Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 964 svör fundust
Hvað er nú vitað um loftsteininn frá Suðurskautslandinu sem talinn var bera merki um líf á Mars?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Nýlega var mikið rætt um loftstein sem fannst á Suðurskautslandinu og var talinn hafa komið frá Mars fyrir um 13.000 árum. Hvernig er vitað um aldur, og hvernig er hægt að álykta að hann kom frá Mars?Árið 1983 var rannsakaður loftsteinn sem fundist hafði á jaðri Suðurskautsjöku...
Hvað er kjarnorka og hvernig verkar hún?
Til að svara þessari spurningu er best að skoða fyrst uppbyggingu frumeinda. Hún er þannig að lítill kjarni gerður úr óhlöðnum nifteindum og jákvætt hlöðnum róteindum er umlukinn neikvætt hlöðnum rafeindum. Milli kjarneindanna, en svo nefnast nifteindir og róteindir einu nafni, verkar svonefndur kjarnakraftur. Mei...
Hvort eru fleiri fullorðnir eða börn í Afríku?
Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hversu margir búa í Afríku? eru upplýsingar um íbúafjölda í Afríku (og annars staðar í heiminum) nokkuð breytilegar eftir því hvaða heimild er skoðuð. Í svarinu hér á eftir er stuðst við upplýsingar fyrir árið 2000 af heimasíðu Sameinuðu þjóðanna. Til þe...
Hvað er hafsbotnsskorpa?
Skorpan er ysta lag jarðar — undir henni tekur við jarðmöttullinn niður á 2900 km dýpi og loks jarðkjarninn (miðja jarðar er á 6730 km dýpi). Skorpunni er skipt í hafsbotns- og meginlandsskorpu sem einkenna hafsbotnana og meginlöndin eins og nöfnin benda til. Hægt er að lesa meira um jarðskorpuna í svari sama höfu...
Hvers konar rit er Sturlunga?
Þótt höfuðættir landsins hafi flestar hverjar deilt á síðari hluta 12. aldar og fram til 1264 er tímabilið engu að síður kennt við Sturlungaættina sérstaklega og nefnt Sturlungaöld. Ein helsta heimild okkar um þá sögulegu atburði sem áttu sér stað á þessum tíma er Sturlunga saga (einnig nefnd Sturlunga). Sagnarita...
Hver er minnsta mælieiningin?
Minnsta mælieiningin er ekki til svo að okkur sé kunnugt, frekar en minnsta stærðin. Flestir vita hvernig við skiptum metranum í sentímetra og millímetra en millímetrinn er þúsundasti partur úr metra. Míkrómetrinn, sem táknaður er með µm, er síðan milljónasti hluti metrans og nanómetrinn, nm, er milljarðasti partu...
Hversu öflug er öflugasta vetnissprengjan sem kjarnorkuveldi heimsins hafa í fórum sínum?
Vísindavefurinn rekur ekki njósnir og hefur því ekki beint svar á reiðum höndum um hernaðarleyndarmál eins og hér er spurt um. Hins vegar getum við upplýst að stærsta kjarnasprengja sem sprengd hefur verið var 57 MT sovésk sprengja, Tsar Bomba, og var hún sprengd í 4 km hæð yfir Novaja Zemlja þann 30. október ...
Hvers vegna frýs uppsprettuvatn ekki?
Fyrir þessu eru tvær ástæður: Í fyrsta lagi er uppsprettuvatn ekki nógu kalt til að frjósa, og þó að það kynni stundum að kólna alveg niður að frostmarki gæti straumurinn tafið fyrir því að allt vatnið frysi varanlega. Við Íslendingar búum ekki við sífrera sem kallað er, heldur fer frost úr jörð á sumrin á lágl...
Hvert er flatarmál Afríku?
Afríka er önnur stærsta heimsálfan, um 30.365.000 km2 að flatarmáli eða rúmlega fimmtungur af þurrlendi jarðar. Aðeins Asía er stærri. Frá norðri til suðurs spannar Afríka um 8.000 km en mesta vegalengd frá austri til vesturs er um 7.400 km. Strandlína Afríku er um 30.500 km löng eða 7.500 km styttri en strand...
Er löglegt að auglýsa áfengi og tóbak í tímaritum eða blöðum ef þau eru skráð útgefin erlendis?
Í 73. gr. stjórnarskrárinnar er tjáningarfrelsið verndað. Samkvæmt 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar er þó heimilt að setja tjáningarfrelsinu skorður, til dæmis til verndar heilsu manna. Til þess þarf þó skýra lagaheimild og þurfa skorðurnar að teljast nauðsynlegar og samrýmast lýðræðishefðum. Í 20. gr. áfengisla...
Hvernig flyst koltvíoxíð frá vefjum til lungna?
Hér er einnig svar við spurningunni:Hvernig flyst koltvíoxíð með blóði til öndunarfæra? CO2 eða koltvíoxíð er lokaafurð í efnaskiptum vefja. Þetta efni myndast við bruna í frumum (sjá svar sama höfundar um innri öndun) og berst með einföldu flæði frá frumunum sem mynda það í blóðið í nálægum æðum, það er að segja...
Er eitthvað vitað um uppruna romsunnar "úllen dúllen doff..."?
"Úllen dúllen doff" er ein vinsælasta úrtalningarromsan sem íslensk börn nota og hefur verið það lengi. Flest börn hafa hana svona: Úllen dúllen doff kikke lane koff koffe lane bikke bane úllen dúllen doff. Ljóst er að þessi romsa kemur snemma til Íslands. Í handriti eftir fræðimanninn Brynjólf Jónsson frá Mi...
Hvernig breytist líkami stráka við kynþroska?
Vísindavefurinn hefur fengið töluvert af spurningum sem tengjast kynþroska á einn eða annan hátt. Til dæmis: Hvenær hætta typpi að stækka? Hvað fá strákar annað en bara mútur, hár og standpínu? Á kynþroskaskeiðin verða ýmsar breytingar á líkamanum sem koma fram vegna áhrifa kynhormóna, eins og fjallað er um...
Hver eru helstu einkenni kynþroskaskeiðs?
Vísindavefurinn hefur fengið töluvert af spurningum sem tengjast kynþroska á einn eða annan hátt. Til dæmis: Af hverju fær maður hár á kynfærin? Hvers vegna vaxa punghárin? Fara stelpur í mútur? Getur röddin í stelpum breyst? Hvenær fara strákar í mútur? Breytist hárvöxtur á leggjum ungra kvenna við kynþros...
Hvaðan er orðatiltækið að vera í essinu sínu upprunnið? Hvaða ess er átt við?
Orðasambandið að vera í essinu sínu, 'vera mjög vel fyrir kallaður, vera upprifinn' er fengið að láni úr dönsku, at være i sit es. Sama orðasamband er einnig til í þýsku, in seinem Esse sein. Hvorugkynsorðið ess er þekkt í málinu allt frá því á 17. öld í merkingunni 'gott ástand'. Es í dönsku er talið eiga ræt...