Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1321 svör fundust
Af hverju skiptist Kórea í Norður- og Suður-Kóreu?
Uppskipting Kóreu í norður- og suðurhluta átti sér býsna langan aðdraganda. Allt frá 7. öld hafði Kórea verið óskipt konungsríki í nánu sambandi við kínverska keisaraveldið sem ljáði því djúptæk menningarleg og pólitísk áhrif, þó án þess að sambandið hafi skert sjálfstæði Kóreu. Segja má að Kórea hafi notið vernda...
Af hverju eru svona strangar reglur í Norður-Kóreu?
Í öllum samfélögum gilda lög og reglur sem ætlað er að hafa taumhald á athöfnum einstaklinga. Ef engar reglur væru til staðar væri tæplega hægt að tala um eiginlegt „samfélag“, heldur einhvers konar „náttúruríki“ sem einkenndist af viðvarandi stríði allra gegn öllum, líkt og enski heimspekingurinn Thomas Hobbes lý...
Hvers vegna byrjaði kristin trú svona seint á Íslandi?
Kristni kom fyrst upp meðal fátæks almúgafólks á afskekktum stað í rómverksa keisaradæminu. Það tók trúna því nokkuð langan tíma að ná útbreiðslu. Rétt fyrir 400 var hún þó orðin það útbreidd að keisarinn gerði hana að ríkistrú. Um þetta leyti tók hún líka að breiðast út um Norður-Evrópu en á næstu öldum gengu mik...
Er Ísland ekki á milli meginlandsflekanna og telst því hvorki til Evrópu né Ameríku, jarðfræðilega?
Réttara er að Ísland er á mótum Evrasíu- og Ameríkuflekanna og telst því jarðfræðilega til beggja álfa fremur en hvorugrar — austurhlutinn til Evrópu, vesturhlutinn til Ameríku. Í öllu öðru náttúrufari er Ísland tengdara og líkara Evrópu en Ameríku. *** Að því er varðar náttúrufar að öðru leyti á Ísland fle...
Hvaða Evrópulönd hafa tekið upp evruna?
Í svari við Gylfa Magnússonar við spurningunni Er hægt að nota allar evrur í öllum ríkjum Evrópusambandsins? segir:Þegar þetta er skrifað, í júní 2003, hafa tólf lönd af fimmtán í Evrópusambandinu tekið upp evrur en Danir og Svíar halda enn í krónurnar sínar og Bretar í pundin. Löndin sem gefa út evrur eru því Fin...
Hvenær kynntust Evrópubúar fyrst pipar?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er pipar og hvernig verður hann til? er pipar krydd úr berjum piparjurtarinnar Piper nigrum. Til eru nokkrar gerðir af pipar og fer litur og bragð eftir því hvernig berin eru meðhöndluð. Piparjurtin er upprunninn í Suður- og Suðaustur-Asíu og er meðal elstu krydd...
Hversu lengi voru skrifarar á miðöldum að skrifa upp handrit?
Stutta svarið við þessari spurningu er að það er ekki vitað hve skrifarar voru lengi að meðaltali að skrifa handrit enda gat margt haft áhrif á skriftarhraða á miðöldum. Má þar nefna aðstæður skrifarans, svo sem andlega eða líkamlega líðan, eða hitastig, birtu, hæð á púlti og gæði bókfellsins, bleksins og pennans...
Hversu margir innflytjendur búa á Íslandi og hvaðan koma þeir?
Um hugtakið innflytjandi er fjallað ýtarlega í svari við spurningunni Hvernig er hægt að skilgreina hugtakið innflytjendur? og bendum við lesendum á að lesa það fyrst. Samsetning hópsins sem dvelur á Íslandi hefur breyst umtalsvert á undangengnum 20-30 árum. Hagstofan upplýsir að skipta megi mannfjöldanum sem ...
Hvernig breytist misvísunin (segulnorður/rétt norður) á Íslandi um þessar mundir, minnkar hún eða eykst?
Á jörðinni eru eitthvað um tvö hundruð fastar segulmælingastöðvar sem fylgjast stöðugt með breytingum jarðsegulsviðsins. Einnig eru gerðar mælingar á því öðru hvoru á fleiri stöðum með færanlegum stöðvum, og frá skipum og flugvélum. Nokkrir gervihnettir sem sérstaklega eru hannaðir til segulsviðsmælinga, hafa veri...
Hvaða lönd tilheyra Bretlandi?
Í ensk-íslenskri orðabók er orðið Britain (eða Great Britain) þýtt sem Bretland eða Stóra-Bretland. Þar er átt við eyjuna Bretland sem er stærsta eyjan í Bretlandseyjaklasanum og í raun stærsta eyja Evrópu. Þegar orðið Bretland er notað í þessari merkingu er svarið við spurningunni að eyjan Bretland skiptist í þr...
Hvers vegna dó flökkudúfan út?
Flökkudúfur (Ectopistes migratorius, e. Passenger Pigeon) áttu heimkynni sín í Norður-Ameríku. Varpstöðvar þeirra voru í skóglendi um mitt og austanvert Kanada og í austurhluta Bandaríkjanna en á haustin héldu þær í suðurátt, jafnvel alla leið til Mexíkó og Kúbu. Talið er að þegar Evrópumenn settust að í Norðu...
Er Alaska land?
Alaska er vissulega land ef hugtakið er notað um þurrlendi eða landsvæði. Ef spyrjandi á hins vegar við hvort Alaska sé land í merkingunni sjálfstætt ríki þá er svarið nei. Í svari Ulriku Andersson við spurningunni Hvað borguðu Bandaríkjamenn fyrir Alaska þegar þeir keyptu það? má lesa að árið 1867 keyptu Banda...
Hvenær barst metrakerfið til Íslands?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvenær barst metrakerfið til Íslands, hvernig barst það til Íslands og hvers vegna? Metrakerfið er upprunnið á dögum frönsku stjórnarbyltingarinnar og var formlega tekið í notkun í Frakklandi árið 1795. Það var andsvar við mörgum og ólíkum kerfum mælieininga sem oll...
Er skynsamlegt að nota maíspoka í staðinn fyrir plastpoka undir rusl?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Nú er mikið átak í gangi að útrýma plasti (að minnsta kosti pokunum) það er svo sannarlega hið besta mál. Oftast er bent á maíspoka í stað plastsins. Ég er því að velta fyrir mér hvaðan allur maísinn er fenginn. Er ef til vill verið að ryðja skóga og rækta maís til að við ...
Til hvaða heimsálfu teljast Hawaii-eyjar, Norður-Ameríku eða Eyjaálfu?
Hawaii telst landfræðilega til Eyjaálfu (heimsálfunnar Ástralíu eða Oceania) þó að eyjaklasinn sé hluti af ríkinu sem við köllum Bandaríki Norður-Ameríku. Þetta gerist á sama hátt og Grænland telst til Ameríku, Tyrkland norðan Hellusunds (Bosporus) telst til Evrópu og Síbería telst til Asíu þó að hún tilheyri ríki...