Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað búa nákvæmlega margir í Kína?

EDS

Það er engin leið að segja til um hversu margir búa nákvæmlega í Kína, ekki frekar en það er hægt fyrir flest önnur lönd. Í fámennu vestrænu landi eins og okkar er það kannski ekki ýkja flókið að halda utan um upplýsingar um fólksfjölda en samt sem áður getum við ekki vitað upp á hár hversu margir búa hér á landi nákvæmlega í dag. Enda skiptir ekki öllu máli hvort við erum 100 fleiri eða færri.

Hins vegar eru mörg lönd sem hafa ekki svona gott yfirlit yfir fjölda íbúa og því eru upplýsingar um fólksfjölda þar oft áætlaðar. Það getur verið ein skýringin á því að heimildum ber ekki alltaf nákvæmlega saman um fólksfjölda einstakra ríkja þó skekkjan sé yfirleitt ekki mikil. Eins er rétt að hafa í huga ef verið er að bera saman upplýsingar frá mismunandi aðilum að tölur geta verið misgamlar, allt að 5 ára eða jafnvel eldri.

Ef ekki er hægt að fá hárnákvæmar upplýsingar um fjölda Íslendinga á hverjum tíma þá segir það sig nokkuð sjálft að slíkt er ómögulegt fyrir land með fólksfjölda á borð við Kína. Kína er fjölmennasta ríki heims og allar tölur um fólksfjölda þar eru óhjákvæmilega áætlaðar. Það fer svo eftir forsendum þeirra sem áætlunina vinna hver útkoman er.

Hér á eftir eru nokkur dæmi um tölur yfir fjölda Kínverja, en engin ein þeirra er nákvæmlega rétt. Mikilvægt er að hafa í huga það sem sagt er um samanburð upplýsinga hér að ofan.
  • Á heimasíðu Kínversku hagstofunnar (National Bureau of Statistics of China) er áætlað að 1. nóvember 2005 hafi Kínverjar verið 1.306.280.000.
  • Á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna (United Nations - Population Division) er áætlað að Kínverjar hafi verið 1.315.844.000 árið 2005.
  • Á síðu The World Factbook er áætlað að í júlí 2006 hafi Kínverjar verið 1.313.973.713.
  • Á síðunni GeoHive má svo sjá að í október 2006 er áætlað að fjöldi Kínverja sé 1.316.097.671.

Út frá þessu má sjá að það er öruggast þegar tilgreina á fjölda Kínverja að segja einfaldlega að þeir séu rúmlega 1,3 milljarðar.

Nánar er fjallað um fólksfjölda og fólksfjöldaspár í svörum við spurningunum: Hvar er hægt að finna upplýsingar um hversu margir búa í tilteknu landi? og Hvað munu margir búa á jörðinni árið 2050?


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

9.10.2006

Spyrjandi

Sigurður Sigurðsson, f. 1996

Tilvísun

EDS. „Hvað búa nákvæmlega margir í Kína?“ Vísindavefurinn, 9. október 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6275.

EDS. (2006, 9. október). Hvað búa nákvæmlega margir í Kína? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6275

EDS. „Hvað búa nákvæmlega margir í Kína?“ Vísindavefurinn. 9. okt. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6275>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað búa nákvæmlega margir í Kína?
Það er engin leið að segja til um hversu margir búa nákvæmlega í Kína, ekki frekar en það er hægt fyrir flest önnur lönd. Í fámennu vestrænu landi eins og okkar er það kannski ekki ýkja flókið að halda utan um upplýsingar um fólksfjölda en samt sem áður getum við ekki vitað upp á hár hversu margir búa hér á landi nákvæmlega í dag. Enda skiptir ekki öllu máli hvort við erum 100 fleiri eða færri.

Hins vegar eru mörg lönd sem hafa ekki svona gott yfirlit yfir fjölda íbúa og því eru upplýsingar um fólksfjölda þar oft áætlaðar. Það getur verið ein skýringin á því að heimildum ber ekki alltaf nákvæmlega saman um fólksfjölda einstakra ríkja þó skekkjan sé yfirleitt ekki mikil. Eins er rétt að hafa í huga ef verið er að bera saman upplýsingar frá mismunandi aðilum að tölur geta verið misgamlar, allt að 5 ára eða jafnvel eldri.

Ef ekki er hægt að fá hárnákvæmar upplýsingar um fjölda Íslendinga á hverjum tíma þá segir það sig nokkuð sjálft að slíkt er ómögulegt fyrir land með fólksfjölda á borð við Kína. Kína er fjölmennasta ríki heims og allar tölur um fólksfjölda þar eru óhjákvæmilega áætlaðar. Það fer svo eftir forsendum þeirra sem áætlunina vinna hver útkoman er.

Hér á eftir eru nokkur dæmi um tölur yfir fjölda Kínverja, en engin ein þeirra er nákvæmlega rétt. Mikilvægt er að hafa í huga það sem sagt er um samanburð upplýsinga hér að ofan.
  • Á heimasíðu Kínversku hagstofunnar (National Bureau of Statistics of China) er áætlað að 1. nóvember 2005 hafi Kínverjar verið 1.306.280.000.
  • Á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna (United Nations - Population Division) er áætlað að Kínverjar hafi verið 1.315.844.000 árið 2005.
  • Á síðu The World Factbook er áætlað að í júlí 2006 hafi Kínverjar verið 1.313.973.713.
  • Á síðunni GeoHive má svo sjá að í október 2006 er áætlað að fjöldi Kínverja sé 1.316.097.671.

Út frá þessu má sjá að það er öruggast þegar tilgreina á fjölda Kínverja að segja einfaldlega að þeir séu rúmlega 1,3 milljarðar.

Nánar er fjallað um fólksfjölda og fólksfjöldaspár í svörum við spurningunum: Hvar er hægt að finna upplýsingar um hversu margir búa í tilteknu landi? og Hvað munu margir búa á jörðinni árið 2050?


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....