Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 177 svör fundust
Hvað gerir félagsráðgjafi?
Félagsráðgjöf er heilbrigðisstétt og félagsráðgjafar sækja því um starfsleyfi til Landlæknisembættisins. Til þess að geta sótt um starfsleyfi þarf að ljúka fimm ára námi, sem felur í sér þriggja ára nám til BA-prófs auk tveggja ára MA-náms til starfsréttinda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Nemendur sem ljúka ...
Eru einhver verk sem teljast til heimsbókmenntanna enn óþýdd á íslensku?
Þótt hugtakið „heimsbókmenntir" sé teygjanlegt og umdeilt, þá er svarið við þessari spurningu ótvírætt „já". Það var einkum þýska skáldið Goethe sem kom þessu hugtaki í umferð á Vesturlöndum. Hann segir til dæmis á einum stað að skáldskapurinn sé sameign mannkynsins, öllum sé hollt að svipast um meðal fjarlæg...
Hvað fólst í Helsinki-sáttmálanum 1975?
Helsinki-sáttmálinn var afrakstur ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu (e. Conference on Security and Cooperation in Europe, skammstafað CSCE eða RÖSE á íslensku). Hann var undirritaður í Helsinki í Finnlandi þann 1. ágúst 1975 af Bandaríkjunum, Sovétríkjunum, Kanada og öllum ríkjum Evrópu að Albaníu undanskil...
Hvernig getur Guð verið dáinn ef hann fæddist aldrei?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Nietzsche sagði að Guð væri dáinn; hvernig getur Guð verið dáinn ef Guð fæddist aldrei, hvernig getur eithvað dáið sem aldrei hefur öðlast líf?Ýmsir hafa brotið heilann um þessa spurningu en tvær ólíkar forsendur kunna að liggja henni til grundvallar. Annars vegar má hugsa sér...
Er leyfilegt að hljóðrita símtal án leyfis og útvarpa því svo?
Spurningin er tvíþætt. Annars vegar er spurt hvort leyfilegt sé að hljóðrita símtal án leyfis. Hins vegar er spurt um hvort heimilt sé að útvarpa slíku símtali. Varðandi heimild til hljóðritunar á símtölum þá segir í 44. gr. laga um fjarskipti:Sá aðili að símtali sem vill hljóðrita símtalið skal í upphafi þe...
Hvað eru þjóðsögur og hverjir urðu fyrstir til að safna þeim hér á landi?
Þjóðsögur eru frásagnir sem lifað hafa í munnmælum mann fram af manni. Við notum hugtakið þjóðsaga þó aðallega um sögur sem menntamenn tóku að safna af vörum alþýðu á 19. öld og skrá á bækur, innblásnir af rómantískum hugmyndum sem lögðu áherslu á forn fræði og listræna sköpun alþýðu. Frumkvæðið má rekja til þ...
Hvað er siðferði? Og hvað er siðfræði?
Siðferði er fólgið í þeim reglum (í víðum skilningi orðsins) er varða lifnaðarhætti okkar, breytni og samskipti við annað fólk, dýr og jafnvel umhverfið líka – með öðrum orðum þeim kröfum sem gerðar eru til okkar um hegðun og breytni – einkum að svo miklu leyti sem þessu verður lýst sem góðu eða slæmu, réttu eða r...
Hvaða máli skipti þróunarkenning Darwins fyrir þróun sálfræðinnar?
Þróunarkenning Darwins er um það hvernig samspil umhverfisaðstæðna og arfgengra eiginleika leiðir til þróunar dýrategunda. Grunnatriðið er þetta: Ef eiginleikar sem stuðla að auknum lífvænleika og frjósemi hjá lífveru og afkomendum hennar eru til í mismiklum mæli hjá einstaklingum innan tegundar og þeir erfast mil...
Er hægt að lækna hrygggigt eða er bara hægt að halda einkennum niðri með lyfjum?
Hrygggigt (Spondylitis ankylopoetica) er sjúkdómur sem greinilega hefur fylgt mannkyninu lengi. Sýnt hefur verið fram á hryggikt í múmíum úr gröfum Forn-Egypta og einnig hafa fundist merki um sjúkdóminn í líkamsleifum frá því um 3000 árum fyrir Krist. Ekki er vitað með vissu um algengi hrygggigtar, en talið er...
Hver var Denis Diderot og hvert var hans framlag til fræðanna?
Denis Diderot fæddist þann fimmta október árið 1713 í bænum Langres í því héraði Frakklands sem nefnist Haute-Marne. Frá tíu ára aldri gekk Diderot í skóla sem var rekinn af jesúítum í heimabyggð hans og þótti slíkur fyrirmyndarnemandi að vonir stóðu til þess að hann myndi velja sér starfsframa innan kirkjunnar og...
Hver var Burrhus Frederic Skinner og hvert var framlag hans til vísindanna?
Er ekki augljóst að hegðun fólks ræðst af sálarlífi þess? Að fólk aðhefst vegna þess sem það hugsar, veit, vill og finnur til? Í daglegum samskiptum taka flestir þessu sem gefnum hlut og lesa tilfinningu, hugsun og löngun – meðvitaða og ómeðvitaða – í hugskot samferðamanna. Er ekki jafnaugljóst að ef sálfræði á að...
Hvað gerði Jósef Stalín sem leiddi til góðs?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Heil og sæl, við erum nemendur í grunnskóla og erum að vinna verkefni um Jósef Stalín. Við vorum að velta fyrir okkur hvaða hluti hann hefur gert sem hafa leitt til góðs. Jósef Stalín (1879-1953) var leiðtogi Sovétríkjanna í næstum 30 ár. Á Vísindavefnum hefur áður verið f...
Hvað er "landfræðileg alin"?
Menn hafa notað einhvers konar lengdareiningar frá alda öðli. Elstu einingarnar miðast nær allar við við mannslíkamann: Þumlungur eða tomma, spönn, fet, alin, stika, faðmur og svo framvegis. Og við veljum okkur einingu eftir því hvað við ætlum að mæla. Þess vegna tilgreinum við, jafnvel enn þann dag í dag, lengd á...
Var böðull Jóns Arasonar íslenskur glæpamaður eða danskur embættismaður?
Böðullinn sem hjó Jón Arason biskup á Hólum og syni hans tvo, Ara lögmann og séra Björn á Melstað, 7. nóvember árið 1550, var íslenskur og hét Jón Ólafsson. Norðlenskir hefndu þeirra feðga árið 1551. Í Setbergsannál segir:Þegar þeir norðlenzku riðu frá Kirkjubóli eftir hefnd fyrir þá feðga, fundu þeir böðulinn,...
Hver var A.R. Radcliffe-Brown?
Alfred Reginald Radcliffe-Brown (1881-1955) er einn áhrifamesti mannfræðingur sem uppi hefur verið. Hann var helsti forvígismaður virknishyggju (structural-functionalism) innan mannfræðinnar og einn helsti kenningasmiður greinarinnar. Ef segja má að Bronislaw Malinowski hafi lagt grunninn að breskri mannfræði með ...