Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1215 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvaða íbúðahverfi á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaða íbúðahverfi á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum um þverbrotabelti sunnanlands? Hvaða íbúðahverfi önnur á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum s.s. Norður-Ameríkuflekans og Evrasíuflekans? Stutta svarið við spurningunni er að engin íbúðahverfi á höfu...

category-iconBókmenntir og listir

Hver eru kennitákn grísku goðanna?

Í grísku goðafræðinni koma um þrjátíu gyðjur og jafnmargir guðir við sögu. Hómer skrifaði Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu átta hundruð árum fyrir Krist og eru þær ein elstu og þekktustu ritin um guðina. Einnig koma guðirnir og gyðjurnar við sögu í grískum harmleikjum eftir leikritahöfunda eins og Sófókles og Evripíd...

category-iconLæknisfræði

Hvað er lotugræðgi og hvað orsakar hana?

Lotugræðgi er átröskun sem einkennist af óhóflegu áti fólks í endurteknum lotum. Að lokinni hverri lotu er reynt að "hreinsa" burt hitaeiningarnar sem neytt var, til dæmis með því að framkalla uppköst eða nota hægðarlosandi lyf. Í lotuáti borða sjúklingar óeðlilega mikið magn af hitaeiningaauðugum mat á skömmum tí...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig lýsir fæðingarþunglyndi sér?

Tímabilið eftir fæðingu er tími aukinnar hættu á þunglyndi og oflæti hjá konum. Konur sem leggjast inn á spítala vegna geðsjúkdóma eftir fæðingu eru langoftast annaðhvort með þunglyndi eða oflæti. Þunglyndi og oflæti á meðgöngu og eftir fæðingu lýsir sér svipað og hjá óþunguðum konum. Þær konur sem eru í mestr...

category-iconHeimspeki

Hver var Averroes og hvert var framlag hans til fræðanna?

Ibn Rushd (1126–1198) eða Averroes, eins og hann nefndist á latínu eftir spænskum miðaldaframburði (Aven Ruiz), var læknir, dómari og heimspekingur í borginni Cordoba á Spáni og var uppi á 12. öld. Cordoba tilheyrði þá arabískumælandi ríki sem nefndist Al-Andalus og var á fyrri hluta aldarinnar undir stjórn fursta...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Wilhelm Röntgen og hver er saga hans?

Wilhelm Conrad Röntgen fæddist 27. mars árið 1845 í borginni Lennep, sem er smáborg skammt frá Düsseldorf í Þýskalandi. Foreldrar hans fluttu búferlum til Hollands þegar Röntgen var þriggja ára en faðir hans var vefnaðarkaupmaður. Röntgen gekk í skóla, fyrst í heimabæ sínum og síðan í menntaskóla í Utrecht. Röntge...

category-iconJarðvísindi

Hvernig nákvæmlega voru Skaftáreldarnir? Hvernig var aðdragandinn og hvernig fór þetta allt fram?

Hér er einnig að finna svör við spurningunum:Hversu lengi stóð gosið í Lakagígum yfir? Hvert fór askan sem kom upp í Skaftáreldum? Skaftáreldar hófust 8. júní 1783 og stóðu yfir í átta mánuði eða til 7. febrúar 1784. Þeir eru annað stærsta flæðibasaltgos Íslandssögunnar á eftir Eldgjárgosinu 934-940.[1] Mei...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Í hvers konar skóm voru landnámsmenn?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ég undirrituð er að vinna grein um fótabúnað fólks frá upphafi frá því að fólk fór að hlífa fótum sínum með einhverjum vafningum eða öðru. Vitað er að líkamsleifar Ötzi voru með einskonar skó fóðraðar með grasi. Er eitthvað til um þróun fótabúnaðar frameftir öldum? Hverni...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað finnst almenningi um sóttvarnaraðgerðir?

Kórónuveirufaraldurinn hefur haft áhrif út um allan heim og þrátt fyrir að við séum öll að berjast við sömu veiruna hafa viðbrögð stjórnvalda verið ólík. Hér á Íslandi hafa aðgerðirnar verið vægar í samanburði við önnur lönd, eins og til dæmis Danmörku og Bretland þar sem útgöngubann var sett á íbúa. Eftir kórónuv...

category-iconHeimspeki

Er löggæslufólki óheimilt að neita að framfylgja skipunum sem brjóta gegn siðferðisvitund þeirra eða þeir telja mögulega ólögmætar?

Þessi spurning felur í raun í sér tvær ólíkar spurningar. Önnur getur snúið að því eftir hvaða starfsheimildum og starfsreglum löggæslufólk starfar eftir. Spurningin er þá lögfræðileg. Hin spurningin fjallar um siðferðilega hlið starfsins og samvisku löggæslufólks, óháð því hvað starfsreglurnar segja. Þetta svar f...

category-iconLæknisfræði

Hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á gagnsemi lyfsins ivermectin við COVID-19 og hvað hafa þær leitt í ljós?

Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Gæti gamalt lyf við sníkjudýrum gagnast gegn COVID-19? er fjallað á almennan hátt um ætlaða gagnsemi lyfsins ivermectin við COVID-19. Lesendum er bent á að lesa það svar einnig. Hér verður farið nánar út í þær rannsóknir sem gerðar hafa verið til þessa á ivermerctin og COVI...

category-iconJarðvísindi

Hvað er segultímatal og hvernig er það notað?

Í stuttu máli. Segulsvið jarðar (1. mynd) hefur umskautast „ótal sinnum“, síðast fyrir um 780 þúsund árum (2. mynd), og sennilega lengst af frá örófi alda. Segulstefnan á hverjum tíma er skráð (bundin) í bergið sem þá var að myndast, ekki síst í basalti hafsbotnanna og ofansjávar í hraunlögum. Segultalið sjálft v...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað þarf maður að borða mikið sælgæti, án þess að bursta tennurnar, til að tennurnar detti úr manni?

Ef við vildum svara þessu beint með rannsóknum, væri einfaldast að láta einstaklinga í tilteknum hópi borða misjafnlega mikið af sælgæti án tannburstunar, og fylgjast síðan með þróun tannskemmda. Slík rannsókn mundi ekki fullnægja kröfum nútímans um siðfræði í vísindarannsóknum. Nú á dögum yrðum við því að láta ób...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er stöðuorku breytt í hreyfiorku?

Orka hlutar er í stuttu máli geta hans eða hæfileiki til að framkvæma vinnu, en þessi hugtök eru útskýrð nánar hér á eftir. Stöðuorka og hreyfiorka eru afar nátengd hugtök sem urðu til nokkurn veginn samhliða. Þegar hefðbundin aflfræði (classical mechanics) er kennd nú á dögum er stöðuorka venjulega kynnt fyrst...

category-iconSálfræði

Hvað er rofinn persónuleiki?

Upphafleg spurning: "Hvað er rofinn persónuleiki eða dissociative identity disorder? Hver er gagnrýnin á það?" Það sem átt er við með rofnum persónuleika er hið sama og það sem stundum er nefnt margfaldur persónuleiki (multiple personality) eða jafnvel hugrofspersónuleikaröskun. Fá fyrirbæri sem sálfræðin hefur...

Fleiri niðurstöður