Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 912 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er Frakkland mörgum sinnum stærra en Ísland?

Flatarmál Íslands er um það bil 103 þúsund km2 (ferkílómetrar) en Frakklands um 544 þúsund km2. Frakkland er því um 5,28 sinnum stærri en Ísland. Þess má geta að Frakkland er þriðja stærsta land Evrópu á eftir Rússlandi og Úkraínu en Ísland lendir í 16 sætinu þegar löndum álfunnar er raða eftir flatarmáli. ...

category-iconLögfræði

Hvað þýðir það að skip sigli undir hentifánum?

Þegar skip sigla undir öðrum fána en eigin ríkisfána er sagt að þau sigli undir hentifánum. Ástæða þessa er yfirleitt fjárhagslegur ávinningur, til dæmis hvað varðar skráningargjöld, en skipin greiða þá aðeins ákveðin gjöld til þess ríkis sem þau kenna sig við. Íslensk skip hafa í mörgum tilvikum siglt undir öðrum...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur haförn drepið álft?

Undir ákveðnum kringumstæðum getur haförn vissulega drepið álft, til dæmis ef álftin er aðframkomin vegna meiðsla eða annars sem haft hefur áhrif á heilbrigði hennar og styrk. Það er hins vegar afar ólíklegt að haförn leggi í fullvaxna og fullfríska álft þar sem þær eru geysilega sterkir fuglar. Hætt er við að slí...

category-iconLandafræði

Af hverju er nepalski fáninn ekki ferkantaður?

Hefðin fyrir ferhyrndum þjóðfánum á líklega rætur að rekja til siglingafána sem notaðir voru í Evrópu og öðrum Miðjarðarhafslöndum fyrr á tímum. Vissulega voru notuð flögg með öðru lagi en smám saman festist þessi ferhyrnda lögun með ákveðnum hlutföllum milli lengdar og breiddar í sessi. Í mörgum tilfellum urðu si...

category-iconLandafræði

Hver er höfuðborg Bretlands? Hve margir búa þar og hve stór er hún?

Eins og segir í svari EDS við spurningunni Er Bretland land eða heiti á mörgum löndum saman? er „Bretland heiti á ríki sem nær yfir svæðin England, Skotland, Wales og Norður-Írland auk eyja í grennd.“ Breska konungsfjölskyldan hefur aðsetur í Buckingham-höll. Höfuðborg Bretlands heitir London eða Lundúnir en b...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er stærsti skógur Kanada?

Það getur verið erfitt að greina einn skóg frá öðrum á miklum skógarsvæðum, líkt og fyrirfinnast í Kanada. Það má því kannski segja að hinn víðáttumikli barrskógur sem er nánast samfeldur stranda á milli, sé langstærsti skógur landsins! Mynd af Kanada tekin úr gervitungli. Skógarþekja Kanada er um 3,46 milljón f...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað kallast fólkið frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á íslensku?

Sameinuðu arabísku furstadæmin kallast United Arab Emirates á ensku og á því tungumáli er orðið Emiratis notað þegar vísað er til þegnanna. Íslenskan virðist hins vegar ekki eiga neitt orð yfir íbúa landsins ef marka má lista yfir ríkjaheiti sem er að finna á vef Árnastofnunar. Listi þessi var tekinn saman af...

category-iconVísindi almennt

Hverjir eru komnir af Karlamagnúsi?

Í hnotskurn er svarið við þessari spurningu: Allir menn, að minnsta kosti allir sem eru af evrópsku bergi brotnir. Karl mikli Frankakonungur og síðar rómverskur keisari, öðru nafni Karlamagnús (Charlemagne), var uppi 742-814. Hann átti mörg börn, bæði skilgetin og óskilgetin, og veldi hans stóð víða um Evrópu. ...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað hefur vísindamaðurinn Ólafur H. Wallevik rannsakað?

Ólafur H. Wallevik er forstöðumaður Rannsóknastofu byggingariðnaðarins (Rb) við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og prófessor við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur meðal annars lagt stund á rannsóknir og þróun á steinsteypu um langt skeið (í félagi við nemendur sína og innlenda og erlenda vísindamenn), einkum þó seigjufr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað heitir kvenkyns hákarl? Er það hámeri?

Orðið hámeri er vissulega í kvenkyni en það er þó alls ekki heiti yfir kvendýr hákarla heldur nafn á sérstakri tegund háfiska (Pleurotremata). Hámeri á því bæði við um kven- og karldýr tegundarinnar, rétt eins og orðið hákarl er notað bæði fyrir kven- og karldýr hákarla. Háfiskar (eins og hámeri, hákarlar og háfar...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju var lýðveldi stofnað á Íslandi og hver stofnaði það?

Lýðveldi þýðir að þjóðhöfðingi ríkis erfir ekki embættið heldur er kjörinn. Stofnun lýðveldis á Íslandi árið 1944 markaði endalok sambands Danmerkur og Íslands sem staðið hafði í aldir. Smá saman höfðu Íslendingar þó fengið aukið sjálfstæði. Fyrst fengum við löggjafarvald í séríslenskum málum (1874), heimastjórn (...

category-iconBókmenntir og listir

Hver eru helstu og elstu handrit Heródótosar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn. Það virðist afskaplega erfitt að finna áreiðanlegar upplýsingar og nýtanlegar heimildir á veraldarvefnum um tilurð og aldur handrita sagnaritara eins og Heródótosar. Spurning mín er því sú. Hver eru helstu og elstu handrit af "Herodotus Histories" og aldursgrei...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna þarf sá sem fær flest atkvæði í forsetakosningum í Bandaríkjunum ekki endilega að verða fyrir valinu?

Meginástæðan fyrir þessu er sú að kosningarnar eru óbeinar. Heildarmagn atkvæða ræður ekki úrslitum eins og við eigum að venjast, heldur kjósa ríkin hvert um sig kjörmenn sem koma síðan saman og velja forsetann. Þar við bætist að kjörmönnum hvers ríkis er ekki úthlutað í hlutfalli við atkvæðatölur í ríkinu heldur ...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á efri og neðri deild Bandaríkjaþings?

Bandaríkjaþingi er skipt í tvær deildir, öldungadeild og fulltrúadeild. Um þær er gjarnan talað sem efri og neðri deildir þótt þær séu ekki skilgreindar þannig í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í fyrstu grein stjórnarskrárinnar er löggjafarvaldið sett í hendur þingsins og því skipt í tvær deildir. Báðar deildirnar þur...

category-iconHeimspeki

Hver er munurinn á kommúnista og femínista?

Eins og með flesta „isma“ og „ista“ þá er hvorki til ein og endanleg skilgreining á femínista né kommúnista. Um er að ræða fjölbreyttar stefnur og hreyfingar og má finna um þær fjöldamörg dæmi í mannkynssögu síðustu alda frá ólíkum svæðum jarðar. En einnig er um að ræða hugmyndir eða hugsjónir sem fólk nýtir til a...

Fleiri niðurstöður