Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 414 svör fundust
Gildir stjórnarskrá Íslands bara fyrir Íslendinga eða fyrir alla þá sem eru staddir á Íslandi?
Stjórnarskráin, líkt og önnur íslensk lög, gildir um alla þá sem staddir eru á íslensku yfirráðasvæði. Sum réttindi og skyldur samkvæmt lögum og stjórnarskrá eru hins vegar bundin tilteknum skilyrðum og getur íslenskt ríkisfang verið þeirra á meðal. Á það til dæmis við um kosningarétt við kosningar til Alþingis, s...
Hafa erfðaþættir áhrif á veirusýkingar?
Upprunalega spurningin var: Skipta erfðir hýsils máli í sýkingum vegna veira eða annara sýkla? Breytileiki í einkennum lífvera orsakast af erfðum, umhverfi, samspili hvoru tveggja eða tilviljunum. Munur er á styrk áhrifanna eftir eiginleikum. Form vængja ávaxtaflugna eða munnvídd fólks eru dæmi um breytilei...
Hvernig getur faraldur eins og COVID-19 náð hámarki og dvínað svo án þess að hjarðónæmi hafi náðst?
Faraldrar smitsjúkdóma eru margslungnir og flóknir - það má með sanni segja að þeir séu jafn fjölbreyttir og sýklarnir sem valda þeim. Það gerir okkur um leið erfitt að spá fyrir um þróun þeirra, þó til séu aðferðir sem aðstoða okkur við slíkt, eins og lesa má um í svari við spurningunni Er hægt að reikna hvernig ...
Getið þið sagt mér eitthvað um smástirnabeltið sem er á milli Mars og Júpiter?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Getið þið sagt mér eitthvað um loftsteinabeltið sem er á milli Mars og Júpíter og talið er hafa verið reikistjarna einu sinni? Árið 1772 kynnti þýski stjörnufræðingurinn Johann Elert Bode (1747-1826) reglu sem virtist gilda um fjarlægðir frá sólu til þeirra sex reikistjarna ...
Hvað er frumspeki?
Frumspeki er undirgrein heimspekinnar sem fjallar um eðli veruleikans. Á ensku heitir frumspeki metaphysics en það og samsvarandi orð í öðrum málum er komið úr grísku. Þegar ritverk Aristótelesar voru gefin út á 1. öld f. Kr. var bókunum um frumspeki nefnilega gefinn titillinn ta meta ta physika sem merkir „bækurn...
Geta hljóð eins og I-Doser valdið vímu eða öðrum jafnvel skaðlegum áhrifum á hugarstarf og líðan?
Undanfarið hefur svokallaður I-Doser verið nokkuð í fréttum, en um er að ræða hljóðskrár sem sagðar eru geta haft veruleg áhrif á hugarástand fólks. Framleiðandi hljóðskránna heldur því fram að þær „samstilli heilabylgjurnar“ með „tvíhlustarslætti“ (e. binaural beats). Þannig geti þær haft sefandi áhrif og jaf...
Stóð sjávarborð við Ísland hærra eða lægra á þjóðveldistímanum en í dag?
Í aldanna rás hefur sjávarborð við strendur Íslands einkum ákvarðast af þremur breytum: magni vatns í heimshöfunum, jarðskorpuhreyfingum af völdum breytinga á jökulfargi,fjarlægð frá rekbeltum og heitum reit sem tengist landreki. Í fyrsta lagi er það magn vatns í höfunum en það ákvarðast einkum af því rúmmál...
Hvernig verða frumeindir til?
Hér er steypt saman í eitt svar svörum við mörgum tengdum spurningum. Í upphafi skal nefnt að höfundur treystir sér ekki til að svara því af hverju frumeindir, eða atóm, eru til en rakið verður hvernig þær verða til. Það varpar ef til vill einhverju ljósi á tilvistarspurninguna. Frumeindir hafa orðið til með tv...
Er slæðan í íslam notuð til að kúga konur?
Ómögulegt er að svara þessari spurningu með annað hvort jái eða nei-i. Slæðan sem sumar múslímakonur bera getur táknað ýmislegt. Með henni geta konur til að mynda verið að tjá menningu sína og sögu, afstöðu til trúarbragða og annarra skoðana. Slæðan getur einnig verið birtingarmynd kúgunar feðraveldis og stjórnval...
Af hverju klæðast sumar íslamskar konur búrku, hvenær varð sá siður til?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hver er uppruni búrku, niqab og hijab og hver er munurinn á þessu þrennu? Af hverju klæða margar múslímskar konur sig í búrku, niqab og hijab? Arabíska orðið hijab er notað um eina tiltekna tegund slæðu sem margar múslimakonur bera. Það er einnig samheiti yfir allar gerðir af s...
Hverjir semja reglurnar um flóttamenn?
Mikilvægustu reglurnar um flóttamenn eru alþjóðlegar og samræmdar í öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna með svokölluðum flóttamannasamningi. Hann var undirritaður árið 1951 af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna og við hann var bætt árið 1967. Ísland gerðist aðili að samningnum árið 1957. Hvert þjóðríki setur sín...
Getið þið sagt mér hvernig dýralíf á Ítalíu er?
Það kemur þeim sem hafa ferðast um Ítalíu og skoðað fagrar borgir eða flatmagað á sólarströndum landsins eflaust á óvart að víða á Ítalíu eru fögur svæði með miklu dýralífi. Á Ítalíu eru meðal annars leifar af upprunalegri fánu svæðisins eins og hún var á tímum Rómaveldis. Þessi svæði eru bundin við þjóðgarða og þ...
Hvenær í þróunarsögu hryggdýra kom kjálkinn fyrst fram og hvaða áhrif hafði það?
Tilkoma kjálkans er talin vera eitt af merkilegustu atvikum í þróunarsögu hryggdýra því hún opnaði nýja möguleika í fæðuöflun. Kjálkar gerðu hryggdýrum kleift að bíta í önnur dýr og þannig nýta aðra fæðu og beita veiðiaðferðum sem voru kjálkleysingjum ómögulegar.[1] Uppruni hryggdýra er að mörgu leyti nokkuð ól...
Hvað er lesblinda? Er hægt að lækna hana?
Orðið lesblinda Lesblinda er íslensk þýðing á orðinu dyslexia sem er notað í flestum erlendum málum. Oftast er orðið notað til að lýsa því þegar börn eiga í erfiðleikum með að læra að lesa þótt orðið sé einnig haft um það þegar fólk glatar lestrarhæfni við afmarkaða heilaskaða. Íslenska orðið lesblinda virð...
Hver var Joseph Lister og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?
Joseph Lister, stundum kallaður faðir nútímaskurðlækninga, er einn af frumkvöðlum smitvarna. Hann var enskur skurðlæknir sem innleiddi nýjar aðferðir við sótthreinsun með notkun karbólsýru sem urðu til þess að umbreyta aðferðum í skurðlækningum á síðari hluta 19. aldar. Afrek hans lá í því að gera sótthreinsun að ...