Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 156 svör fundust
Hvernig lýsir það sér að vera með oflæti eða maníu?
Oflæti, eða manía, er ásamt þunglyndi eitt aðaleinkenni tvískautaröskunar (bipolar disorder), geðröskunar sem lýsir sér í miklum skapsveiflum. Á þunglyndistímabilum verður fólk með tvískautaröskun vansælt, áhugalaust og orkulítið. Í oflæti er það aftur á móti ört og hátt uppi, jafnvel eirðarlaust og æst. Við væ...
Hafa jarðskjálftar á Reykjanesskaga valdið miklum skaða?
Ekki er vitað um marga skjálfta með upptök á Reykjanesskaga sem valdið hafa skaða. Áhrifamestur var stærsti skjálftinn sem þar hefur mælst, en hann varð í Brennisteinsfjöllum í júlí 1929, af stærðinni 6,2. Hans gætti nokkuð í Reykjavík, þar sem einhverjar skemmdir urðu á húsum, bæði hlöðnum og steyptum, sprungur ...
Finnast eiturefni í íslenskum fiskum?
Í mjög stuttu máli er hægt að svara spurningunni á eftirfarandi hátt:Niðurstöður rannsókna benda til þess að magn þungmálma og þrávirkra efna sé mjög lítið á helstu fiskimiðum við landið. Undantekning er kadmín, sem mælist hátt í íslensku sjávarlífríki og kopar og sink sem mælast hátt í kræklingi. Það má að öllu...
Hvers vegna gætir sjávarfalla tvisvar á sólarhring?
Þetta stafar af því að jörðin hreyfist um sameiginlega massamiðju jarðar og tungls, fyrir áhrif þyngdarkrafts frá tunglinu. Þessi kraftur á höfin sem snúa að tunglinu er meiri en þarf til að halda þeim á þessari hreyfingu. Því leitar vatnið þar í átt að tunglinu og sjávarborð hækkar. Þyngdarkraftur frá tunglinu á ...
Hvers vegna eru seldar sígarettur ef það er vitað að þær drepa?
Í dag er það talið almenn vitneskja að það sé óhollt að reykja og að það getur orsakað ýmsa sjúkdóma og kvilla, jafnvel dregið fólk til dauða. Mörg mjög skaðleg og hættuleg efni er að finna í sígarettum svo sem nikótín, tjöru og kolsýrling eða kolmónoxíð (CO). Þetta er þó aðeins brot af þeim efnasamböndum sem er a...
Er heilastofn og heilabörkur það sama? Ef ekki, hvað er þá heilabörkur?
Þegar fjallað er um heilann er venjan að skipta honum upp í nokkur svæði. Gjarnan er talað um framheila, miðheila og afturheila. Önnur svæðaskipting sem oft er notuð felur í sér að skipta heilanum í heilastofn (e. brain stem), milliheila (e. diencephalon), hvelaheila (e. cerebrum) og litla heila/hnykil (e. cerebe...
Getið þið sagt mér helstu atriðin um Johann Sebastian Bach?
Johann Sebastian Bach fæddist í bænum Eisenach í Þýskalandi árið 1685 og lést árið 1750. Bach var af ætt margra tónlistarmanna, organista og tónskálda. Eins og faðir hans, Johann Ambrosius Bach, átti J. S. Bach eftir að þróa með sér hæfileikann að semja barokktónlist. Þrátt fyrir það varð Bach ekki þekktur fyr...
Hvað hafa Íslendingar unnið til margra verðlauna á Ólympíuleikum?
Íslendingar hafa átt þátttakendur á 19 Ólympíuleikum (en hér er aðeins átt við sumarólympíuleika). Fyrst árið 1908, næst árið 1912 (í bæði skiptin undir fána Dana), svo árið 1936, þá fyrst sem fullvalda þjóð, og allar götur síðan. Þess ber að geta að engir Ólympíuleikar fóru fram árin 1916, 1940 og 1944 vegna strí...
Hvernig get ég búið til sólarrafhlöðu og hvað þarf í hana?
Ljósspennurafhlöð sem gerð voru úr hreinum kísli voru aflgjafar gerfitungla á sjötta áratug 20. aldar. Ljósspennurafhlað er í raun sólknúin rafhlaða þar sem eina eldsneytið er ljósið sem drífur hana. Ljósspennurafhlað er gert úr hálfleiðandi efni sem í hefur verið myndað pn-skeyti, sem hefur mikið flatarmál. Þetta...
Háskólalestin á Djúpavogi 2019
Háskólalestin fór á Djúpavog 24. og 25. maí og seinni daginn var haldin vísindaveisla á Hótel Framtíð á Djúpavogi. Fjölmargir gestir gátu þar gert ýmsar tilraunir í efnafræði, skoðað undur eðlisfræðinnar og kynnt sér japanska menningu, svo nokkur dæmi séu nefnd. Vísindavefur HÍ lagði einnig allmargar þrautir og gá...
Hvað notuðu Bandaríkjamenn og Rússar til að skrifa úti í geiminum?
Í geimnum er ekki hægt að nota venjulega kúlupenna því að þar er þyngdarleysi og oft miklar hitabreytingar. Að skrifa með kúlupenna í þyngdarleysi er eins og að reyna að skrifa upp í móti. Þyngdarkrafturinn dregur blekið ekki fram að kúlunni og penninn skrifar ekki. Penni sem er ætlaður til að nota í geimnum þarf ...
Hvernig fara hreindýratalningar fram?
Fyrsta opinbera talningin á hreindýrum var haustið 1939 en þá fór Helgi Valtýsson að tilstuðlan Viðskiptamálaráðuneytisins ríðandi í Kringilsárrana til að telja hreindýr. Þann 22. desember sama ár voru samþykkt lög frá Alþingi þar sem heimilað var að skipa sérstakan hreindýraeftirlitsmann og skyldi hann meðal ...
Hvers vegna ráðast hundar á ketti?
Margir hafa sent inn fyrirspurn um hvers vegna hundum og köttum kemur svona illa saman. Aðrir spyrjendur eru: Jóhann Helgi Stefánsson (f. 1989), Bjarni Ragnarsson, Olga Helena (f. 1991), Steinunn Ragnarsdóttir (f. 1990), Valdimar Halldórsson (f. 1993), Sigrún Aagot Ottósdóttir (f. 1992), Aþena Björg (f. 1990), Þ...
Hvað er nýrómantík?
Þegar talað er um nýrómantík í bókmenntum er átt við stefnu sem spratt upp í evrópsku borgarsamfélagi undir lok 19. aldar. Nýrómantíkin er framhald af táknsæisstefnunni (e. symbolism) og var í andstöðu við raunsæi og natúralisma (e. naturalism) sem mikið bar á fyrr á öldinni. Nýrómantíkin var því að mörgu leyti af...
Af hverju hugsa strákar bara með klofinu?
Það er stundum haft á orði að strákar hugsi með klofinu. Þetta ber þó vitanlega ekki að skilja bókstaflega enda hugsum við öll með heilanum. Hér er átt við að karlmenn hafi meiri áhuga á kynlífi en konur. Spurningin snýst þess vegna í grunninn um það af hverju strákar og stelpur hugsi ekki eins. Kannski mundu m...