Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar finnst baggalútur?

Sigurður Steinþórsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvar finnst baggalútur? Ég hef heyrt að það sé hægt að finna baggalút á Austurlandi, nánar tiltekið á Reyðarfirði en ég er samt ekki alveg viss, getur eitthvað verið til í því?

Baggalútar (hreðjasteinar, blóðstemmusteinar) myndast sem hnyðlingar í storknandi líparíti (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvað er baggalútur?). Þeir eru harðari en bergið sjálft og sitja því gjarnan eftir þegar bergið veðrast utan af þeim.

Baggalútar myndast í kísilríku bergi við samsöfnun efnis meðan það er að storkna.

Kristján Jónasson á Náttúrufræðistofnun segir að stofnunin eigi sýni af baggalútum frá 27 stöðum á landinu, meðal annars frá Reyðarfirði (fyrst spurt var um það sérstaklega). Suðvestanlands er Hvalfjarðareyri í Hvalfirði þekktasti fundarstaðurinn, en langflest eru sýni Náttúrufræðistofnunar frá Austurlandi, frá Borgarfirði eystra til Loðmundarfjarðar.

Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

29.10.2015

Síðast uppfært

29.10.2018

Spyrjandi

Jón Gestur Hauksson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvar finnst baggalútur?“ Vísindavefurinn, 29. október 2015, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67767.

Sigurður Steinþórsson. (2015, 29. október). Hvar finnst baggalútur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67767

Sigurður Steinþórsson. „Hvar finnst baggalútur?“ Vísindavefurinn. 29. okt. 2015. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67767>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar finnst baggalútur?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvar finnst baggalútur? Ég hef heyrt að það sé hægt að finna baggalút á Austurlandi, nánar tiltekið á Reyðarfirði en ég er samt ekki alveg viss, getur eitthvað verið til í því?

Baggalútar (hreðjasteinar, blóðstemmusteinar) myndast sem hnyðlingar í storknandi líparíti (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvað er baggalútur?). Þeir eru harðari en bergið sjálft og sitja því gjarnan eftir þegar bergið veðrast utan af þeim.

Baggalútar myndast í kísilríku bergi við samsöfnun efnis meðan það er að storkna.

Kristján Jónasson á Náttúrufræðistofnun segir að stofnunin eigi sýni af baggalútum frá 27 stöðum á landinu, meðal annars frá Reyðarfirði (fyrst spurt var um það sérstaklega). Suðvestanlands er Hvalfjarðareyri í Hvalfirði þekktasti fundarstaðurinn, en langflest eru sýni Náttúrufræðistofnunar frá Austurlandi, frá Borgarfirði eystra til Loðmundarfjarðar.

Mynd:

...