Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 553 svör fundust
Hvers vegna er snákur notaður sem tákn læknisfræðinnar?
Það er rétt hjá spyrjanda að snákur eða slanga er einkennistákn læknisfræðinnar. Oft er slangan sýnd hringa sig utan um staf. Stafurinn tilheyrir Asklepíosi sem var grískur guð læknislistarinnar. Hann var sonur Apollons. Asklepíos kemur fyrir í Ilíonskviðu Hómers en þar er hann ekki talinn af guðakyni. Nokkrar ...
Hvað eru kólfsveppir og hvernig er lífsferill þeirra?
Kólfsveppir (Basidiomycota) eru ein fjögurra fylkinga sveppa sem tilheyra svepparíkinu (Fungi). Hinar fylkingarnar eru kytrusveppir (Chytridiomycota), oksveppir (Zygomycota) og asksveppir (Ascomycota). Að auki eru vankynssveppir (anamorphic eða mitosporic fungi) en þeir mynda gró með venjulegri skiptingu en ekki ...
Hvernig varð orðasambandið „að lepja dauðann úr skel" til?
Orðasambandið merkir að ‘draga fram lífið í mikilli fátækt, lifa við sult og seyru’. Sögnin lepja merkir að ‘ausa upp í sig vökva eða þunnri fæðu með tungunni’ eins og til dæmis hundar og kettir gera. Kunnugt er að fátækt fólk notaði áður fyrr skeljar í stað spóna eða skeiða og lítill sopi var þá í hverri skel. ...
Af hverju eru vettlingar ekki kallaðir handklæði og öfugt?
Bæði orðin handklæði og vettlingur koma fyrir þegar í fornu máli. Vettlingur er smækkunarorð myndað með smækkunarviðskeytinu -lingur af vöttur sem notað var um hanska eða grófa vettlinga. Vöttur er gamalt orð í germönskum málum, en íslenska telst til þeirrar greinar sem nefnist norðurgermönsk mál. Dæmi um skyld or...
Hvaða ríki voru í Varsjárbandalaginu?
Varsjárbandalagið (e. Warsaw Pact) var stofnað af átta löndum í Austur-Evrópu 14. maí árið 1955. Stofnaðilar voru Búlgaría, Ungverjaland, Austur-Þýskaland, Pólland, Albanía, Tékkóslóvakía, Rúmenía og Sovétríkin. Tilgangurinn með stofnuninni var að mynda hernaðarbandalag ríkja í Austur-Evrópu til móts við Atlantsha...
Hvað er að vera kauði?
Nafnorðið kauði er oftast notað um mann sem er álappalegur í útliti en þekkist einnig um þann sem er durtur í framkomu og hálfgerður leiðindapési og virðist sú merking eldri. Í safni Orðabókar Háskólans eru elst dæmi um hana frá 17. öld. Sá sem er kauðalegur er ósmekklega og oft hirðuleysislega klæddur og lýsi...
Af hverju kemur ekki gat á plastglas sem er fyllt með vatni þegar kveikjara er haldið undir því?
Það er ef til vill ofsögum sagt að ekki sé hægt að bræða gat á plastglas með vatni í, en rétt er að það getur verið býsna erfitt sé loginn lítill. Ástæðurnar eru tvíþættar. Annars vegar hefur vatnið mikla varmarýmd og heldur því innra borði botns og veggja plastglassins alltaf við svipað hitastig. Það er því e...
Af hverju er ekki lofthjúpur utan um allar plánetur?
Fyrir þessu geta verið ýmsar ástæður en algengast er að þetta stafi af því að það sé of heitt á yfirborði reikistjörnunnar eða plánetunnar. Hiti í gasi eða lofti er í rauninni hreyfing sameindanna. Ef hitinn er mikill getur hreyfingin orðið svo ör að allar sameindirnar losna einfaldlega frá yfirborði hnattarins og...
Gætu Sankti-Bernharðshundur og chihuahua-hundur eignast afkvæmi og hvernig liti hvolpurinn þá eiginlega út?
Vissulega gætu Sankti-Bernharðshundur og chihuahua-hundur eignast saman afkvæmi þar sem um sömu dýrategund er að ræða. Það er nær öruggt að æxlunin yrði að fara fram með hjálp mannsins þar sem stærðarmunur og ýmis annar munur á líkamsbyggingu ræktunarafbrigðanna kemur í veg fyrir æxlun við venjulegar kringumstæður...
Hvort er réttara að segja "Borgarfjörður eystri" eða "Borgarfjörður eystra"?
Algengt er að tala um Borgarfjörð eystri og er þeirri venju til dæmis haldið í ferðaauglýsingum frá héraðinu. Sjaldan er talað um Borgarfjörð vestri eða vestari. Þeir sem tala um Borgarfjörð eystra eru með í huga Borgarfjörð fyrir austan. Sé leitað að nöfnunum Borgarfjörður eystri og Borgarfjörður eystra í leitarv...
Hvað þýðir orðið mæra og í hvaða merkingu er það notað hér á landi?
Orðið mæra getur verið nafnorð og sögn. Ef það er notað sem nafnorð er merkingin ‛ögn, smá biti af einhverju’, til dæmis um sælgætismola, ávaxtabita eða þess háttar en einnig um smákekki í ystri mjólk. Heimildir um nafnorðið eru til allt frá 18. öld. Nafnorðið mæra merkir lítill biti af einhverju, til dæ...
Tengjast vitringarnir þrír Kaspar, Melkíor og Baltasar þrettándanum?
Í hugum margra er þrettándinn fyrst og fremst síðasti dagur jóla, dagurinn þegar jólaskrautið er tekið niður, síðasti jólasveinninn fer heim til sín og allt sem jólunum fylgir lagt til hliðar fram að næstu aðventu. Þrettándinn er hins vegar ekki bara dagurinn til þess að pakka saman jólunum heldur hefur hann um al...
Hvað getur hákarl orðið gamall?
Margt er á huldu varðandi ýmsa þætti í líffræði hákarla, þar á meðal um hámarksaldur þeirra. Til eru yfir 300 tegundir af hákörlum og er hámarksaldur þeirra allbreytilegur. Þó telja vísindamenn að stærri tegundir hákarla geti náð mjög háum aldri. Meðal annars er talið að stærsta hákarlategundin, hvalháfurin...
Gætu fuglar flogið á tunglinu (já eða nei)?
Svarið er nei; fuglar geta ekki flogið í opnu rými við yfirborð tunglsins. Flug fugla byggist á loftmótstöðu; þeir spyrna í loftið kringum sig og svífa á því. Á tunglinu er hins vegar ekkert loft til að spyrna í. Þar er enginn lofthjúpur því að þyngdarkraftur tunglsins er of lítill til þess að gassameindir hal...
Hvort skal segja hamborgarhryggur eða hamborgarahryggur?
Orðið hamborgarhryggur sem notað er um reykt svínakjöt barst að öllum líkindum í íslensku úr dönsku. Danir kalla slíkt kjöt hamburgerryg eða hamborgerryg. Fyrri hluti danska orðsins, 'hamburger-', er í rauninni tvíræður og gæti frá sjónarmiði málfræðinnar þýtt hvort sem er 'hamborgar-' eða 'hamborgara-'. Lítill...