Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er slæðan í íslam notuð til að kúga konur?

Vala Bjarney Gunnarsdóttir

Ómögulegt er að svara þessari spurningu með annað hvort jái eða nei-i. Slæðan sem sumar múslímakonur bera getur táknað ýmislegt. Með henni geta konur til að mynda verið að tjá menningu sína og sögu, afstöðu til trúarbragða og annarra skoðana. Slæðan getur einnig verið birtingarmynd kúgunar feðraveldis og stjórnvalda.

Slæður múslímskra kvenna eru fernskonar: níkab, tjador, búrka og híjab. Í ensku eru notuð orðin: niqab, chador, burka og hijab. Hægt er að lesa meira um muninn á þeim í svari eftir sama höfund við spurningunni Af hverju klæðast sumar íslamskar konur búrku, hvenær varð sá siður til?

Ekki er hægt að rekja uppruna slæðunnar beint til íslam þar sem sá siður að konur huldu sig á einhvern hátt var til staðar löngu fyrir tíma íslam. Elstu þekktu dæmi um slíkt er að finna í Mesópótamíu fyrir um 5.000 árum. Slæður hafa þess vegna verið notaðar til þess að flokka konur á einn eða annan hátt um árþúsundir. Þær greindu til dæmis á milli kvenna sem voru eiginkonur eða dætur manna og ambátta eða vinnukvenna. (Goto, 2004, bls. 279).

Mynd úr verslun í Jerúsalem sem sýnir híjab á gínum. Híjab er slæða sem hylur aðeins hár og háls.

Þegar líða tók á síðasta fjórðung 20. aldar varð algengara en áður að konur bæru slæðuna. Enn meiri aukning varð á siðnum eftir 11. september 2001.

Hægt er að segja að slæðan hafi verið notuð sem kúgunarvald stjórnvalda á tvennan hátt. Stjórnvöld hafa bæði þvingað konur til að hylja sig með slæðunni og bannað þeim að bera slæðuna. Hægt er að taka nokkur dæmi um þetta.

Í Frakklandi árið 1989 voru þrjár unglingsstúlkur reknar úr skóla þegar þær neituðu að taka niður slæðuna á skólatíma. Brottreksturinn var rökstuddur á grundvelli hins svokallaða laicité sem stendur fyrir aðskilnað hins opinbera og hins trúarlega í Frakklandi. Sumir hafa þó viljað túlka laicité á þann hátt að það standi fyrir skilning og umburðarlyndi á milli trúarbragða og hins opinbera. Mánuði eftir brottreksturinn var fallist á að trúarleg tákn mættu sjást ef þau væru ekki ögrandi. Með trúarlegum táknum var ekki einungis átt við slæðuna heldur einnig kollhúfur gyðinga og kross kristinna. Augljóst þótti þó að lögin voru sett á til að takmarka slæðuna á opinberum stöðum.

Árið 1994 áttu fleiri atvik af sama tagi sér stað í Frakklandi. Þá var til að mynda 69 stúlkum vísað frá skóla þar sem þær báru slæðuna og neituðu að taka hana niður. Þessi ákvörðun var tekin vegna þess að þáverandi menntamálaráðherra, Francois Bayrou, taldi að slæðurnar bæru merki um sundrungu innan samfélagsins (Scott, 2007, bls. 21-26).

Eftir árásirnar á tvíburaturnana árið 2001 ákvað þáverandi innanríkisráðherra Frakklands að ekki væri leyfilegt að hylja sig á opinberum skilríkjum. Um sama leyti voru tvær stúlkur reknar úr skóla fyrir að neita að taka af sér eigin slæðu og bera aðra sem skólinn taldi heppilegri, enda sæist þá í hár, eyru og háls þeirra. Þetta er skýrt dæmi um kúgun kvenna. Stúlkurnar tvær höfðu nýlega tekið íslamstrú og komu frá fjölskyldu sem var að mestu trúlaus. Aðrir fjölskyldumeðlimir voru ekki fylgjandi íslam og því engin merki um að stúlkurnar væru kúgaðar af íslamskri menningu eða af fjölskyldu sinni. Í öllum þessum tilvikum voru undirliggjandi forsendur stjórnvalda þær að frelsa þyrfti íslamskar konur frá ofríki múslímskra karla (Scott, 2007, bls. 31).

Konur í Afganistan sýna skilríki á kjörstað.

Í Afganistan hafa réttindi kvenna lítt verið í hávegum höfð frá árinu 1992, eftir fall Sovétríkjanna og upphaf ógnarstjórnar Talíbana. Konur hafa ekki mátt vinna fyrir sér og sínum, þær mega ekki mennta sig, er bannað að skreyta sig á nokkurn hátt og ef þær fara út af heimilinu er þeim skylt að bera búrku. (Goodwin, bls. 8-9). Talíbanar tilkynntu svo árið 1996 að konur þyrftu að hylja sig frá toppi til táar til að koma í veg fyrir að hið illa myndi spilla íslömsku samfélagi (Goto, 2004, bls. 292).

Palestína er einnig dæmi um land þar sem yfirvöld hafa skyldað konur til að bera slæðu. Þar í landi sendu Hamas, íslömsk pólitísk samtök bókstafstrúarmanna sem sitja við völd, sendiboða í skóla til að banna þeim stúlkum sem ekki báru slæðu að ganga menntaveginn. Sambærilegar aðgerðir fóru fram í Malasíu árið 2009.

Í sumum íslömskum löndum hafa ríkisstjórnir hins vegar reynt að banna notkun slæðunnar þar sem þær telja að trúartákn á opinberum vettvangi séu pólitísk og stuðli að hættu innan ríkisins (Faayez og Kamal, 2014, bls. 22-23).

Þótt dæmin frá Afganistan og Frakklandi séu ólík og af mismunandi stærðargráðu má segja að konur verði fyrir kúgun af hendi stjórnvalda í hvora áttina sem öfgarnar eru. Á einum stað fá þær ekki að bera merki um trú sína, reyndar rétt eins og einstaklingar sem aðhyllast önnur trúarbrögð, og á hinum staðnum eru þær tilneyddar til að lúta í einu og öllu reglum öfgamanna og bókstafstrúararmanna. Rétt er þó að geta þess að þótt margar konur séu kúgaðar af ríkisstjórn og öðrum leiðtogum til að bera slæðu þá kjósa margar konur í þeim löndum sjálfar að bera slæðuna.

Konur á kaffihúsi í Tyrklandi með híjab.

Konur gefa ýmsar skýringar á því af hverju þær bera slæðuna í dag. Í rannsókn þar sem konur frá Óman, Kúveit, Jórdaníu, Bandaríkjunum og Egyptalandi voru spurðar af hverju þær bæru slæðu kom ýmislegt fram. Meðal annars að tilgangurinn væri að ítreka að þær væru múslímar en líka að hafna vestrænum gildum. Þá var það einnig til að sýna uppruna eða hvaða stétt konan tilheyrði. Hjá öðrum var ástæðan praktísk, það þyrfti ekki að velta of mikið fyrir sér hvaða fötum skyldi klæðast meðan aðrar sögðu að slæðan væri borin til að framfylgja kröfum karlmanna í fjölskyldunni. (Jackson og Monk, 2015).

Því er ekki hægt að svara spurningunni um það hvort slæðan sé kúgunartæki með einföldi jái eða nei-i. Ástæður kvenna sem bera slæðuna er margvíslegar og ekki er hægt að alhæfa um jafn stóran og fjölbreytilegan hóp og múslímskar konur almennt eru. Engu að síður er óhætt að fullyrða að slæðan hefur í einhverjum tilvikum verið notuð sem kúgunartæki.

Heimildir:
  • Fayyaz, W., & Kamal, A. (2014). Practicing hijab (veil): A source of autonomy and self-esteem for modern muslim women. The Journal of Humanities and Social Sciences, 22(1), 19-34. Sótt af: http://search.proquest.com/docview/1654867098?accountid=28822.
  • Goodwin, J. (2003). Price of Honor: Muslim Women lift the veil of silence in the Islamic world. Bandaríkjunum: Plume.
  • Goto, E. (2004). Qur’an and the Veil: Contexts and Interpretations of the Revelation. International Journal of Asian Studies, 1(2), 277-295. Sótt af http://search.proquest.com/docview/208915987?accountid=28822.
  • Scott, J.W. (2007). The Politics of the Veil. Bandaríkjunum: Princeton University Press.

Myndir:


Þetta svar var unnið í námskeiðinu TRÚ203G Mið-Austurlönd: Trúarbrögð, stjórnmál, og saga vorið 2016 í umsjón Magnúsar Þorkels Bernharðssonar.

Spurning Jóhanns tók einnig til fleiri þátta og er hér svarað að hluta.

Höfundur

Vala Bjarney Gunnarsdóttir

BA-nemi í mannfræði

Útgáfudagur

4.5.2016

Spyrjandi

Jóhann

Tilvísun

Vala Bjarney Gunnarsdóttir. „Er slæðan í íslam notuð til að kúga konur?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2016, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72171.

Vala Bjarney Gunnarsdóttir. (2016, 4. maí). Er slæðan í íslam notuð til að kúga konur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72171

Vala Bjarney Gunnarsdóttir. „Er slæðan í íslam notuð til að kúga konur?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2016. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72171>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er slæðan í íslam notuð til að kúga konur?
Ómögulegt er að svara þessari spurningu með annað hvort jái eða nei-i. Slæðan sem sumar múslímakonur bera getur táknað ýmislegt. Með henni geta konur til að mynda verið að tjá menningu sína og sögu, afstöðu til trúarbragða og annarra skoðana. Slæðan getur einnig verið birtingarmynd kúgunar feðraveldis og stjórnvalda.

Slæður múslímskra kvenna eru fernskonar: níkab, tjador, búrka og híjab. Í ensku eru notuð orðin: niqab, chador, burka og hijab. Hægt er að lesa meira um muninn á þeim í svari eftir sama höfund við spurningunni Af hverju klæðast sumar íslamskar konur búrku, hvenær varð sá siður til?

Ekki er hægt að rekja uppruna slæðunnar beint til íslam þar sem sá siður að konur huldu sig á einhvern hátt var til staðar löngu fyrir tíma íslam. Elstu þekktu dæmi um slíkt er að finna í Mesópótamíu fyrir um 5.000 árum. Slæður hafa þess vegna verið notaðar til þess að flokka konur á einn eða annan hátt um árþúsundir. Þær greindu til dæmis á milli kvenna sem voru eiginkonur eða dætur manna og ambátta eða vinnukvenna. (Goto, 2004, bls. 279).

Mynd úr verslun í Jerúsalem sem sýnir híjab á gínum. Híjab er slæða sem hylur aðeins hár og háls.

Þegar líða tók á síðasta fjórðung 20. aldar varð algengara en áður að konur bæru slæðuna. Enn meiri aukning varð á siðnum eftir 11. september 2001.

Hægt er að segja að slæðan hafi verið notuð sem kúgunarvald stjórnvalda á tvennan hátt. Stjórnvöld hafa bæði þvingað konur til að hylja sig með slæðunni og bannað þeim að bera slæðuna. Hægt er að taka nokkur dæmi um þetta.

Í Frakklandi árið 1989 voru þrjár unglingsstúlkur reknar úr skóla þegar þær neituðu að taka niður slæðuna á skólatíma. Brottreksturinn var rökstuddur á grundvelli hins svokallaða laicité sem stendur fyrir aðskilnað hins opinbera og hins trúarlega í Frakklandi. Sumir hafa þó viljað túlka laicité á þann hátt að það standi fyrir skilning og umburðarlyndi á milli trúarbragða og hins opinbera. Mánuði eftir brottreksturinn var fallist á að trúarleg tákn mættu sjást ef þau væru ekki ögrandi. Með trúarlegum táknum var ekki einungis átt við slæðuna heldur einnig kollhúfur gyðinga og kross kristinna. Augljóst þótti þó að lögin voru sett á til að takmarka slæðuna á opinberum stöðum.

Árið 1994 áttu fleiri atvik af sama tagi sér stað í Frakklandi. Þá var til að mynda 69 stúlkum vísað frá skóla þar sem þær báru slæðuna og neituðu að taka hana niður. Þessi ákvörðun var tekin vegna þess að þáverandi menntamálaráðherra, Francois Bayrou, taldi að slæðurnar bæru merki um sundrungu innan samfélagsins (Scott, 2007, bls. 21-26).

Eftir árásirnar á tvíburaturnana árið 2001 ákvað þáverandi innanríkisráðherra Frakklands að ekki væri leyfilegt að hylja sig á opinberum skilríkjum. Um sama leyti voru tvær stúlkur reknar úr skóla fyrir að neita að taka af sér eigin slæðu og bera aðra sem skólinn taldi heppilegri, enda sæist þá í hár, eyru og háls þeirra. Þetta er skýrt dæmi um kúgun kvenna. Stúlkurnar tvær höfðu nýlega tekið íslamstrú og komu frá fjölskyldu sem var að mestu trúlaus. Aðrir fjölskyldumeðlimir voru ekki fylgjandi íslam og því engin merki um að stúlkurnar væru kúgaðar af íslamskri menningu eða af fjölskyldu sinni. Í öllum þessum tilvikum voru undirliggjandi forsendur stjórnvalda þær að frelsa þyrfti íslamskar konur frá ofríki múslímskra karla (Scott, 2007, bls. 31).

Konur í Afganistan sýna skilríki á kjörstað.

Í Afganistan hafa réttindi kvenna lítt verið í hávegum höfð frá árinu 1992, eftir fall Sovétríkjanna og upphaf ógnarstjórnar Talíbana. Konur hafa ekki mátt vinna fyrir sér og sínum, þær mega ekki mennta sig, er bannað að skreyta sig á nokkurn hátt og ef þær fara út af heimilinu er þeim skylt að bera búrku. (Goodwin, bls. 8-9). Talíbanar tilkynntu svo árið 1996 að konur þyrftu að hylja sig frá toppi til táar til að koma í veg fyrir að hið illa myndi spilla íslömsku samfélagi (Goto, 2004, bls. 292).

Palestína er einnig dæmi um land þar sem yfirvöld hafa skyldað konur til að bera slæðu. Þar í landi sendu Hamas, íslömsk pólitísk samtök bókstafstrúarmanna sem sitja við völd, sendiboða í skóla til að banna þeim stúlkum sem ekki báru slæðu að ganga menntaveginn. Sambærilegar aðgerðir fóru fram í Malasíu árið 2009.

Í sumum íslömskum löndum hafa ríkisstjórnir hins vegar reynt að banna notkun slæðunnar þar sem þær telja að trúartákn á opinberum vettvangi séu pólitísk og stuðli að hættu innan ríkisins (Faayez og Kamal, 2014, bls. 22-23).

Þótt dæmin frá Afganistan og Frakklandi séu ólík og af mismunandi stærðargráðu má segja að konur verði fyrir kúgun af hendi stjórnvalda í hvora áttina sem öfgarnar eru. Á einum stað fá þær ekki að bera merki um trú sína, reyndar rétt eins og einstaklingar sem aðhyllast önnur trúarbrögð, og á hinum staðnum eru þær tilneyddar til að lúta í einu og öllu reglum öfgamanna og bókstafstrúararmanna. Rétt er þó að geta þess að þótt margar konur séu kúgaðar af ríkisstjórn og öðrum leiðtogum til að bera slæðu þá kjósa margar konur í þeim löndum sjálfar að bera slæðuna.

Konur á kaffihúsi í Tyrklandi með híjab.

Konur gefa ýmsar skýringar á því af hverju þær bera slæðuna í dag. Í rannsókn þar sem konur frá Óman, Kúveit, Jórdaníu, Bandaríkjunum og Egyptalandi voru spurðar af hverju þær bæru slæðu kom ýmislegt fram. Meðal annars að tilgangurinn væri að ítreka að þær væru múslímar en líka að hafna vestrænum gildum. Þá var það einnig til að sýna uppruna eða hvaða stétt konan tilheyrði. Hjá öðrum var ástæðan praktísk, það þyrfti ekki að velta of mikið fyrir sér hvaða fötum skyldi klæðast meðan aðrar sögðu að slæðan væri borin til að framfylgja kröfum karlmanna í fjölskyldunni. (Jackson og Monk, 2015).

Því er ekki hægt að svara spurningunni um það hvort slæðan sé kúgunartæki með einföldi jái eða nei-i. Ástæður kvenna sem bera slæðuna er margvíslegar og ekki er hægt að alhæfa um jafn stóran og fjölbreytilegan hóp og múslímskar konur almennt eru. Engu að síður er óhætt að fullyrða að slæðan hefur í einhverjum tilvikum verið notuð sem kúgunartæki.

Heimildir:
  • Fayyaz, W., & Kamal, A. (2014). Practicing hijab (veil): A source of autonomy and self-esteem for modern muslim women. The Journal of Humanities and Social Sciences, 22(1), 19-34. Sótt af: http://search.proquest.com/docview/1654867098?accountid=28822.
  • Goodwin, J. (2003). Price of Honor: Muslim Women lift the veil of silence in the Islamic world. Bandaríkjunum: Plume.
  • Goto, E. (2004). Qur’an and the Veil: Contexts and Interpretations of the Revelation. International Journal of Asian Studies, 1(2), 277-295. Sótt af http://search.proquest.com/docview/208915987?accountid=28822.
  • Scott, J.W. (2007). The Politics of the Veil. Bandaríkjunum: Princeton University Press.

Myndir:


Þetta svar var unnið í námskeiðinu TRÚ203G Mið-Austurlönd: Trúarbrögð, stjórnmál, og saga vorið 2016 í umsjón Magnúsar Þorkels Bernharðssonar.

Spurning Jóhanns tók einnig til fleiri þátta og er hér svarað að hluta.

...