Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2942 svör fundust

category-iconEfnafræði

Hvað eru samsætur?

Frumeindir (atóm) samanstanda af jákvætt hlöðnum kjörnum og neikvætt hlöðnum rafeindum á sveimi umhverfis kjarnana. Frumeindakjarnar samanstanda ennfremur af jákvætt hlöðnum róteindum og óhlöðnum nifteindum. Fjöldi róteinda segir til um sætistölu viðkomandi frumeinda og er hún einkennandi fyrir viðkomandi frumefni...

category-iconHugvísindi

Af hverju var Leifur skírður Leifur?

Ég reikna með að spyrjandi eigi við Leif heppna Eiríksson sem sagður er hafa komið til Ameríku fyrstur evrópskra manna, eða kringum árið 1000. Af hverju hann var svo nefndur þessu nafni en ekki einhverju öðru er erfitt að segja. Samkvæmt vefsetrinu Mannanöfn.com [skoðað 6.10.2006] er 'Leifur' dregið af nafnorði...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að skrifa 'oft og tíðum' eða 'oft á tíðum'?

Sambandið oft og tíðum er gamalt í málinu. Þótt ekki virðast dæmi um það í fornum textum íslenskum þekkist það í Norsku fornbréfasafni (sbr. fornmálsorðabók Johans Fritzners) sem bendir til það það geti vel hafa þekkst á Íslandi. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans um oft og tíðum eru frá upphafi 17. aldar en dæmi frá ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er það í jörðinni sem hefur aðdráttarafl í rauninni? Værum við ekki útdauð ef aðdráttaraflið væri ekki því að aðdráttarafl jarðar heldur okkur hjá sér og það heldur líka súrefninu?!

Ef aðdráttarafl eða þyngdarkraftur væri ekki til og hefði aldrei verið til þá værum við ekki heldur til. Sólir og reikistjörnur væru ekki til því að þær hafa myndast með því að rykský í geimnum hafa dregist sama fyrir áhrif þyngdarinnar. Ef við hugsum okkur að þyngdarkrafturinn mundi allt í einu hætta að verka ...

category-iconJarðvísindi

Hvar finnst baggalútur?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvar finnst baggalútur? Ég hef heyrt að það sé hægt að finna baggalút á Austurlandi, nánar tiltekið á Reyðarfirði en ég er samt ekki alveg viss, getur eitthvað verið til í því? Baggalútar (hreðjasteinar, blóðstemmusteinar) myndast sem hnyðlingar í storknandi líparíti (sjá svar ...

category-iconJarðvísindi

Hversu langan tíma tekur það nýtt hraun að verða að hörðum steini?

Hraun myndast við það að bráðin bergkvika storknar og er því storkuberg. Hrein efni eins og gull (Au), vatn (H2O) eða kísiloxíð (SiO2) storkna við eitt ákveðið hitastig, gullið við 1064°C, vatnið við 0°C og kísiloxíðið við 2269°C. Þetta merkir að ofan við 1064°C er gull bráðið, en storkið neðan við 1064°C. Ólík...

category-iconVísindi almennt

Hvað tekur langan tíma að labba frá Reykjavík til Akureyrar?

Tíminn sem það tekur að ganga á milli Reykjavíkur og Akureyrar fer að sjálfsögðu eftir því hvaða leið er valin og hversu hratt er gengið. Á vef Vegagerðarinnar er að finna upplýsingar um vegalengdir á milli margra staða á landinu og er oft hægt að velja fleiri en eina leið. Ef þjóðvegi 1 er fylgt þá er leiðin...

category-iconHugvísindi

Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur heppni eða Bjarni Herjólfsson?

Norrænir menn munu hafa siglt til Norður-Ameríku um aldamótin 1000, og frá því segir þýski presturinn Adam frá Brimum strax á öldinni á eftir. En enginn Ameríkufari er nafngreindur í ritum sem hafa verið skráð fyrr en í fyrsta lagi um aldamótin 1200, tveimur öldum eftir atburðina. Því er útilokað að segja með viss...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru til mörg svarthol og hvernig myndast þau?

Svarthol eru skilgreind sem svæði í tímarúminu þar sem þyngdaraflið er svo sterkt að allt sem er nálægt þeim sogast inn í þau og ekkert sleppur þaðan út, ekki einu sinni ljós. Svarthol eru því ein merkilegustu þekktu fyrirbæri alheimsins. Í svari sínu við spurningunni Hvað er svarthol? segja Þorsteinn Vilhjálmsson...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru menn eina dýrategundin sem getur látið hár síkka óendanlega?

Í örstuttu máli þá vex hár manna ekki endalaust, ekki frekar en annarra dýra. Hár eða feldur er eitt af einkennum spendýra, þótt reyndar séu tegundir sem hafa að mestu tapað feldinum eins og hvalir. Það er hins vegar mjög breytilegt á milli tegunda hversu langt eða „sítt“ hárið verður. Það sem meira er, það ge...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er munurinn á því að vera kiðfættur og hjólbeinóttur?

Í stuttu máli má segja að annað sé að hafa göngulag sem líkist göngulagi kiðlings og hitt að ganga eins og kúreki. Sá sem er kiðfættur eða refbeinóttur gengur með hnén þéttar saman en ökklana, ökklarnir vísa út miðað við hnén. Það að vera hjólbeinóttur, hjólfættur eða kringilklofa er öfugt við það að vera kiðfæ...

category-iconHugvísindi

Er til orðatiltækið 'að setja miðið hátt'? Mér finnst það hljóma betur en 'að setja markið hátt'

Í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans er engin heimild um sambandið að setja miðið hátt. Aftur á móti er vel þekkt að maður setji markið hátt ef hann ætlar sér mikið. Mark merkir þarna ‛markmið, takmark; skotmark’. Sá sem setur sér metnaðarfullt markmið stefnir hátt. Orðasambandið þekkist frá síðari hluta 20...

category-iconMálvísindi: almennt

Hver var Magnus Olsen og hvert var framlag hans til norrænna fræða?

Magnus Bernhard Olsen var fæddur 28. nóvember 1878 í Arendal á Austur-Ögðum í Noregi, sonur kaupmanns þar og eiginkonu hans. Magnús ólst upp í Arendal, tók stúdentspróf 1896 og lagði síðan stund á fílólógíu (málfræði og bókmenntir) við háskólann í Kristíaníu (nú Ósló) og las latínu, grísku, þýsku og norsku. Hann l...

category-iconHeimspeki

Hvað er hugmyndasaga?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er hugmyndasaga og hvað getur maður mögulega orðið eftir að hafa menntað sig í henni? Einfalt svar gæti verið svohljóðandi: Hugmyndasaga er saga hugmynda, hugmyndastrauma eða hugmyndakerfa, hvort sem um er að ræða heimspekilegar hugmyndir, vísindakenningar, pólitís...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig er hérað skilgreint samkvæmt íslenskri venju?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvernig er hérað skilgreint samkvæmt íslenskri venju? Frá landnámi hefur verið talað um að eitthvað sé í héraði og mun síðar komu héraðsdómar en mér hefur ávallt þótt það óljóst hvað átt sé nákvæmlega við með héraði á Íslandi. Ömt, sýslur, hreppar og sveitarfélög þekkjum við en hé...

Fleiri niðurstöður