, ekki síst vegna ríkjandi misréttis kynjanna. Til dæmis er vændi oft rekið sem skipulögð atvinnustarfsemi þar se...
Hvað vitið þið um talíbana, hverjir eru þeir og fyrir hvað standa þeir?
Talíbanar (e. taliban, arabískt orð yfir „nemendur“) er andspyrnufylking Pastúna sem berst gegn fjölþjóðaliði ISAF (e. International Security Assistance Force) í Afganistan. Þeir stefna að því að ná yfirráðum yfir Afganistan á nýjan leik, en þeir réðu landinu frá 1996 til 2001. Í baráttu sinni gegn veru erlends he...
Hvað var gert við geðsjúklinga á Íslandi fyrr á öldum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað var gert við geðsjúklinga (t.d. fólk með geðklofa) á Íslandi fyrr á öldum? Voru til einhvers konar hæli þar sem þeir voru „geymdir" eða voru þeir bara heima hjá fjölskyldum sínum? Geðsjúkt eða sinnisveikt fólk á Íslandi bjó við jafn misjöfn kjör og þau voru mörg fram til ...