Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Hvað er makróbíótískt-fæði og er það æskilegt?

Makróbíótískt-fæði er að stofni til grænmetisfæði og samanstendur að miklu leyti af grófu kornmeti og fersku og elduðu grænmeti, en til eru frjálslegri útfærslur á því sem leyfa neyslu ávaxta, fiskmetis og fuglakjöts. Elstu heimildir um orðið makróbíótík (e. macrobiotics) er að finna í skrifum gríska læknisins...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig dó Alexander mikli?

Alexander III (356-323 f.Kr.), eða Alexander mikli, er af mörgum talinn einn farsælasti leiðtogi mannkynssögunnar. Hann tók við konungsembætti af föður sínum, Filippusi II, árið 336 f. Kr. og ríkti yfir Makedóníu allt til dauðadags í júní árið 323 f. Kr, þá aðeins á 33. aldursári. Alexander mikli varð að eins kona...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er "landfræðileg alin"?

Menn hafa notað einhvers konar lengdareiningar frá alda öðli. Elstu einingarnar miðast nær allar við við mannslíkamann: Þumlungur eða tomma, spönn, fet, alin, stika, faðmur og svo framvegis. Og við veljum okkur einingu eftir því hvað við ætlum að mæla. Þess vegna tilgreinum við, jafnvel enn þann dag í dag, lengd á...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað var endurreisnartímabilið og hvað var svona merkilegt við það í myndlist?

Orðið endurreisn er haft um það tímabil í mannkynssögunni sem tekur við af miðöldum. Á ýmsum erlendum tungumálum er notast við orðið 'renaissance' en það merkir bókstaflega „endurfæðing“ og vísar til þess að endurreisnarmenn vildu margir endurvekja klassíska menningu Forngrikkja og Rómverja sem hafði fallið í ...

category-iconHeimspeki

Hvað eru vísindi?

Svonefnd vísindaheimspeki fæst meðal annars við spurningar eins og „Hvað eru vísindi?“ og „Hvernig er hægt að greina vísindi frá gervivísindum?“ Vísindaheimspekingurinn Karl Popper (1902-1994) fjallaði meðal um þessar spurningar. Hann taldi að eitt megineinkenni vísinda væri að ekki sé hægt að sanna eða sýna fram ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er þróunarkenningin bara kenning eða er hún staðreynd?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Er þróunarkenningin ennþá kenning, eða á eftir að sanna einhvern hluta hennar?Hvernig er hægt að sanna að þróunarkenning Darwins sé rétt?Telst þróunarkenningin nægilega sönnuð til þess að vera talin staðreynd, eða eins nálægt sannleikanum og við komumst?Athugasemd ritst...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert fara langreyðar sem eru við Ísland á sumrin á veturna?

Langreyður (Balaenoptera physalus) telst vera algengust stórhvela hér við land. Hún heldur sig á djúpslóð eins og aðrir risavaxnir reyðahvalir og kann best við sig í kaldtempruðum sjó á sumrin. Langreyðurin er fardýr líkt og flestir aðrir hvalir hér við land. Hún kemur hingað snemma á vorin og fer seint á haus...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver var Erik H. Erikson?

Erik Erikson var fyrsti kenningasmiðurinn sem varð þekktur fyrir að setja fram kenningu um allt æviskeiðið frá vöggu til grafar. Fram að því taldi fólk að þroskanum lyki þegar fólk kæmist á fullorðinsár og eftir það lægi leiðin niður á við. Einnig varð hann kunnur fyrir að setja fram þá kenningu að verkefni fólks ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er hin eina sanna list?

Við þessari spurningu er vitanlega ekkert eitt svar, en spurningar um hvað sé list og hvort einhverjar listgreinar séu öðrum æðri hafa lengi fylgt manninum. Í skáldskaparfræðum sínum reyndi heimspekingurinn Aristóteles (384-322 f. Kr.) að svara því hvað sé list eða skáldskapur, og hvaða tegundir skáldskapar séu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig smitast riðuveiki?

Riðuveiki í sauðfé smitast fyrst og fremst með því að skepnurnar éta, drekka eða sleikja smitefnið í sig. Smit getur einnig orðið um sár og þess eru dæmi að riðuveiki hafi komið fram í kind eftir burðarhjálp manns með óþvegnar hendur, nýkomnum frá því að hjálpa riðukind að bera. Þetta þýðir að smit hafi þá verið b...

category-iconJarðvísindi

Var manneskjan til þegar Ísland myndaðist?

Stutta svarið við spurningunni er að Ísland myndaðist löngu áður en menn urðu til. Eins og fram kemur í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hversu gamlir eru mismunandi hlutar Íslands? þá tók Norður-Atlantshafið að opnast fyrir um það bil 60 milljón árum. Síðan þá hefur verið land yfir heita reitnum...

category-iconStærðfræði

Hver bjó til eða fann upp talnagrindina?

Talnagrind var þekkt í mörgum fornum þjóðfélögum. Ógerningur er að vita hver bjó hana fyrstur til. Vitað er um að talnagrind hafi verið notuð í Mesópótamíu um 2500 f.Kr., meðal Persa um 600 f.Kr., og bæði meðal Grikkja og Rómverja á blómaskeiðum menningar þeirra á fyrstu öldum f.Kr. Notkun talnagrindarinnar breidd...

category-iconHeimspeki

Hver var Lao Tse og hvað gerði hann?

Lao Tse var uppi í Kína á 6. öld fyrir Krist. Hann var umsjónarmaður við bókasafn framan af ævinni. Á leið sinni burt frá Kína, á efri árum, skrifaði hann bókina Tao-te-king sem þýdd hefur verið á íslensku með titlinum Bókin um veginn. Sú bók er höfuðrit taóisma, kínverskrar heimspekihefðar. Konfúsíus og Lao Ts...

category-iconLögfræði

Getur stéttarfélag afsalað sér verkfallsrétti svo að bindandi sé?

Samkvæmt 14. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80 frá 1938 er stéttarfélögum, félögum atvinnurekenda og einstökum atvinnurekendum heimilt að beita verkföllum og verkbönnum til þess að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum og til að vernda þann rétt sem þeir hafa samkvæmt þessum sömu lögum. Þess...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er þetta „trútt“ sem þú getur um talað?

Orðmyndin trútt í orðasambandinu að geta trútt um talað er hvorugkyn lýsingarorðsins trúr ‘dyggur, tryggur, öruggur, áreiðanlegur’. Hún er í orðasambandinu notuð sem atviksorð. Merking atviksorðsins er ‘trúverðuglega’, það er unnt er að trúa því sem sagt er. Hægt væri að segja: ,,Verkfræðingurinn gat trútt um ...

Fleiri niðurstöður