Hvar finnst baggalútur? Ég hef heyrt að það sé hægt að finna baggalút á Austurlandi, nánar tiltekið á Reyðarfirði en ég er samt ekki alveg viss, getur eitthvað verið til í því?Baggalútar (hreðjasteinar, blóðstemmusteinar) myndast sem hnyðlingar í storknandi líparíti (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvað er baggalútur?). Þeir eru harðari en bergið sjálft og sitja því gjarnan eftir þegar bergið veðrast utan af þeim. Kristján Jónasson á Náttúrufræðistofnun segir að stofnunin eigi sýni af baggalútum frá 27 stöðum á landinu, meðal annars frá Reyðarfirði (fyrst spurt var um það sérstaklega). Suðvestanlands er Hvalfjarðareyri í Hvalfirði þekktasti fundarstaðurinn, en langflest eru sýni Náttúrufræðistofnunar frá Austurlandi, frá Borgarfirði eystra til Loðmundarfjarðar. Mynd:
- Ferlir - Jarðfræðikort af Reykjanesskaga. (Sótt 8. 9. 2015).