Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9100 svör fundust

category-iconTrúarbrögð

Hvað gerðist á hvítasunnu?

Á hvítasunnudag tóku postularnir á móti heilögum anda. Þeir töluðu tungum -- það er mæltu þannig að hver og einn nærstaddur skildi þá líkt og þeir töluðu á hans móðurmáli, en þar voru menn af mörgum þjóðernum. 3000 manns létust skírast til kristni þann daginn. Þessi þrjú þúsund voru fyrsti kristni söfnuðurinn. ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru Chandrasekhar-mörk?

Chandrasekhar-mörk eða Chandrasekhar-massi koma við sögu á lokaskeiðum stjörnuþróunar. Sé massi útbrunnins stjörnukjarna minni en Chandrasekhar-mörkin myndar hann hvítan dverg en sé hann meiri myndast nifteindastjarna eða svarthol. Chandrasekhar-massinn er um 1,4 sólarmassar. Í stjörnum eins og sólinni okka...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er skynlaus skepna?

Skynlaus skepna' þýðir nokkurn veginn 'dýr án mannlegs vits eða skynsemi' og er notað yfir kvikindi jarðar, önnur en manninn. Orðið 'skyn' og önnur skyld hafa verið notuð í margvíslegri merkingu í aldanna rás en þau tengjast þó alltaf einhvers konar hugarstarfsemi. Í dag er algengasta notkun tengd skynju...

category-iconHeimspeki

Hvað er heilbrigð skynsemi?

Heilbrigð skynsemi (á ensku: common sense) er hæfileikinn til að átta sig á því sem er dagljóst. Heilbrigð skynsemi segir okkur til dæmis að búast vel áður en haldið er á íslenskt hálendi því að reynslan sýnir að þar er allra veðra von. Um aldamótin 1800 komu fram skoskir heimspekingar sem kenndu sig við heilbr...

category-iconFélagsvísindi

Hvað felst í gjaldstefnu?

Orðið gjaldstefna er stundum notað í svipaðri merkingu og verðstefna. Eins og nöfnin benda til er einfaldlega átt við þá stefnu sem fyrirtæki (eða einstaklingur eða stofnun) hefur markað varðandi það hvernig verðskrá (gjaldskrá) fyrirtækisins er ákveðin. Með öðrum orðum ræður verðstefna (gjaldstefna) fyrirtækis þv...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðið sál?

Íslenska orðið sál hefur flókna, margbrotna og svolítið óáþreifanlega merkingu svipað og samsvarandi orð í öðrum tungumálum kringum okkur. Flestar merkingar þess eru þó tengdar hugarstarfsemi manna eða því sem tilheyrir lífverunni eða manninum en hverfur eða skilur sig frá líkamanum þegar maðurinn deyr. Ein...

category-iconLandafræði

Hvað eru heimsálfurnar margar?

Þurrlendi jarðarinnar skiptist í nokkra meginhluta sem kallaðir eru heimsálfur. Hver hluti er nokkurn veginn samfellt landflæmi en nærliggjandi eyjar eru taldar með. Orðið álfa var upprunalega hálfa en h-ið hefur fallið brott. Heimsálfurnar eru sjö: Afríka, Asía, Evrópa, Eyjaálfa (Ástralía), Norður-Ameríka, Suð...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað eru stóru brandajól?

Talað er um brandajól þegar jól falla þannig á vikudaga að margir helgi- og frídagar lenda í röð. Nákvæm skilgreining á stóru og litlu brandajólum hefur lengi verið á reiki og var það þegar á 18. öld. Elsta heimild sem til er um brandajól er rituð af Árna Magnússyni um 1700: Brandajól kalla gamlir menn á Íslandi ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er J-ferill?

Hugtakið J-ferill er stundum notað til að lýsa því ef áhrif tiltekinnar breytingar á ákveðna stærð eru önnur til skamms tíma en til langs tíma. Ef áhrifin eru teiknuð með stærðina sem verið er að skoða á lóðrétta ásnum en tíma á þeim lárétta getur ferillinn líkst stafnum J, þess vegna er talað um J-feril. Sem d...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er blandað hagkerfi?

Hugtakið blandað hagkerfi hefur verið notað til að lýsa samfélögum þar sem sum gæði, það er vörur og þjónusta, ganga kaupum og sölu á frjálsum markaði og eru framleidd af einkaaðilum en önnur eru framleidd og þeim úthlutað samkvæmt opinberum tilskipunum. Blandað hagkerfi er því eins konar millistig á milli hreins ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hlaupa hýenur hratt?

Til eru fjórar tegundir hýena. Þær eru blettahýena (Crocuta crocuta), rákahýena (Hyaena hyaena), brúnhýena (Parahyaena brunnea) og jarðúlfur (Proteles cristalus). Oftast þegar talað er um hýenur er átt við afrísku blettahýenuna enda hefur hún verið hvað mest rannsökuð og kvikmynduð af þessum fjórum tegundum. R...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er splæst gen?

Hér er jafnframt svarað spurningu Þórnýjar Haraldsdóttur, Hverjar eru helstu nýjungar í notkun splæstra DNA?Þegar talað er um splæst gen er yfirleitt átt við það að gen hafi verið einangrað úr erfðaefni lífveru og skeytt saman við DNA-genaferju sem síðan er látin flytja genið inn í lifandi frumur. Genaferjurnar er...

category-iconFornleifafræði

Hvað er Sfinxinn gamall?

Sfinxinn er vera sem kemur mikið við sögu í egypskum og grískum goðsagnaheimum og listaverkum. Veran hefur búk ljóns en höfuð manns. Elsta og þekktasta dæmið um Sfinx innan lista er stytta í Giza í Egyptalandi sem var reist á tímum Khafre konungs (um 2575—2465 fyrir Krist. Talið er að höfuð styttunnar sé eftirm...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað lifa mýflugur lengi?

Misjafnt er hve lengi mýflugur lifa, en lífsferill þeirra getur tekið allt frá nokkrum vikum upp í marga mánuði og jafnvel heilt ár. Þetta fer meðal annars eftir árstíma en þær lifa lengur á veturna. Lífsferill mýflugu skiptist í fjögur skeið, fyrst er hún egg, síðan lirfa, þá púpa og að lokum fullvaxin mýfluga. ...

category-iconTrúarbrögð

Hvað hét pabbi Abrahams?

Tara hét faðir Abrahams. Abraham fæddist Abram en var samkvæmt 1. Mósebók nefndur Abraham af Guði er Guð gerir við hann samning:Sjá, það er ég, sem hefi gjört við þig sáttmála, og þú skalt verða faðir margra þjóða. Því skalt þú eigi lengur nefnast Abram, heldur skalt þú heita Abraham, því að föður margra þjóða ...

Fleiri niðurstöður