Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 662 svör fundust
Hvaða dýr búa í Brasilíu og hver þeirra eru í útrýmingarhættu?
Ómögulegt er að telja upp eða fjalla um öll þau dýr sem lifa í Brasilíu í einu svari þar sem það myndi sjálfsagt fylla mörg bindi af bókum, svo mikill er fjöldinn þar. Hér verður því aðeins gerð grein fyrir fjölda tegunda í hinum ýmsu flokkum, en athyglinni síðan beint að dýrum í mikilli útrýmingarhættu. Hvergi...
Hvað hefur Vísindavefurinn að segja um Harry Potter?
Bókaflokkurinn um galdrastrákinn Harry Potter eftir J. K. Rowling er einn vinsælasti, ef ekki sá allra vinsælasti, í heimi. Þegar þetta er skrifað hafa komið út sex bækur og sú sjöunda og síðasta er væntanleg. Allnokkur svör má finna á Vísindavefnum sem beint eða óbeint tengjast Harry Potter og ævintýrum hans. Hér...
Hvað getið þið sagt mér um Martein Lúther?
Í Marteini Lúther mætast andstæður, jafnvel öfgar. Þetta á jafnt við um persónu Lúthers og þá hreyfingu sem hann ýtti úr vör. Þegar í aflátsdeilunum 1517 verður ljóst að breytingarnar sem guðfræði Lúthers fela í sér er ekki hægt að skilgreina með tilvísun til tíðarandans, skipulags samfélagsins eða uppbyggingar ki...
Hver var Ibn Sina, öðru nafni Avicenna?
Ibn Sina (Abu Ali al-Husayn ibn Abd Allah ibn Sina), betur þekktur sem Avicenna á Vesturlöndum, var persneskur heimspekingur og fjölfræðingur. Hann fæddist um 980 e.Kr. í þorpinu Afshana nálægt borginni Bukhara sem í dag tilheyrir Úsbekistan.[1] Avicenna er talinn vera einn áhrifamesti heimspekingur Mið-Austurland...
Hvenær fóru menn að leggja vörður á Íslandi og til hvers?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvenær voru vörður lagðar á Íslandi. Það er furðulega lítið af upplýsingum fáanlegar á netinu um vörður. Og ég er að velta því fyrir mér hversu gamlar elstu vörðunar eru. Hvenær við fórum að leggja þær og bara almennilega sögu tengd þeim. Aðrar spurningar um vörður:Vörður eig...
Hvað var Gúlag og hvað fór fram í þessum fangabúðum Stalíns?
Orðið GULAG (eða GULag) er skammstöfun og stendur fyrir Главное Управление Лагерей (Glavnoe Upravlenie Lagerej) sem þýðir einfaldlega „yfirstjórn búða“. Heitið er tilkomið...
Mun bóluefni við COVID-19 nokkuð virka á alla stofna veirunnar?
Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan dag, er það ekki rétt að inflúensa er margir stofnar og bóluefni miðast við að koma í veg fyrir að fólk smitist af einhverjum tilteknum stofnum. Nú er talað um að það séu margir stofnar af COVID í gangi í heiminum, og fer fjölgandi með stökkbreytingum. Gildir ekki það sama ...
Hvers vegna eru stýrivextir hér langt yfir meðaltali í Evrópu?
Alþjóðlegi greiðslumiðlunarbankinn (e. Bank of International Settlement, BIS) hefur tekið saman þróun stýrivaxta (e. policy rate) í allmörgum löndum.[1] Fyrsta færslan fyrir Ísland í þeim gagnagrunni er frá 31. mars 1998. Myndin hér að neðan sýnir þróun stýrivaxta í þeim Evrópulöndum sem eru í gagnagrunninum frá á...
Hver er lengsti tími sem stríð hefur tekið?
Áður en hægt er að ákvarða hvert sé lengsta stríð sem háð hefur verið verðum við að skilgreina hvað átt er við með hugtakinu stríð. Það má skilgreina stríð sem átök tveggja eða fleiri hópa um skemmri eða lengri tíma. Bein hernaðarleg átök geta hins vegar legið niðri um skamman tíma þótt stríðsaðilarnir hafi ekki g...
Hvað getið þið sagt mér um jólasveina?
Uppruna hins rauðklædda jólasveins má rekja til heilags Nikulásar sem er sagður hafa verið biskup í borginni Mýra í Tyrklandi á 4. öld e.Kr. Nikulás var meðal annars verndardýrlingur sæfarenda, kaupmanna, menntasetra og barna. Löngu seinna varð hann þekktur sem gjafmildur biskup, klæddur purpuralitaðri kápu með mí...
Hver var Thomas H. Huxley og hvert var framlag hans til vísindanna?
Thomas Henry Huxley fæddist 4. maí 1825 í Ealing, sem nú er úthverfi Lundúna. Þar var faðir hans stærðfræðikennari, en missti vinnuna þegar skólanum var lokað, og Huxley-fjölskyldan fluttist til smábæjar í Middlesex, norðan við höfuðborgina. Bágborin kjör foreldranna urðu til þess að Thomas, sem var næstyngstur át...
Af hverju var bjór bannaður á sínum tíma en annað áfengi leyft?
Aðrar spurningar um bjór og bjórbann: Af hvaða ástæðu var bjór bannaður á Íslandi í svo mörg ár en ekki sterkara áfengi? Af hverju var bjór bannaður á Íslandi? Hvenær var bjór fyrst leyfður á Íslandi? Hvenær var bjór bannaður á Íslandi? Hver voru áhrif afléttingar bjórbanns á áfengisneyslu Íslendinga? Áfen...
Hver var Jón Helgason og hvert var framlag hans til íslenskra fræða?
Jón Helgason (1899-1986) var bráðger á unga aldri, lauk snemma öllum æðstu lærdómsprófum og lifði svo langa ævi að starfsferillinn spannaði nærfellt sjötíu ár. Hann vann mörg og stór verk á flestum sviðum íslenskra fræða allt frá fyrsta skeiði íslenskra mennta og fram á 19. öld. Hann bjó í Kaupmannahöfn nánast all...
Hvaða nöfn eru notuð á vindstigin og hver er saga íslenskra vindstigaheita?
Veðurhæðar er nú að jafnaði getið í hraðaeiningunni metrar á sekúndu (m/s) enda er hann nú mældur með hraðamælum. Áður var notast við mat sem byggðist á svokölluðum Beaufort-kvarða. Kvarðinn sá hefur lengst af verið 13 stiga, lægst núll, hæst 12. Við matið var notast við töflu sem ber áhrif vindsins saman við mæld...
Hvað getið þið sagt mér um Wolfgang Amadeus Mozart, í grófum dráttum?
Wolfgang Amadeus Mozart (1756–1791) er frægasta undrabarn sögunnar og einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður sem uppi hefur verið. Óperur hans, sinfóníur, konsertar og kórverk eru lykilverk klassíska skeiðsins (þess tímabils tónlistarsögunnar sem varði frá um 1740–1820) og hann er almennt talinn einn mesti tónlistar...