Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna sökkva ekki þung skip þegar þau eru komin út í sjó?

Sú staðreynd að þung skip geta flotið á vatni byggist á lögmáli Arkímedesar. Það segir að hlutur sem dýft er í vökva eða gas léttist sem nemur þyngd efnisins sem hann ryður frá sér. Jafnvel þótt skrokkur skipa sé úr málmi sem sekkur í vatni getur skip flotið vegna þess að málmurinn myndar aðeins veggi um lest skip...

category-iconEfnafræði

Ágúst Kvaran segir á Vísindavefnum að gler sígi en Lifandi vísindi að það sé kviksaga. Hvort er rétt?

Menn greinir ekki á um hvort gler sígi eða ekki. Staðreynd málsins er sú að gler er undirkældur vökvi sem lætur undan þyngdarkraftinum með því að síga á löngum tíma. Frá þessu er bæði greint í svari undirritaðs við spurningunni Af hverju er gler gegnsætt og hvaða efni eru í gleri? á vísindavefnum og í svari við sp...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var fyrsta bíómyndin, hver leikstýrði henni og hverjir léku í henni?

Fyrsta kvikmyndavélin var myndavél í laginu eins og riffill og gat tekið 12 myndir á sekúndu. Hún var hönnuð 1882 af Frakkanum Etienne-Jules Marey. Uppfinningamaðurinn Tómas Alva Edison kynnti árið 1893 kassalega gægju-sýningarvél sem sýndi einum áhorfanda örsmáar svarthvítar kvikmyndir. Vélina nefndi hann Kine...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna vaxa ekki nýir útlimir á menn?

Spurning þessi er í raun ein af grundvallarspurningum þroskunarfræðinnar og hafa margir leitað svara við henni. Einn vísindamaður hefur sagt að hann mundi fórna hægri handlegg sínum fyrir að vita hvernig útlimir geta endurnýjast. Myndun útlima er flókið ferli sem fer fram á ákveðnum stað og tíma í þroskun ein...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hugsanlegt að nota HIV-veiruna sem genaferju til að breyta erfðaefni sjúklinga með arfgenga sjúkdóma?

Rannsóknir hafa verið í gangi og tilraunir gerðar með að nota veirur, þar á meðal HIV-veiruna, sem 'genaferjur' -- það er láta þær smita gallaðar frumur með erfðaefni sem bætir þær. Vænta má verulegs læknisfræðilegs árangurs af þessum rannsóknum fyrr eða síðar, en langt er í land að aðferðum sem þessum verði almen...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig hefur fiskur komist í stöðuvötn eins og Hraunsvatn í Öxnadal þar sem ekkert afrennsli er ofanjarðar?

Nokkrar kenningar eru uppi um þetta en líklegast er að fiskur hafi verið í ánni sem rann um dalinn áður en vatnið myndaðist við berghlaup eftir að ísöld lauk. Hann hafi þá lokast af í vatninu. Þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson fæddist að Hrauni í Öxnadal ,,þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla". Þessir hólar sem...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig eru tölvuleikir búnir til?

Tölvuleikir eru í eðli sínu ekkert frábrugðnir öðrum forritum þannig að allir tölvuleikir eiga það sameiginlegt að einhver maður eða hópur manna skrifar forrit sem síðan er keyrt á tölvum. Leikurinn bregst síðan við því sem notandinn gerir á fyrirfram ákveðinn hátt. En auðvitað er mikill munur á tölvuleikjum. Þ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er stærsti harði diskur í heimi og hver á hann?

Ég tel að við þessari spurningu sé ekki til neitt eitt rétt svar og kemur þar aðallega þrennt til: Það er skilgreiningaratriði hvað er harður diskur. Í stórum tölvukerfum er notað kerfi sem kallast RAID en það stendur fyrir "Redundant Array of Independent Disks". Þar eru margir harðir diskar tengdir saman en f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Væri hægt að búa til einfaldara og notendavænna stýrikerfi fyrir tölvur ef gömlum hug- og vélbúnaði væri hent?

Þetta er spurning sem er erfitt að svara afdráttarlaust með jái eða nei-i. Mín skoðun er sú að mjög vafasamt sé að halda slíku fram. Væntanlega er fyrirspyrjandi að tala um að það standi í vegi fyrir framþróun stýrikerfa að þau þurfi að vera samhæfð við eldri útgáfur af hug- og vélbúnaði. Ég er alls ekki viss u...

category-iconMálvísindi: almennt

Fyrir hvaða orð standa skammstafanirnar a.m. og p.m.?

Skammstöfunin a.m. er stytting á latnesku orðunum ante meridiem, 'fyrir hádegi'. Orðið meridiem er þolfall sem stjórnast af forsetningunni ante og var upphaflega í latínu medi diem. Orðið medi er staðarfall af medius, 'miður' og medius dies (nefnifall) er þá 'miður dagur', það er að segja hádegi. Á sama hátt er p....

category-iconMálvísindi: íslensk

Er munur á notkun sagnanna heita og nefnast?

Sögnin að heita merkir 'nefnast tilteknu nafni, vera kallaður; gefa nafn, skíra'. Sögnin nefna hefur svipaða merkingu, það er 'kalla e-n nafni, gefa e-m nafn'. Ef einhverjum hefur verið gefið nafn þá heitir hann því nafni. Þar getur verið átt við persónu, dýr eða jafnvel hlut. Dæmi: Maðurinn heitir Jón en ko...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort skrifar maður 'kosning' eða 'kostning'?

Sögnin að kjósa beygist í kennimyndum: kjósa - kaus - kusum - kosið Nafnorðið kosning er myndað af fjórðu kennimynd með verknaðarviðskeytinu -ning. Verknaðurinn er „það að kjósa“. Í stofni er ekkert -t- og því er ekki -t- í kosning....

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni karlkynsnafnorðsins stallari, og hvar kennir þess stað nú til dags?

Orðið stallari er notað þegar í fornu máli. Átt var við einn af tignustu hirðmönnum konungs sem hafði meðal annars það hlutverk að tilkynna boðskap konungsins. Stallarinn var fulltrúi konungs gagnvart þjóðinni og sá um vígbúnað hans og manna hans. Orðið er talið tökuorð úr fornensku steallare sem aftur er fengið ú...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins lygamörður?

Mörður sá sem átt er við er Mörður Valgarðsson sem kemur mikið við sögu í Njáls sögu. Þar segir um hann: „Þá er hann var fullkominn að aldri, var hann illa til frænda sinna og einna verst til Gunnars. Hann var slægur maður í skaplyndi, en illgjarn í ráðum.“ Ekki var allt heilagur sannleikur sem hann lét sér um mun...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Ein hitaeining er sú orka sem þarf til að hita vatn um eina gráðu, en á hvaða bili?

Ein hitaeining (kaloría) er sú orka sem þarf til að hita eitt gramm af vatni um eina gráðu. Þessi orka er lítið eitt mismunandi eftir því hvort verið er að hita vatnið úr 10°C í 11°C eða úr 20°C í 21°C og svo framvegis. Þess vegna þarf að skilgreina þetta betur. Miðað er við þá orku sem þarf til að hita vatnið úr ...

Fleiri niðurstöður