Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1527 svör fundust
Hvað kostar að hafa kveikt á ljósaperu?
Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Hvað kostar að hafa kveikt á 60 W ljósaperu í einn mánuð? (Árni Björn) Hvað kostar að láta 40 W ljósaperu loga í 4 klukkustundir? Hvaða verð er ég að borga á mínu heimili? (Eva) Hversu mikið kostar að láta 40 W ljósaperu loga í einn sólarhring? (Sverrir Páll) Hjá Orku n...
Að hvaða leyti var íslenski rostungastofninn frábrugðinn öðrum rostungastofnum?
Greining á breytileika í hvatberaerfðaefni rostungstanna frá Íslandi hefur leitt í ljós að hér á landi hafi verið sérstakur stofn rostunga fyrir landnám og á fyrstu öldum byggðar í landinu (Keighley o.fl. 2019). Með aldursgreiningu á 34 tönnum, út frá samsetningu ísótópa, kom í ljós í sömu rannsókn að þrjár yngstu...
Eru fótboltameiðsli mjög algeng og hver eru algengustu meiðslin hjá knattspyrnumönnum?
Til þess að svara því hvort meiðsli séu algeng í knattspyrnu þurfum við að setja okkur einhver viðmið. Hvað teljum við að sé algengt og við hvað á að miða? Hvernig eigum við til dæmis að geta borið saman ólíkar íþróttagreinar með tilliti til tíðni meiðsla? Það er ekki nóg að telja meiðslin og bera saman milli grei...
Hvaða rannsóknir hefur Torfi H. Tulinius stundað?
Torfi H. Tulinius er prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands og stýrir alþjóðlegu meistaranámi í þeirri grein. Í rannsóknum sínum hefur hann fyrst og fremst fengist við íslenskar miðaldabókmenntir, einkum fornaldarsögur Norðurlanda og Íslendingasögur. Við túlkun sagnanna hefur Torfi leitast við að ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ólafur H. Wallevik rannsakað?
Ólafur H. Wallevik er forstöðumaður Rannsóknastofu byggingariðnaðarins (Rb) við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og prófessor við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur meðal annars lagt stund á rannsóknir og þróun á steinsteypu um langt skeið (í félagi við nemendur sína og innlenda og erlenda vísindamenn), einkum þó seigjufr...
Hvaða rannsóknir hefur Edward H. Huijbens stundað?
Edward H. Huijbens er landfræðingur og prófessor á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri. Þar er hann jafnframt formaður félagsvísinda- og lagadeildar. Rannsóknir hans hafa snúið að ferðamálum á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi. Sérstök áhersla þar hefur verið á hlutverk samgagna í mótun áfangastaða og á...
Hvaða rannsóknir hefur Sigurveig H. Sigurðardóttir stundað?
Sigurveig H. Sigurðardóttir er dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað þjónustu við eldra fólk, bæði þá þjónustu sem veitt er af opinberum aðilum; heimaþjónustu og heimahjúkrun og þá þjónustu sem fjölskyldan veitir öldruðum aðstandendum sínum. Hún hefur einnig rannsakað samskipti kynsl...
Hvaða rannsóknir hefur Auður H. Ingólfsdóttir stundað?
Alþjóðakerfið, tengsl hins alþjóðlega við hið staðbundna, valdatengsl ólíkra hópa og samskipti manns og náttúru eru þeir þræðir sem tvinnast saman í rannsóknum Auðar H. Ingólfsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðings og sérfræðings við Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF). Miðstöðin hefur aðsetur við Háskólann á Akureyri en ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Snædís H. Björnsdóttir rannsakað?
Snædís H. Björnsdóttir er dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hún stundar rannsóknir á sviði örverufræði og sameindalíffræði og hafa þær einkum beinst að örverum frá íslenskum jarðhitasvæðum. Örverur finnast nánast alls staðar á jörðinni, meðal annars í heitum, súrum og jafnvel sjóðandi h...
Hvaða rannsóknir hefur Þorgerður H. Þorvaldsdóttir stundað?
Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, var sagn- og kynjafræðingur og sjálfstætt starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni og sérfræðingur hjá Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands. Hún vann að fjölbreyttum rannsóknarverkefnum, sem flest snérust með einum eða öðrum hætti um jafnrétti í víðum skilningi, kynjaða menningu og ky...
Hvaða rannsóknir hefur Arna H. Jónsdóttir stundað?
Arna H. Jónsdóttir er dósent í leikskólafræði og menntastjórnun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa meðal annars beinst að menntastjórnun í leikskólum, fagmennsku og faglegri sjálfsmynd (e. professional identities) leikskólakennara og leikskólastjóra. Rannsóknir hennar og áhugasvið tengja...
Eru íþróttameiðsl algeng meðal barna og unglinga?
Í heild sinni hljóðar spurningin svona:Eru íþróttameiðsl algeng og alvarleg meðal barna og unglinga? Ef svo er, í hvaða íþróttagreinum? Til þess að rannsaka tíðni meiðsla hjá börnum og unglingum í íþróttum þarf stórt úrtak úr mörgum greinum íþrótta. Slíkar rannsóknir hafa ekki verið framkvæmdar hér á landi þannig...
Við hvað fást þeir sem stunda þroskasálfræði?
Þroskasálfræðingar fást við rannsóknir sem tengjast þroska eða sálrænum breytingum sem verða yfir æviskeiðið. Framan af var hugtakið þroskasálfræði nánast samheiti barnasálfræði en nú líta flestir svo á að þroskasálfræði taki til breytinga sem verða yfir alla ævina. Þannig er öldrun og öldrunarsálfræði hluti af þv...
Hver er stærsta reikistjarnan?
Júpíter er stærsta plánetan í sólkerfinu okkar. Þvermál Júpíters er 142.984 km en jörðin er 12.756,3 km í þvermál. Þvermál Júpíters er þá nærri því að vera 11 sinnum þvermál jarðarinnar. Massi Júpíters er 1.9x1027 kg. Lengi var talið að sextán tungl gangi kringum Júpíter en nú eru þau talin um 30. Sú tala gæti...
Getur krabbamein haft áhrif á getu til að stunda kynlíf?
Krabbamein og ekki síður meðferð þess veldur eðlilega miklum breytingum á lífi einstaklings. Hann upplifir ýmiss konar líkamleg og andleg einkenni sem geta haft mikil áhrif á líf hans svo og áhrif á getu hans til að stunda kynlíf. Eitt af því sem ekki síst verður fyrir áhrifum þessa er kynheilbrigði (e. sexual- a...