Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvað er einhyggja og tvíhyggja? Hvers vegna eru þær svo fyrirferðarmiklar í sögunni?

Hugtökin einhyggja og tvíhyggja hafa verið notuð til að flokka heimspekilegar kenningar. Þær sem gera ráð fyrir að veruleikinn sé tvískiptur með einhverjum afgerandi hætti, þannig að um hina tvo hluta hans gildi gerólík lögmál, eru kenndar við tvíhyggju og þær sem hafna slíkri tvískiptingu eru einhyggjukenningar. ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er Lúsífer? Er hann fallinn engill eða kölski?

Orðið Lúsífer er upphaflega komið úr latínu og þýðir bókstaflega ljósberi. Orðið Kristófer er af sama tagi og vísar tll þess sem ber krossinn, en fer-endingin í nöfnunum er sótt til latnesku sagnarinnar fero sem merkir meðal annars að bera. Í rómverskri goðafræði var Lúsífer persónugervingur morgunstjörnunnar ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var Che Guevara? Hvenær fæddist hann og dó hann?

Che Guevara, eða Ernesto „Che” Guevara de la Serna, fæddist 14. júní 1928 í bænum Rosario í Argentínu. Árið 1953 útskrifaðist hann í læknisfræði við Háskólann í Buenos Aires. Hann var sannfærður um að bylting væri eina leiðin til að bæta þann félagslega ójöfnuð sem hann taldi ríkja í Suður-Ameríku. Að námi lokn...

category-iconBókmenntir og listir

Hver teiknaði myndirnar af gosunum, drottningunum og kóngunum á spilin?

Útlit spilastokka hefur þróast mjög þær aldir sem þeir hafa verið þekktir og notaðir í Evrópu og engum einum manni er hægt að eigna hönnun þeirra. Helstan má þó nefna Charles nokkurn Goodall – flest spil eru enn þann dag í dag byggð á hans hönnun, með mannspilum sem speglast um miðju svo á þeim vísar ekkert upp eð...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvenær fæddist og dó Claude Monet?

Oscar-Claude Monet var franskur myndlistamaður og einn af forsprökkum impressjónismans, listastefnu sem fram kom á seinni hluta 19. aldar. Á myndum í anda impressjónisma er lögð áhersla á að sýna samspil ljóss og lita. Claude Monet fæddist 14. nóvember árið 1840 í París, Frakklandi. Fjölskylda hans flutti til ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er skarð í vör?

Skarð í vör og/eða klofinn gómur eru fæðingargallar í andliti og munni sem koma fram snemma á fósturstigi og stafa af því að ekki er nægilega mikill vefur í vörinni eða munninum til að loka bilinu á milli helminganna tveggja. Skarð í vör er sem sagt áþreifanleg rifa milli vinstri og hægri helminga efri vararinnar ...

category-iconVísindi almennt

Hvernig er styrkleikalisti FIFA reiknaður út?

Við ákvörðun stiga á styrkleikalista FIFA er tekið tillit til fleiri þátta en aðeins hvort lið sigrar, tapar eða um jafntefli er að ræða. Þeir þættir sem eru metnir inni í stigagjöfina eru eftirfarandi:Stig fyrir sigur, jafntefli eða tap.Að viðbættum stigum fyrir mörk skoruð í leik.Að frádregnum stigum fyrir m...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju deyja fuglar ekki þegar þeir setjast á rafmagnslínur?

Um rafmagnslínur eða háspennulínur flæðir mikill rafstraumur með hárri spennu. Spennumunur á milli rafmagnslínunnar og jarðar er þannig mjög mikill en vegna þess leitar rafstraumurinn niður í jörð. Margir hafa eflaust lent í því að snerta rafmagnsgirðingu og fá straum. Þar sem manneskjan sem snerti rafmag...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu lengi geymast gögn á geisladiskum?

Upphafleg spurning var:Geymsluþol gagna á CD diskum, segulböndum og hörðum diskum? Ég las einhvers staðar mér til hrellingar að geymsluþol CD og harðdiska væri aðeins nokkur ár, en ég hefi komið miklu magni gamalla ljósmyndafilma yfir á CD diska. Hvað er til í þessu ?Ekki er vitað hversu lengi gögn geymast á geisl...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað eða hver var eða er „Hollendingurinn fljúgandi“?

Ef leitað er á Netinu með leitarorðinu „Hollendingurinn fljúgandi" kemur í ljós að nafnið tengist ólíkum hlutum. Til dæmis bera ýmis fyrirtæki nafnið "Hollendingurinn fljúgandi". Á meðal þeirra má nefna veitingahús, diskótek, flugskóla, bátasmíðastöðvar, bakarí og meira að segja sorphreinsunarfyrirtæki. Nafn...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að deyja úr hita?

Stutta svarið við þessari spurningu er já, það er hægt að deyja úr hita. Eðlilegur líkamshiti manna er nokkuð einstaklingsbundinn en í langflestum tilfellum er hann einhvers staðar á bilinu 36,0 - 37,6 °C hjá heilbrigðu fólki á aldrinum 18-40 ára. Líkamshitinn getur hækkað við áreynslu eða vegna hita í umhverfi...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hverjar eru líkurnar á að barn fæðist HIV-smitað ef móðirin er smituð?

Fyrir daga lyfjameðferðar gegn HIV var hætta á smiti frá móður til barns nálægt 25%. Líkur á smiti fara eftir nokkrum þáttum, þar á meðal veirumagni HIV í blóði móðurinnar, fjölda hjálparfruma í blóði hennar og næmi veirunnar fyrir þeim lyfjum sem notuð eru. Aðrir þættir kunna einnig að hafa áhrif, svo sem aðrar s...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver eru félagsleg áhrif hvítflibbaglæpa á samfélagið og hvernig skilgreinir samfélagið hvítflibbaglæpi?

Árið 1939 vakti þáverandi forseti bandarísku afbrotafræðisamtakanna Edwin Sutherland fyrst athygli á viðskiptabrotum í setningarræðu sinni á ársþingi bandarískra afbrotafræðinga. Hugtakið "hvítflibbabrot" (white collar crime) kom þar fyrst fram í ræðu hans en hefur síðan orðið vel þekkt á Vesturlöndum. Brot af...

category-iconHugvísindi

Búa margir gyðingar í Póllandi og hvaða aðrir trúarhópar eru í landinu?

Fjöldi gyðinga í Póllandi er nokkuð á reiki og ber heimildum ekki saman, þeir eru sagðir vera allt frá rúmlega 5.000 til um eða yfir 20.000. Hvor talan er nær lagi breytir ekki öllu í þessu svari því niðurstaðan er sú sama, gyðingar eru aðeins örlítið brot þeirra rúmlega 38 milljóna manna sem búa í Póllandi í dag....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju teljast villikettir ekki til villtra spendýra á Íslandi?

Til að dýrategund teljist ný í dýrafánu hvers lands þarf hún í fyrsta lagi að geta dregið fram lífið á landsins gæðum og í öðru lagi að geta tímgast á nýja staðnum. Fræðimenn sem fjalla um þessa grein líffræðinnar gera skýran greinarmun á svokölluðum flækingum sem berast inn á ákveðin svæði og þeim dýrum sem e...

Fleiri niðurstöður