Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 835 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Mannsnafnið Orri er sagt fuglsheiti. Hvernig fugl er orrinn?

Orrar (Tetrao tetrix, e. black grouse) eru hænsnfuglar (Galliformes) af orraætt (Tetraonidae) líkt og rjúpan, en dæmi um aðra hænsnfugla eru nytjahænur, fasanar og kalkúnar. Karlfuglinn er kallaður karri og hann er 49-55 cm að lengd, með svartan fjaðurham fyrir utan rauðleitar augabrúnir, hvítar rendur á vængj...

category-iconMálvísindi: almennt

Hver er uppruni íslensku bókstafanna ð og þ?

Rúnin þurs var til í norrænu rúnaletri. Hún var einnig til í engilsaxnesku rúnaletri og hét þar þorn. Engilsaxar tóku hana upp í latínuletur sitt vegna þess að þá vantaði tákn fyrir tannmælt önghljóð, það er þau hljóð sem í íslensku eru skrifuð með ‘þ’ og ‘ð’. Íslendingar og Norðmenn tóku sennilega upp bókstafinn ...

category-iconVísindi almennt

Hver eru heiti allra eininga metrakerfisins? Hvað ræður nafngiftinni?

Metrakerfið (metric system) er mælikerfi sem fyrst var tekið í notkun í Frakklandi í frönsku stjórnarbyltingunni árið 1795. Það er upphaflega byggt á tveimur grunnstærðum, annars vegar á metra fyrir vegalengdir og hins vegar grammi fyrir massa. Hugmyndin var að búa til staðlaða leið til að lýsa eiginleikum hluta. ...

category-iconHugvísindi

Var Ingólfur Arnarson til í alvörunni?

Um 1940 voru dásamlegir tímar í íslenskri miðaldasagnfræði, fræðimenn trúðu flestum Íslendingasögunum eins og nýju neti um menn og málefni 10. aldar en þeirri dýrð lauk um 1950. Því olli líklega einkum að bókfestukenningin svonefnda hafði skotið rótum. Hún nefndist öðru nafni íslenski skólinn og samkvæmt henni vor...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvaða íþróttir eru best til þess fallnar að efla og bæta hreyfiþroska barna?

Stutta svarið við spurningunni er að engin ein íþróttagrein gerir það. Mikilvægt er að ung börn fái tækifæri til fjölbreyttrar hreyfingar og endurtekinnar æfingar til að bæta hreyfiþroska sinn. Iðkun einnar íþróttagreinar krefst ákveðinnar samhæfingar sem er sérstök fyrir þá grein og gefur ekki þá fjölbreytni sem ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að laga skemmd í geisladiski?

Við lestur geisladiska er lýst með leysigeisla á spíralferil á disknum sem inniheldur mislangar holur. Endurskinið frá holunum er táknað sem bitar. Holurnar eru á bakvið rúmlega 1mm þykkt glært plast, sem leysigeislinn þarf að lýsa í gegnum. Endurskinið frá spíralferlinum fer einnig í gegnum plastið til ljósnema. ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju varð Reykjavík höfuðstaður Íslands?

Sjá má merki þess strax á miðöldum að svæðið við Faxaflóa sunnanverðan þótti vel til þess fallið að vera aðsetur umboðsstjórnar konungs á Íslandi. Líklega hefur það einkum stafað af því að þar voru góð fiskimið nærri landi og góðir lendingarstaðir skipa, í Hafnarfirði og víðar. Útlendir kaupmenn hafa því verið fús...

category-iconSálfræði

Eru „skilnaðarbörn” líklegri en hin til að lenda í erfiðleikum eða skilnaði í sínu eigin sambandi?

Í félagsvísindum jafnt sem á klínískum vettvangi ber mönnum saman um að ekki sé hægt að skoða skilnaðaráfallið sem einn einstakan atburð heldur sé um langtímaferli að ræða. Því hafa skilnaðarrannsóknir í vaxandi mæli byggt á greiningu langtímaáhrifa á börnin sérstaklega og orsakavalda sem tengjast þeim. Þær hafa m...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig verkar Drake-jafnan?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Ef sannað er að líf hafi til dæmis þrifist á Mars, hve miklar líkur eru á því að líf sé að finna í öðrum sólkerfum? (Árni Arent)Hvað eru til mörg sólkerfi sem eru lík okkar og hverjar eru líkurnar á því að það sé pláneta alveg eins og okkar þarna úti? (Sigurður Jón Sigu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er sérstaða náhvals? Lifir hann í hópum? Hvernig fer fyrir honum ef hann missir tönnina?

Náhvalurinn (e. narwhal eða narwhale, Monodon monoceros) er hánorræn hvalategund. Hann er algengastur við strandlengju Kanada og Grænlands og austur eftir strönd Norður-Rússlands. Þeir sjást, en mun sjaldnar, undan ströndum Norðaustur-Síberíu og Alaska. Náhvali er sjaldgæft að finna sunnan við 70° breiddargráðu. N...

category-iconTrúarbrögð

Hvað heita kertin fjögur á aðventukransinum?

Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem þýða „koma Drottins“ og hefst hún á 4. sunnudegi fyrir jóladag. Þessi árstími var löngum - og er reyndar víða enn - kallaðar jólafasta, sem helgast af því að fyrr á öldum mátti þá ekki borða hvaða mat sem var, til dæmis ekki kjöt. Aðventukransinn ...

category-iconVísindi almennt

Hvað getið þið sagt mér um andaglas?

Vísindavefnum berast reglulega spurningar um ýmiss konar yfirnáttúrlega hluti, svo sem stjörnuspeki, galdra og drauga. Þessum spurningum er sjaldan svarað, þar sem yfirnáttúruleg fyrirbæri eru samkvæmt skilgreiningu ekki viðfang vísindanna. Þótt hér verði fjallað um slíkt er það því ekki til marks um að þessi þuma...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér sem mest um Hallgrím Pétursson?

Hallgrímur Pétursson er jafnan talinn fæddur í Gröf á Höfðaströnd árið 1614. Foreldrar hans voru Pétur Guðmundsson og kona hans Solveig Jónsdóttir. Hallgrímur mun að mestu hafa verið alinn upp á Hólum í Hjaltadal en þar var faðir hans hringjari. Hefur hann þar líklega notið frændsemi við Guðbrand biskup Þorláksso...

category-iconEfnafræði

Hver eru algengustu frumefni alheimsins og hve mörg atóm eru í honum öllum?

Algengasta frumefnið í alheiminum er vetni ‒ léttasta og einfaldasta frumefnið, enda stendur það fremst í lotukerfinu svokallaða. Vetnisfrumeindin samanstendur af einni jákvætt hlaðinni róteind í kjarnanum og einni neikvætt hlaðinni rafeind sem segja má að sveimi um kjarnann. Lítið er um hreint vetni hér á j...

category-iconJarðvísindi

Hversu mikið afl er í eldgosum?

Fá fyrirbæri á jörðu eru aflmeiri en stórt eldgos í algleymingi. Kvikustreymi í öflugustu gosum hér á landi er líklega um hundrað þúsund rúmmetrar á sekúndu, en flest gos eru þó miklu minni. Rúmmálið getur verið ónákvæmur mælikvarði á efnismagnið. Magn kvikugasa (vatnsgufu, koltvíoxíðs, brennisteins) er mjög mismu...

Fleiri niðurstöður