Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1350 svör fundust
Er munur á alþjóðafyrirtæki og fjölþjóðafyrirtæki?
Þessi orð eru notuð jöfnum höndum og vart hægt að segja að munur sé á merkingu þeirra eða að annað sé réttara en hitt. Reyndar er merking beggja orðanna nokkuð loðin; það er ekki ljóst hvenær fyrirtæki telst alþjóða- eða fjölþjóðafyrirtæki og hvenær ekki. Er til dæmis nóg að fyrirtækið eigi viðskipti við aðila ...
Hvenær kemur orðið unglingur inn í málið?
Samkvæmt seðlasafni Orðabókar Háskólans er unglingur 17. aldar orð og er elst dæmi í safninu úr Grobbíansrímum sem eignaðar hafa verið Guðmundi Erlingssyni en einnig öðrum höfundum. Þar stendur: En unglingur af óvananum ei vill láta lítt gegnandi boði blíðu en bitur varð af reiði og stríðu. Aðalsteinn Eyþórs...
Hvað merkir orðtakið „hver og hver og vill og verður“ og hvaðan er það upprunnið?
Spurnarsetningin hver og hver og vill er mjög vel þekkt og notuð þegar verið er að bjóða eitthvað eða fá sjálfboðaliða til einhvers. „Hver og hver og vill fara út í búð?“ eða „Hver og hver og vill síðasta bitann af kökunni?“ Viðbótinni ... og verður er stundum skeytt aftan við og jafnvel ... að lofa og þá oftas...
Ég var að grúska í gamalli símaskrá frá 1941 og þar er mikið talað um símnefni, hvað er það?
Símnefni var stytt nafn eða sérstök nafnmynd fyrirtækis notuð til sparnaðar í símskeytum. Greiða þurfti fyrir hvert orð og kom sér þá vel að geta notað styttinguna. Í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er til dæmis þetta dæmi úr tímaritinu Ægi frá 1914:Símnefni Jakobs Gunnlögssonar í Khöfn er: Starfsemi, Köbenhavn. ...
Hvað getur þú sagt mér um Klinefelter-heilkenni?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hver eru einkenni XXY-litningagalla? Klinefelter-heilkenni var fyrst lýst árið 1942 þegar maður að nafni Klinefelter gaf út skýrslu um níu karlmenn sem höfðu óvenjustór brjóst, gisinn hárvöxt í andliti og á líkama, og lítil eistu sem mynduðu ekki sæði. Þessi einkenni hlutu heitið...
Hvernig ber að umrita grísk og latnesk nöfn á íslensku?
Sérhvert tungumál hefur sinn háttinn á meðferð grískra og latneskra nafna. Á þeim tungumálum sem ekki eru rituð með grísku letri þarf augljóslega að umrita grísk nöfn með einhverjum hætti. Auk þess breytast ósjaldan bæði grísk og latnesk nöfn á ýmsa vegu þegar þau berast yfir í önnur tungumál. Stundum verða til ák...
Getur maður gefið helminginn af lifrinni sinni til manneskju með skemmda lifur?
Já, að vissum skilyrðum uppfylltum getur einstaklingur gefið hluta lifrar sinnar til annarrar manneskju með skemmda lifur. Þessi skilyrði eru að vera á aldrinum 18-60 ára, vera í blóðflokki sem hæfir blóðflokki lifrarþegans og vera jafnstór eða stærri en þeginn. Hvað mestu máli skiptir er þó að lifrargjafi sé hrau...
Var engilsaxneska á 14. öld lík þeirri ensku sem nú er töluð í Bandaríkjunum og Bretlandi?
Á 14. öld var töluð í Bretlandi svokölluð 'miðenska', sem var töluvert frábrugðin þeirri ensku sem við þekkjum nú. Hún hafði breyst mikið frá engilsaxnesku eða fornensku, sem töluð var í Englandi fram eftir 12. öld, en fornenska var mun líkari íslensku en nútímaenska. Miðenska var rík af mállýskum, bæði rituðum og...
Var Einstein samkynhneigður?
Nokkuð hefur verið ritað um Einstein og framlag hans til vísindanna hér á Vísindavefnum, enda ástæða til þar sem hann var einn fremsti eðlisfræðingur allra tíma. Hingað til hefur hins vegar ekki verið fjallað hér um kynhneigð Einsteins og er ástæðan einfaldlega að hún skiptir harla litlu máli í samanburði við k...
Töluðu steinaldarmenn tungumál?
Vísindamenn, sem rannsaka þróunarsögu mannsins, eru flestir þeirrar skoðunar að frummaðurinn hafi notað bendingar og líkamshreyfingar til þess að ná sambandi við aðra sinnar tegundar. Þessa hugmynd byggja þeir á hegðun simpansa en margar og mismunandi kenningar eru um hvað í raun greini manninn frá simpansanum. ...
Hvað heita allir hinir ólíku hlutar handarinnar?
Samkvæmt íslenskri orðabók er hönd „fremsti hluti handleggjar á manni, framan við úlnlið“. Fingurnir fimm hafa nokkur heiti eins og hægt er að lesa um í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Af hverju heita allir puttarnir fingur nema einn sem heitir TÖNG, langatöng? Talið frá þumli eru þau: þumall, þumalfingur,...
Hvaðan kemur orðatiltækið að vera komin á steypirinn?
Nafnorðið steypir „sá sem steypir, veltir um koll; barnsburður; heljarþröm“ er leitt af sögninni steypa „fella; hafa endaskipti á; varpa (sér), svipta völdum“. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Haskólans er frá síðari hluta 16. aldar: Verøllden [ [...]] anar framm [ [...]] og giæter ecke ad fyrr enn hun er k...
Hvað þýða orðin libero og lido og úr hvaða tungumáli eru þau?
Orðið libero er í ítölsku orðabókinni okkar. Það er lýsingarorð og þýðir 'frjáls', 'laus', 'ólofaður'. Orðið gæti sjálfsagt verið til í fleiri tungumálum enda er það af þekktum latneskum stofni. Lýsingarorðið heitir á latínunni liber og skyld því eru orð eins og liberatio, 'frelsun', libertas, 'frelsi', liberi, 'b...
Eru til einhverjar fastar skilgreiningar á því hvað er kallað fjall og hvað hóll?
Engar fastar skilgreiningar eru til á þessu, að minnsta kosti ekki ennþá, en samkvæmt málskyni íslenskumælandi manna er fjall stærst, þá fell, síðan hóll, en þúfa minnst. Öll koma þessi orð fyrir í örnefnum, og rétt stærðaröð kemur til dæmis fram í örnefnunum Akrafjall, Búrfell, Orrustuhóll og Svalþúfa. Örnefn...
Hvaðan er orðið skæruliði komið og hvenær var það fyrst notað?
Farið er að nota orðið skæruliði og samsetningar með því sem fyrri lið um miðja 20. öld. Orðið skæra í merkingunni 'bardagi, deila, minni háttar vopnaviðskipti' er miklu eldra og þekktist þegar í fornu máli. Skæruliðar taka þátt í skæruhernaði, en það orð er frá svipuðum tími og skæruliði. Skæruhernaður er skilgre...