Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig breytist misvísunin (segulnorður/rétt norður) á Íslandi um þessar mundir, minnkar hún eða eykst?

Leó Kristjánsson (1943-2020)

Á jörðinni eru eitthvað um tvö hundruð fastar segulmælingastöðvar sem fylgjast stöðugt með breytingum jarðsegulsviðsins. Einnig eru gerðar mælingar á því öðru hvoru á fleiri stöðum með færanlegum stöðvum, og frá skipum og flugvélum. Nokkrir gervihnettir sem sérstaklega eru hannaðir til segulsviðsmælinga, hafa verið sendir á braut nálægt jörðu. Út úr öllum þessum gögnum er reiknað alþjóðlegt viðmiðunarlíkan af segulsviðinu við yfirborð jarðar og breytingum þess. Ein föstu stöðvanna sem nefndar voru, er á Íslandi, rekin af Raunvísindastofnun Háskólans.

Kort af misvísun segulsviðsins á landinu eru birt árlega í Almanaki Háskólans. Misvísunin hér (það er hornið milli segulnorðurs og rétts norðurs) er stöðugt að minnka, til dæmis um rúmar 2° á árabilinu 1991-1999. Sú breyting er fremur að herða á sér en hitt.

Höfundur

Leó Kristjánsson (1943-2020)

jarðeðlisfræðingur við Raunvísindastofnun

Útgáfudagur

24.11.2000

Spyrjandi

Stefán Alfreðsson

Tilvísun

Leó Kristjánsson (1943-2020). „Hvernig breytist misvísunin (segulnorður/rétt norður) á Íslandi um þessar mundir, minnkar hún eða eykst?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2000, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1166.

Leó Kristjánsson (1943-2020). (2000, 24. nóvember). Hvernig breytist misvísunin (segulnorður/rétt norður) á Íslandi um þessar mundir, minnkar hún eða eykst? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1166

Leó Kristjánsson (1943-2020). „Hvernig breytist misvísunin (segulnorður/rétt norður) á Íslandi um þessar mundir, minnkar hún eða eykst?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2000. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1166>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig breytist misvísunin (segulnorður/rétt norður) á Íslandi um þessar mundir, minnkar hún eða eykst?
Á jörðinni eru eitthvað um tvö hundruð fastar segulmælingastöðvar sem fylgjast stöðugt með breytingum jarðsegulsviðsins. Einnig eru gerðar mælingar á því öðru hvoru á fleiri stöðum með færanlegum stöðvum, og frá skipum og flugvélum. Nokkrir gervihnettir sem sérstaklega eru hannaðir til segulsviðsmælinga, hafa verið sendir á braut nálægt jörðu. Út úr öllum þessum gögnum er reiknað alþjóðlegt viðmiðunarlíkan af segulsviðinu við yfirborð jarðar og breytingum þess. Ein föstu stöðvanna sem nefndar voru, er á Íslandi, rekin af Raunvísindastofnun Háskólans.

Kort af misvísun segulsviðsins á landinu eru birt árlega í Almanaki Háskólans. Misvísunin hér (það er hornið milli segulnorðurs og rétts norðurs) er stöðugt að minnka, til dæmis um rúmar 2° á árabilinu 1991-1999. Sú breyting er fremur að herða á sér en hitt.

...