Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Fá dýr í dýragörðum eldaðan mat?
Svarið við þessari spurningu er nei. Dýr í dýragörðum fá ekki eldaðan mat enda er ekki neinn tilgangur með því að að elda ofan í þau. Kjötætur sem haldið er í dýragörðum fá matinn sinn hráann enda er þeim eiginlegt að neyta hrás fæðis. Það sama á við um önnur dýr. Ekki er víst hvernig þetta tígrisdýr tæki því a...
Í hvaða heimsálfu eru Vestur-Indíur?
Hér er einnig svarað spurningunum:Til hvaða álfu teljast Kanaríeyjar?Í hvaða heimsálfu er Grænland, Evrópu eða Norður-Ameríku?Í hvaða heimsálfu er Kína? Það má nota ýmsar leiðir til þess að finna út hvaða heimsálfu lönd tilheyra. Ein leið er sú að skoða landabréfabók en þar er oftast hægt að sjá til hvaða heimsá...
Hvað eru mörg börn í heiminum?
Eins og bent er á í svari við spurningunni Hvort eru fleiri fullorðnir eða börn í Afríku? þarf að byrja á því að ákveða við hvaða aldur á að miða þegar talað er um börn. Í því svari er miðað við að til barna teljist þeir sem eru 14 ára og yngri en sú aldursviðmiðun er höfð til hliðsjónar á heimasíðu Sameinuðu þj...
Hvers vegna eru pöndur í útrýmingarhættu?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað lifa pöndur lengi?Í hvaða löndum lifa pöndur?Hvað heita karldýr, kvendýr og afkvæmi panda? Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós að á ísaldartímabili jarðar (pleistósen), fyrir um 2,6 milljónum til 10.000 árum, lifði risapandan (Ailuropoda melanoleuca) á nokkuð víðáttumiklu ...
Vaxa dekkri viðartegundir í heitu löndunum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Eru dekkri viðartegundir í heitum löndum og ljósari í kaldari löndum? Eða er reglan „dökkur jarðvegur = dökkur viður“?Litur viðar er hvorki háður veðurfari né jarðvegi. Það vill svo til að flestar trjátegundir í barrskógabeltinu (köldu löndunum) eru með frekar ljósan við en...
Hvað er samba í Linux-stýrikerfum?
Samba er safn forrita sem gerir tölvum sem keyra Windows-stýrikerfi og tölvum sem keyra stýrikerfi byggð á UNIX, til dæmis Linux, kleift að skiptast á gögnum og samnýta jaðartæki og aðrar auðlindir (e. resources). Samba byggir á SMB (e. server message block) samskiptareglunum (e. protocols) sem Windows-stýriker...
Er skógarfíllinn í Afríku sérstök tegund?
Lengi vel var talið að tvær fílategundir væru í heiminum í dag, afríkufíllinn eða afríski gresjufíllinn (Loxodonto africana) og Asíufíllinn (Elephas maximus). Nú álíta fræðimenn hins vegar að skógarfíllinn (Loxodonta cyclotis), sem lifir í Afríku og áður var talinn deilitegund gresjufílsins, sé sérstök tegund. ...
Hvernig urðu hnettirnir í sólkerfinu til?
Sólin, jörðin og sólkerfið í heild sinni varð til úr risavöxnum gas- og rykskýi fyrir um það bil 4500-4600 milljón árum, eins og nánar má lesa um hér. Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um sólina, jörðina og sólkerfið sem finna má með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan....
Hversu margir búa í Suður-Afríku?
Ýmsar síður á netinu geta gefið okkur hugmyndir um fjölda íbúa í einstökum löndum eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hvar er hægt að finna upplýsingar um hversu margir búa í tilteknu landi? Yfirleitt eru upplýsingar um fólksfjölda áætlaðar enda erfitt að fá nákvæmt yfirlit yfir fjölda íbúa þó við búum ...
Eru litningar í rauðhærðum eitthvað gallaðir?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hverjar eru líkurnar á því að barn verði rauðhært ef annað foreldrið er rauðhært en hitt ekki? (Arngrímur Vilhjálmsson) Geta tvær rauðhærðar manneskjur eignast annað en rauðhærð börn? (Sigurjón Traustason) Er rauðhært gen víkjandi. Ef svo er, þarf það þá ekki að koma frá báð...
Hvert er stærsta eldfjall í heimi?
Ekki er alveg ljóst hvort spyrjendur hafa hæð eða rúmmál í huga þegar þeir spyrja um stærsta eldfjall í heimi en hér er gengið út frá því að frekar sé átt við hæðina. Tíu hæstu eldfjöll í heimi eru öll í Andesfjallgarðinum í Suður-Ameríku. Andesfjöllin eru dæmi um fellingafjöll sem myndast hafa þar sem hafsbot...
Hvað þýða litirnir í þýska fánanum?
Í þýska fánanum eru þrír litir, svartur, rauður og gylltur. Til eru tvær kenningar um uppruna þeirra. Önnur þeirra segir að litirnir séu komnir frá búningum Lützow Free Corps, sem var hreyfing stúdenta og menntamanna sem hafði það markmið að frelsa Þýskaland undan oki Napóleóns. Hin kenningin segir að litirnir...
Hvaða tungumál er talað í Úganda?
Úganda er í Austur-Afríku, og á landamæri að Súdan, Kongó, Kenía, Tansaníu og Rúanda. Enska er opinbert mál Uganda en meira en 30 tungumál og mállýskur eru talaðar í landinu. Enska er þó útbreiddasta tungumálið í landinu heldur eru luganda sem tilheyrir níger-kongó málum og Swahili þau algengustu. Meðal annarra t...
Hvað eru mörg bein í líkamanum?
Alls eru 206 bein í mannslíkama. Bein flokkast í tvo meginhópa, annars vegar bein í svonefndri ásgrind sem heldur uppi bolnum og hins vegar bein í limagrind, það er fótleggjum og höndum. Í ásgrind eru 80 bein en 126 í limagrind. Hægt er að lesa meira um bein í svari við spurningunni Hvað eru mörg bein í mann...
Hvað er minnsta dýr í heimi?
Til eru fjölmargar agnarsmáar dýrategundir og í rauninni er ómögulegt að segja til um það hvert er minnsta dýr í heimi. Ef hins vegar er spurt um minnsta spendýr í heimi þá er hægt að lesa um það á Vísindavefnum í svari Páls Hersteinssonar þess efnis. Mikið auðveldara er að svara spurningum um stærsta dýr í he...