Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 427 svör fundust
Hvernig fara vísindamenn að því að aldursgreina hafsbotninn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig vitum við hvaða hafsbotn er yngstur og hvaða hafsbotn er elstur? Aldur hafsbotnsins hefur verið ákvarðaður út frá bergsegulmælingum, einnig aldursgreiningum á bergi og setlagagreiningum þar sem borað hefur verið í hafsbotninn. Þrátt fyrir að elsta berg á yfirborði...
Hver var hinn kínverski Konfúsíus og hvað er konfúsíanismi?
Eins þversagnakennt og það kann að hljóma var konfúsíanismi til á undan Konfúsíusi. Það sem á Vesturlöndum kallast „konfúsíanismi“ er þýðing á kínverska orðinu rujia (儒家), en það var heiti á hópi menntamanna í Kína til forna sem voru sérfróðir um hefðbundnar helgiathafnir. Konfúsíus tilheyrði sjálfur...
Hvaða máli skipti þróunarkenning Darwins fyrir þróun sálfræðinnar?
Þróunarkenning Darwins er um það hvernig samspil umhverfisaðstæðna og arfgengra eiginleika leiðir til þróunar dýrategunda. Grunnatriðið er þetta: Ef eiginleikar sem stuðla að auknum lífvænleika og frjósemi hjá lífveru og afkomendum hennar eru til í mismiklum mæli hjá einstaklingum innan tegundar og þeir erfast mil...
Af hverju keyra sumar þjóðir vinstra megin og aðrar hægra megin?
Vinstri umferð á sér mjög langa sögu. Þegar vopnaðir menn mættust, gangandi eða ríðandi, var tryggast að hafa höndina sem sverðinu brá sömu megin og sá var, sem á móti kom. Örvhentir riddarar urðu sjaldan ellidauðir. Þegar Bónifasíus áttundi páfi bauð pílagrímum árið 1300 að víkja til vinstri, var hann aðeins ...
Hvað eyða raftækin miklu rafmagni?
Hér er eftirfarandi spurningum svarað: Hvað eyðir prentari miklu rafmagni? (Jóhanna) Hver er kostnaðurinn við að hafa kveikt á tölvu og/eða tölvuskjá miðað við einn sólarhring og núverandi gjaldskrá orkuveita? (Gunnar) Hver er kostnaðurinn við notkun fartölvu miðað við notkun almennrar ljósaperu? (Hafliði) Hva...
Hvað er arður, samkvæmt skilningi hagfræðinnar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig skilgreinir hagfræðin hugtakið „arður“? Getur fyrirtæki tekið út arð ef það skuldar? Þá ekki lögfræðilega, heldur samkvæmt skilgreiningunni á orðinu. Arður er íslensk þýðing á alþjóðlega hugtakinu dividend. Með arði er átt við greiðslur fyrirtækis í atvinnurekstri t...
Hvað er embætti sýslumanns gamalt og hvað var yfirvaldið kallað fyrir það?
Fram yfir miðja 13. öld, á svonefndum þjóðveldistíma, réðu goðar yfir héruðum landsins og ekki er hægt að tala um miðstjórnarvald að öðru leyti en því að þeir komu með þingmönnum sínum til fundar á alþingi á Þingvöllum á sumrum, enda giltu ein lög í landinu sem nú ganga undir nafninu Grágás. Eftir að íslenskir höf...
Hverjir voru samúræjar og hvaða hlutverki gegndu þeir?
Yfirleitt er talað um samúræja sem meðlimi hermannastéttar í stéttskiptu þjóðfélagi Japans fram undir lok 19. aldar. Samurai þýddi upphaflega hermaður, bushi, af aðalsættum en náði brátt yfir alla meðlimi hermannastéttarinnar sem risu til valda á 12. öld og réðu ríkjum í Japan allt til ársins 1868 þegar völd þeirr...
Hver var Jacques Derrida og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Um franska heimspekinginn Jacques Derrida (1930-2004) er óhætt að fullyrða að hann hafi verið býsna umdeild persóna sem öðru fremur helgaði sig linnulausri gagnrýni á hvers kyns ríkjandi valdhafa og kennivald. Enda þótt menntun hans hafi að mörgu leyti verið dæmigerð fyrir franska heimspekinga var samband hans við...
Hvenær í þróunarsögu hryggdýra kom kjálkinn fyrst fram og hvaða áhrif hafði það?
Tilkoma kjálkans er talin vera eitt af merkilegustu atvikum í þróunarsögu hryggdýra því hún opnaði nýja möguleika í fæðuöflun. Kjálkar gerðu hryggdýrum kleift að bíta í önnur dýr og þannig nýta aðra fæðu og beita veiðiaðferðum sem voru kjálkleysingjum ómögulegar.[1] Uppruni hryggdýra er að mörgu leyti nokkuð ól...
Hvenær breyttist jafnréttisbaráttan úr því að vera jafnréttisbarátta í það að vera jafnstöðubarátta?
Megininntak þessarar spurningar lítur að því hvað tilgreinir hvort við séum jöfn. Og eins og spyrjandi hefur komið auga á þá er það ekki endilega réttur okkar í lagalegum skilningi þess orðs. Raunar samsvarar hugtakið jafnrétti frekar hugtakinu equal rights á ensku frekar en 'equality' sem mest er notað í jafnrét...
Hvað er diskó og hvernig varð sú tónlist til?
Upprunalega spurningin hljómaði svona: Hvernig má segja að diskóið hafi byrjað? Eða hver voru upptök þess og hvers vegna byrjaði það? Þegar litið er yfir sögu og þróun dægurtónlistarinnar er ljóst að diskótónlistin og menningarheimur hennar skipar þar veglegri sess en margan grunar. Tónlistin skaut fyrst ró...
Hvað er átt við með auga fyrir auga og tönn fyrir tönn og hvaðan kemur það?
„Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn“ hefur orðið að föstu orðatiltæki í vestrænum heimi, sem vísar til grundvallarlögmáls í lögum og rétti fornra samfélaga, svokallað lex talionis, „lög jafns endurgjalds“ eða „endurgjaldsrefsingu“. Merking latneska orðsins talio felur í sér að einhverjum sé endurgoldið í sömu mynt...
Hver er Jürgen Habermas og hvert er framlag hans til vísindanna?
Jürgen Habermas er af mörgum talinn fremsti heimspekingur Þýskalands í dag og einn merkasti kenningasmiður samtímans á sviði félagsvísinda. Hann tilheyrir þeim hópi núlifandi meistarahugsuða sem erfitt er að staðsetja nákvæmlega samkvæmt viðtekinni skiptingu greina í fræðaheiminum. Verk hans spanna breitt svið inn...
Hvað hétu lærisveinar Jesú?
Hugtakið „lærisveinar Jesú“ er víðtækt og tekur til hins stóra hóps fylgjenda Jesú sem allir voru nefndir lærisveinar. Hinn stóri hópur lærisveina taldi bæði konur og karla og eru nokkrir einstaklingar innan hans nafngreindir í guðspjöllunum. Lúkasarguðspjall nefnir í áttunda kaflanum nokkrar konur sem hafi hjálpa...