Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1097 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig getur alheimurinn verið endalaus?

Það getur stundum verið erfitt að skilja hugtakið endalaust eða óendanlegt. Flestir sætta sig þó við að náttúrlegu tölurnar eru endalausar. Ef við byrjum að telja, 1,2,3,4 ... þá getum við í raun haldið áfram eins lengi og okkur endist ævin, því það er alveg sama hversu háa tölu við nefnum, við getum alltaf lagt 1...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hversu mikið þvag kemst fyrir í þvagblöðru og er einhver hætta á því að hún springi?

Þvagblaðran er vöðvarík, teygjanleg blaðra sem tekur við þvagi sem myndast í nýrunum. Þvagið berst í blöðruna eftir þvagpípum. og þar er það geymt þangað til að þvaglátum kemur. Þá berst það úr þvagblöðrunni í þvagrás sem liggur út úr líkamanum. Þvagrásin er staðsett á botni mjaðmagrindarinnar. Í körlum liggur hún...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju eru öldutoppar hvítir á lit?

Upprunlega hljóðaði spurningin svona:Hæ, hæ, ég heiti Telma og ég hef rosa mikinn áhuga á vísindum. Ég ætla að spyrja einnar spurningar og svona er hún: Af hverju er toppurinn á öldunni úti á sjó hvítur? Vindurinn nær mestum tökum á öldunni í toppnum. Þar ýrir hann sjóinn upp og myndar froðu eða löður. Þetta ...

category-iconLæknisfræði

Hvenær var getnaðarvarnarpillan fyrst tekin í notkun á Íslandi?

Um sögu pillunnar er fjallað ýtarlega í svari við spurningunni Hvernig varð getnaðarvarnarpillan til? en þar kemur meðal annars fram að Enovid, fyrsta tegund pillunnar, fékk upphaflega markaðsleyfi í Bandaríkjunum árið 1957. Til að byrja með var Enovid flokkað sem lyf gegn kvensjúkdómum og eingöngu mátti ávísa því...

category-iconTrúarbrögð

Hvað heita kertin fjögur á aðventukransinum?

Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem þýða „koma Drottins“ og hefst hún á 4. sunnudegi fyrir jóladag. Þessi árstími var löngum - og er reyndar víða enn - kallaðar jólafasta, sem helgast af því að fyrr á öldum mátti þá ekki borða hvaða mat sem var, til dæmis ekki kjöt. Aðventukransinn ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er upprunaleg merking orðtaksins „að falla eins og flís við rass” og af hverju er það dregið?

Orðatiltækið eitthvað fellur eins og flís við rass er ekki mjög gamalt í málinu. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi frá fyrri hluta 19. aldar úr málsháttasafni Guðmundar Jónssonar. Merking þess er 'eitthvað passar nákvæmlega, eitthvað er alveg mátulegt'. Jóni Friðjónssyni, sem rækilegast hefur skr...

category-iconVeðurfræði

Úr hvaða efni eru skýin?

Ský er safn örsmárra vatnsdropa. Þegar vatnsgufa í andrúmsloftinu kólnar þá þéttist hún og myndar ský. Ský sem eru alveg við yfirborð jarðarinnar kallst þoka. Þegar örsmáir droparnir í skýjunum rekast á hver annan fækkar dropunum og þeir stækka. Loks kemur að því að þeir eru það stórir að þeir falla til jarðar, an...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru roðamaurar hættulegir?

Roðamaur heitir réttu nafni veggjamítill (Bryobia praetiosa) en gengur einnig undir roðamaursheitinu. Veggjamítlar eru áttfætlumaurar og tilheyra fylkingu áttfætlna (Arachnida) eins og köngulær og sporðdrekar. Eiginlegir maurar hafa hins vegar sex fætur eins og önnur skordýr. Veggjamítlar eru ekki skaðlegir mönnu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað verður um rótina þegar maður missir tönn?

Fyrsta fullorðinstönnin kemur við 6 ára aldurinn. Langoftast er það svokallaður sex ára jaxl sem kemur fyrir aftan barnatennurnar. Hvorki sex ára jaxlinn né jaxlarnir þar fyrir aftan koma í staðinn fyrir barnatennur. Hins vegar myndast framtennur, augntennur og framjaxlar undir rótum eða á milli róta barnatann...

category-iconHugvísindi

Hvert liggur batavegur? Af hverju er talað um að vera á batavegi?

Orðið batavegur merkir 'áframhaldandi bati' og er einkum notað í sambandinu að vera á batavegi 'vera að batna einhver sjúkleiki'. Það þekkist í málinu að minnsta kosti frá miðri 19. öld. Fyrri hluti orðsins bati er notað um bötnun, betrun eitthvað sem er betra en það var áður. Til dæmis er sagt að einhver hafi...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Þegar maður kastar skopparabolta í gólfið með snúningi, af hverju kemur boltinn til baka með öfugum snúningi?

Hlutur á hreyfingu hefur hreyfiorku. Góður skopparabolti er mjög fjaðrandi sem þýðir að hreyfiorka hans varðveitist að mestu við árekstur. Ef slíkur bolti dettur á steingólf endurkastast hann af gólfinu með jafnmiklum hraða. Við áreksturinn verkar boltinn með ákveðnum krafti á gólfið og gólfið verkar með sama kraf...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ef kettir missa klær vaxa þær þá aftur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Ef kettir missa klær vaxa þær aftur og getur komið sýking? Já, kattaklær vaxa samfellt allt líf kattarins, líkt og neglur okkar mannanna. Það er þeim nauðsynlegt því annars hefðu ansi margir kettir stuttar og slitnar klær. Kattaklær vaxa samfellt allt líf kattarins en e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðatiltækisins „of seint í rassinn gripið“?

Orðatiltækið það er of seint í rassinn gripið er fremur nýtt í málinu og uppruni ekki alveg ljós. Það gæti tengst orðatiltækinu að grípa í rassinn á deginum sem þekkt er allt frá 17. öld í merkingunni ‘byrja á einhverju of seint’. Þá gæti hugsunin verið að of seint sé að grípa í rassinn á einhverjum, sem ná þurfi ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðasambandið "að liggja vel við höggi" og hvernig er hægt að nota það?

Orðasambandið að liggja vel við höggi er notað um þann sem auðvelt er að koma höggi á eða klekkja á. Það er notað bæði í eiginlegri merkingu í slagsmálum, þegar einhver stendur þannig að auðvelt er að slá til hans og hitta, og í óeiginlegri merkingu til dæmis í orðaskiptum. Einhver segir eitthvað sem annar grípur ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera krunk þegar maður er blankur?

Í Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál frá 1982 er lýsingarorðið krunk fletta og merkingin sögð ‘peningalaus, blankur, krúkk’. Ekki er vísað til uppruna orðsins. Lýsingarorðið krúkk, sem vísað var til, er einnig fletta í slangurbókinni. Það er sagt tökuorð úr dönsku kruk í merkingunni ‘pening...

Fleiri niðurstöður