Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 107 svör fundust

category-iconEfnafræði

Hver fann frumefnið argon?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvers konar efni er argon? Hvernig er argon skilgreint? Hvernig er það unnið og nýtt og hver eru helstu efnasamböndin? Argon er eðallofttegund en svo kallast frumefni í flokki 18 í lotukerfinu. Efnin í þessum flokki eru þeim eiginleikum gædd að hafa fullskipað rafeindahvolf ...

category-iconHeimspeki

Hver var Nicolas de Condorcet og hvert var framlag hans til fræðanna?

Nicolas de Condorcet, eða Marie Jean Antoine Nicolas Caritat, markgreifinn af Condorcet (1743-1794) var franskur stærðfræðingur, hagfræðingur og heimspekingur sem auk þess fékkst við söguspeki og vann brautryðjandi verk í sögu félagsvísinda. Condorcet telst vera einn af síðustu svonefndu philosophes frönsku upplýs...

category-iconHugvísindi

Hvernig lýsir Paget-sjúkdómur sér og hvaða rök hafa menn fyrir því að Egill Skallagrímsson hafi þjáðst af honum?

Paget-sjúkdómur (e. Paget's disease) eða aflagandi beinbólga, er staðbundinn sjúkdómur í beinum sem kemur oftast fram eftir fertugt. Hann stafar af galla í umsetningu (e. turnover) í beini, það er jafnvægi milli beinmyndunar og -eyðingar raskast, en jafnvægi þar á milli er nauðsynlegt til að halda kalkmagni í blóð...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig var sólmyrkvi notaður til að sýna fram á kenningar Einsteins?

Þann 6. nóvember 1919 var haldinn fundur sem átti eftir að hafa mikla þýðingu fyrir Albert Einstein og viðtökurnar á kenningum hans. Að fundinum stóðu tvö félög, Konunglega breska vísindafélagið (the Royal Society) og Konunglega breska stjarnfræðifélagið (the Royal Astronomical Society). Fundarstjóri var forseti V...

category-iconStærðfræði

Hvernig er sagan af því þegar Perelman leysti Poincaré-tilgátuna?

Alþjóðlega stærðfræðistofnunin (e. International Mathematical Union) er yfirleitt talin nokkurs konar æðsta vald í stærðfræði á alþjóðavettvangi. Stofnunin skipuleggur meðal annars heimsþing stærðfræðinga og veitir svokölluð Fields-verðlaun í greininni á fjögurra ára fresti. Verðlaunin þykja samsvara nokkurs konar...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Anna Agnarsdóttir stundað?

Anna Agnarsdóttir er prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hún hóf störf sem stundakennari við Háskólann upp úr 1980, var skipuð dósent árið 1990 og prófessor 2004. Meginrannsóknarsvið Önnu eru samskipti Íslands við umheiminn á tímabilinu 1500-1830. Markmið rannsóknanna er að sýna fram á að Ísland...

category-iconHeimspeki

Hver var David Hume og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Fáir heimspekingar hafa lifað svo viðburðaríku lífi að það hafi þótt í frásögur færandi. Skoski heimspekingurinn David Hume er undantekning frá þeirri reglu. Lífshlaup hans var ekki aðeins viðburðaríkt og spennandi heldur skrifaði hann stutta sjálfsævisögu sem er óviðjafnanlegt bókmenntaverk. Setningar eins og „þæ...

category-iconHeimspeki

Hvað er rakhnífur Ockhams og hvernig beita vísindamenn honum?

Rakhnífur Ockhams er vel þekkt en jafnframt umdeild regla vísindalegrar aðferðafræði sem gengur í grófum dráttum út á að gera einfaldari kenningum hærra undir höfði en þeim sem flóknari eru. Rakhníf Ockhams er aðeins beitt þegar fleiri en ein kenning samrýmist þeim athugunum eða gögnum sem fyrir liggja. Reglan kve...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað segir fyrsta lögmál Newtons?

Lögmál Newtons eru kennd við enska eðlis- og stærðfræðinginn Sir Isaac Newton (1642-1727). Þessi lögmál eru þrjú og öll aflfræði Newtons eða hefðbundin aflfræði er reist á þeim ásamt þyngdarlögmálinu. Fjallað verður um hin lögmálin í öðrum svörum hér á Vísindavefnum. Fyrsta lögmál Newtons hljóðar svo í þýðingu ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig á að útskýra þriðja lögmál Newtons?

Lögmál Newtons eru kennd við enska eðlis- og stærðfræðinginn Sir Isaac Newton (1642-1727). Þessi lögmál eru þrjú og öll aflfræði Newtons eða hefðbundin aflfræði er reist á þeim ásamt þyngdarlögmálinu. Fjallað er um hin lögmálin í öðrum svörum hér á Vísindavefnum. Þriðja lögmál Newtons er stundum kallað lögmálið...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er útópía?

Útlenda orðið utopia er dregið af riti enska húmanistans Thomasar More (1477-1535) Utopia, sem skrifað var á latínu árið 1516. Það er myndað af grísku orðunum ou, sem merkir ‘ekki’, og topos sem er ‘staður’. Það þýðir þess vegna bókstaflega ‘enginn staður’ og hefur því verið þýtt með orðinu staðleysa. Það orð má þ...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér frá baráttunni um El Alamein?

Oft er talað um orrustuna við El Alamein eða jafnvel orrusturnar tvær en í raun voru þrjár meginorrustur háðar við El Alamein seinni hluta ársins 1942. Sú fyrsta var 30. júní - 17. júlí þegar samveldisherinn náði að stöðva sókn möndulveldanna inn í Egyptaland, önnur orrustan var dagana 31. ágúst - 3. september þe...

category-iconStærðfræði

Hver var Marie-Sophie Germain og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?

Marie-Sophie Germain fæddist í París 1. apríl 1776. Hún var ein þriggja dætra velstæðra hjóna, Ambroise-Francois og Marie Germain. Faðir hennar var silkikaupmaður, áhrifamaður í stjórnmálum og síðar bankastjóri í Frakklandsbanka. Heimilið stóð opið þeim sem aðhylltust þjóðfélagsbreytingar í frjálsræðisátt, svo ung...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna er talið að Flotinn ósigrandi hafi tapað gegn Englendingum 1588?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvers vegna er talið að Flotinn ósigrandi hafi tapað gegn Englendingum 1588, og hvað er hæft í því að Englendingar hafi greitt sjóræningjum fyrir að ræna spænsk silfurskip?Segja má að helsta átakalínan í Evrópu á þessum tíma hafi legið milli Páfastóls og kaþólsku kirkjunnar ann...

category-iconJarðvísindi

Hver var James Hutton og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?

James Hutton (1726-1797) telst hafa lagt grundvöll að nútíma jarðfræði. Hann var Skoti, fæddur í Edinborg þar sem hann bjó lengst af. Þar í borg var á ofanverðri 18. öld þungamiðja „skosku upplýsingarinnar“ svonefndu, og Hutton var framarlega í flokki andans manna sem komu sama vikulega til að ræða málin – meðal þ...

Fleiri niðurstöður