Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 551 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hver er Jürgen Habermas og hvert er framlag hans til vísindanna?

Jürgen Habermas er af mörgum talinn fremsti heimspekingur Þýskalands í dag og einn merkasti kenningasmiður samtímans á sviði félagsvísinda. Hann tilheyrir þeim hópi núlifandi meistarahugsuða sem erfitt er að staðsetja nákvæmlega samkvæmt viðtekinni skiptingu greina í fræðaheiminum. Verk hans spanna breitt svið inn...

category-iconStærðfræði

Hver var Évariste Galois og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Sannleikurinn er stundum ótrúlegri en nokkur skáldskapur. Kannski er það ástæðan fyrir því að enginn hefur enn gert kvikmynd um líf franska stærðfræðingsins Évariste Galois (1811-1832); ótti við að fólk trúi sögunni einfaldlega ekki. Galois er einn af frumlegri stærðfræðingum sögunnar. Hann gjörbylti algebru me...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Þorbjörn Sigurgeirsson og fyrir hvað er hann þekktastur?

Þorbjörn Sigurgeirsson fæddist á Orrastöðum í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu 19. júní 1917. Hann lést í Reykjavík af völdum hjartabilunar hinn 24. mars 1988. Þorbjörn gekk í farskóla eins og þá var títt í sveitum en fór síðan í Menntaskólann á Akureyri. Hann lauk þaðan stúdentsprófi árið 1937 með frá...

category-iconHagfræði

Ef við værum fullgildur aðili að ESB og með evru, hver hefði hlutur okkar orðið í þeim „björgunarpökkum“ sem ESB-löndin hafa þurft að leggja saman í?

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa gripið til ýmissa ráðstafana á síðustu misserum til að koma á fjármálastöðugleika innan sambandsins í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Þau aðildarlönd sem hingað til hafa lent í mestum skuldavanda, Grikkland, Írland og Portúgal, hafa fengið aðstoð frá öðrum ríkjum sambandsi...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er áhrifamesta ljósmynd sögunnar?

Upprunalega spurningin var: Hver er áhrifamesta ljósmynd sem tekin hefur verið? Er einhver leið til að meta það? Í raun er engri vísindalegri aðferð beitt til að meta áhrif ljósmynda á einstaklinga, almenningsálitið, stjórnmálamenn eða aðra sem völd hafa í samfélaginu, en nokkrar myndir hafa náð það mikill...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær var byrjað að halda 17. júní hátíðlegan?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Hvenær var byrjað að halda 17. júní hátíðlegan? Ef það er í fyrsta skipti 1944 á lýðveldishátíðinni var þá einhver fyrirrennari? 1. des er vissulega fullveldisdagurinn en var heimastjórninni fagnað á ákveðnum degi á hverju ári um tíma og ef við förum enn aftar í söguna; v...

category-iconJarðvísindi

Hvernig verður hvítur vikur til í eldgosi eins og Heklugosinu 1970?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hekla gaus 1970 hvítum vikri sem lengi var hægt að sjá. Hvað gerir vikur hvítan og er enn hægt að sjá leifar af þessu? Guðmundur E. Sigvaldason lýsir berg- og efnafræði gosefna svo í grein þeirra Sigurðar Þórarinssonar um Heklugosið 1970:[1] Gosefnunum má skipta í fe...

category-iconHeimspeki

Hver var Aristóteles?

Aristóteles (384–322 f.Kr) var einn mesti heimspekingur og vísindamaður fornaldar. Hann var vel að sér í öllum greinum heimspekinnar, en auk þess var hann einn fremsti náttúruvísindamaður síns tíma, afkastamikill höfundur og, að því er sagan segir, framúrskarandi rithöfundur. Cíceró sagði að orð Aristótelesar stre...

category-iconHugvísindi

Hverjar voru áætlanir Þjóðverja um að ráðast inn í Ísland í seinni heimsstyrjöldinni?

Adolf Hitler varð æfur þegar hann frétti að Bretar hefðu hernumið Íslandi þann 10. maí 1940 og gaf í kjölfarið foringjum sínum í þýska flotanum fyrirskipun um að undirbúa innrás. Skömmu síðar kynntu þeir fyrir honum hernaðaráætlunina Íkarus (þ. Fall Ikarus) sem byggðist á því að innrásarfloti myndi laumast framhjá...

category-iconStærðfræði

Hver var Björn Gunnlaugsson og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Björn Gunnlaugsson (1788–1876) var merkastur íslenskra stærðfræðinga á nítjándu öld. Björn var sonur Gunnlaugs Magnússonar, síðar bónda á Bergsstöðum á Vatnsnesi, og konu hans, Ólafar Björnsdóttur. Gunnlaugur hafði áunnið sér gott orðspor fyrir hugvitssamlegar uppfinningar og þegið viðurkenningar fyrir þær frá kon...

category-iconTrúarbrögð

Getið þið sagt mér eitthvað um hugmyndir Forngrikkja um líf eftir dauðann?

Ilíonskviða Hómers hefst á þessum orðum:Kveð þú, gyðja, um hina fársfullu heiftarreiði Akkils Peleifssonar, þá er olli Akkeum ótölulegra mannrauna, og sendi til Hadesarheims margar hraustar kappasálir, en lét sjálfa þá verða hundum og alls konar hræfuglum að herfangi. (Hóm., Il. 1.1-5. Þýð. Sveinbjarnar Egilssonar...

category-iconStærðfræði

Hver var Gottfried Wilhelm Leibniz og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Gottfried Wilhelm Leibniz (1646-1716) var þýskur heimspekingur og stærðfræðingur, og reyndar lögfræðingur, diplómat, sagnfræðingur og uppfinningamaður, svo eitthvað sé nefnt. Hann er þekktastur fyrir að leggja, samhliða Isaac Newton, grunninn að örsmæðareikningnum, einni hagnýtustu grein stærðfræðinnar, og gefa h...

category-iconHagfræði

Hvernig eykst magn peninga í umferð í heiminum?

Peningar eru gefnir út af seðlabönkum og því verða þeir í þrengsta skilningi til við það að seðlabanki lætur prenta seðla eða slá mynt og setur í umferð. Til dæmis gæti þetta gerst þannig að ríkissjóður tekur lán í seðlabanka og fær það greitt í seðlum sem ríkissjóður notar svo til að kaupa fyrir vörur eða þjónust...

category-iconJarðvísindi

Gæti hækkandi sjávarstaða ógnað byggð á Seltjarnarnesi?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Eru líkur á því að sjávaryfirborð muni hækka t.d. í kringum Seltjarnarnesið þannig að það ógni byggð? Hafa verið byggðir eða stendur til að byggja flóðgarða til að sporna við slíku þar eða hér á landi? Stutta svarið er að ekki hefur verið nógu mikið gert á höfuðborgarsvæði...

category-iconLæknisfræði

Hver var Ibn Sina, öðru nafni Avicenna?

Ibn Sina (Abu Ali al-Husayn ibn Abd Allah ibn Sina), betur þekktur sem Avicenna á Vesturlöndum, var persneskur heimspekingur og fjölfræðingur. Hann fæddist um 980 e.Kr. í þorpinu Afshana nálægt borginni Bukhara sem í dag tilheyrir Úsbekistan.[1] Avicenna er talinn vera einn áhrifamesti heimspekingur Mið-Austurland...

Fleiri niðurstöður