Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1580 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um hvalháfa?
Hvalháfur (Rhincodon typus) er ein tegund hákarla og stærstur núlifandi fiska. Algengt er að hvalháfar séu um 15 metra langir, en til eru dýr sem mælst hafa allt að 18 metrar og vegið hátt í 20 tonn. Hvalháfar hafa flatan og breiðan haus, kviðurinn er fölgrár eða kremlitaður en bakið silfur- eða grængrát...
Úr því að tunglið getur valdið sólmyrkva getur Venus ekki eins gert það?
Þessari spurningu má svara á ýmsa vegu. Einfaldast er að leiða hugann að því hvernig sólin, tunglið og Venus birtast okkur á himninum. Þegar tunglið myrkvar sólina er það í sömu stefnu og hún frá okkur að sjá. Nauðsynlegt skilyrði þess að Venus geti myrkvað sólina er á sama hátt að hún gangi einhvern tímann fy...
Hvað er hlutbundin forritun og til hvers er hún notuð?
Hlutbundin forritun (e. object-oriented programming) er fyrst og fremst heiti yfir ákveðnar forritunaraðferðir sem gjarnan er stillt upp á móti ferlislegri forritun (e. procedural programming). Forritunarmál eins og Smalltalk, Java og C++ styðja hlutbundna forritun, meðan önnur, svo sem C, Pascal og Basic, gera þa...
Á hve margra ára fresti ber bolludag, öskudag og sprengidag upp á sama mánaðardag?
Svarið við þessu er frekar einfalt: Bolludagur, sprengidagur og öskudagur eru alltaf hver á eftir öðrum, bolludagur á mánudegi, sprengidagur á þriðjudegi og öskudagur á miðvikudegi. Þeir geta því aldrei fallið á sama dag. Bolludagur er mánudagurinn í sjöundu viku fyrir páska og getur fallið á tímabilið frá 2. f...
Hvers vegna hrýtur fólk?
Aðrar spurningar um hrotur sem Vísindavefnum hafa borist eru:Hvers vegna hrýtur maður og hvers vegna hrýtur maður ekki þegar maður er vakandi?Hvernig getur maður hætt að hrjóta? Er það algengara að karlmenn hrjóti?Eru einhverjir líkamlegir kvillar sem valda hrotum? Hrotur stafa af því að í svefni slaknar á vöðvu...
Hvað er deiling og hver uppgötvaði þessa stærðfræðiaðferð?
Flestum kemur skipting til hugar þegar reikniaðgerðin deiling er nefnd. Eðli deilingar getur þó verið ólíkt ef grannt er skoðað. Talað er um tvenns konar deilingu, annars vegar skiptingu en hins vegar endurtekinn frádrátt. Munurinn er að annars vegar á að skipta jafnt í tiltekinn fjölda staða en hins vegar að ...
Hvers vegna kippist fóturinn til við högg neðan við hnéð?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ef slegið er í hné manna kippist löppin til. Þetta er ósjálfrátt viðbragð, en það sem mig langaði að vita er hvaða tilgangi þjónar viðbragðið og af hverju verður það? Ef setið er með slakan fót og slegið er létt á réttan stað fyrir neðan hnéskelina tekur hann ósjálfrátt viðb...
Hvað er einn rúmkílómetri af lofti þungur?
Vísindamenn gera greinarmun á þyngd og massa og um muninn má lesa í svari við spurningunni Er massi hlutar ekki sama og þyngd hans? Í stuttu máli má segja að massi er innbyggður eiginleiki hlutar sem mældur er í kílóum (kg) en þyngd er kraftur sem verkar á hlutinn og er hún mæld í einingum sem kallast Newton (N). ...
Af hverju er sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur?
Áður en rómverska tímatalið barst hingað með kirkjunni höfðu Íslendingar komið sér upp eigin tímatali sem ekki virðist hafa verið til annars staðar. Sennilega hefur Íslendingum þótt nauðsynlegt að hafa eitthvert sameiginlegt tímaviðmið eftir að þeir settu sér eigin samfélagsreglur með stofnun Alþingis snemma á 10....
Hvað búa nákvæmlega margir í Kína?
Það er engin leið að segja til um hversu margir búa nákvæmlega í Kína, ekki frekar en það er hægt fyrir flest önnur lönd. Í fámennu vestrænu landi eins og okkar er það kannski ekki ýkja flókið að halda utan um upplýsingar um fólksfjölda en samt sem áður getum við ekki vitað upp á hár hversu margir búa hér á landi ...
Af hverju eru Hafnfirðingar heimskir?
Í mörgum löndum eru héruð eða landsvæði sem sérstaklega eru notuð sem bakgrunnur fyrir ýmiss konar skopsögur. Sem dæmi má nefna Mols á Jótlandi sem er heimkynni Molbúa (d. Molboer) og af þeim eru margar sögur af þessum toga. „Molbúi“ er líka nokkuð algengt orð í íslensku nútímamáli samkvæmt leitarvélum á Veraldarv...
Hvað er Grænlandsjökull mörg prósent af öllu landinu?
Grænland er 2.166.086 km2 að flatarmáli. Þar af hylur ís 1.755.637 km2 eða rúmlega 80% af landinu. Til samanburðar má geta þess að jöklar á Íslandi eru um 10% af flatarmáli landsins. Grænlandsjökull er önnur stærsta jökulbreiða heims á eftir Suðurskautsjöklinum. Jökullinn er um 2.400 km langur frá norðri til...
Af hverju lýsir luminol þegar það kemst í snertingu við blóð?
Luminol (C8H7O3N3) er hvítt eða gulleitt, kristallað efni sem leysist auðveldlega upp í vökva. Þegar það oxast, það er bætir við sig súrefnisfrumeindum (O), gefur það frá sér einkennandi bláa ljómun. Þetta er eitt af því sem hægt hefur verið að nýta við rannsóknir á sakamálum. Þeir sem rannsaka vettvang glæpa v...
Hvenær byrja ungbörn að tárast?
Nýburar tárast ekki. Ástæðan er sú að táragöng þeirra eru ekki fullmynduð. Þegar börn eru um það bil mánaðar gömul hafa táragöngin náð fullum þroska og þá koma tár þegar þau gráta. Grátur er eina leið ungbarna til að tjá tilfinningar sínar en honum fylgja þó ekki alltaf tár þótt táragöngin hafi náð fullum þrosk...
Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóminn 'autoimmune hepatitis'?
'Autoimmune hepatitis' kallast á íslensku sjálfsofnæmislifrarbólga. Eins og nafnið gefur til kynna þá er um svokölluð sjálfsofnæmisheilkenni að ræða. Ónæmiskerfi líkamans gegnir því hlutverki að ráðast gegn utanaðkomandi efnum, til dæmis sýklum, en það getur gerst að kerfið skynji frumur líkamans sem "utanaðkoman...