Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3146 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju teljast villikettir ekki til villtra spendýra á Íslandi?

Til að dýrategund teljist ný í dýrafánu hvers lands þarf hún í fyrsta lagi að geta dregið fram lífið á landsins gæðum og í öðru lagi að geta tímgast á nýja staðnum. Fræðimenn sem fjalla um þessa grein líffræðinnar gera skýran greinarmun á svokölluðum flækingum sem berast inn á ákveðin svæði og þeim dýrum sem e...

category-iconJarðvísindi

Hverjar eru helstu setgerðir og hvernig myndast setlög á Íslandi?

Yfirborð jarðar er að langmestu leyti hulið setlögum. Þetta á bæði við um víðáttu hafsbotnsins og þurrlendi meginlandanna. Það gefur því auga leið að setlög eru afar fjölbreytileg. Myndun setlaga hefst með því að setkorn verða til í náttúrunni. Setkornin geta flust úr stað en setjast svo til og mynda setlög. ...

category-iconMannfræði

Hvað er mannfræði og hvað hafa mannfræðingar rannsakað á Íslandi?

Mannfræði kallast sú fræðigrein sem fjallar um manninn sem lífveru og sem félagsveru. Allt sem viðkemur lífi mannsins er hægt að flokka undir mannfræði. Mannfræði sem fræðigrein skiptist í tvö meginsvið annars vegar félags-og menningarmannfræði og hins vegar líffræðilega mannfræði. Í félagslegri- og menningarma...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru virkjanir á Íslandi margar og hvað heita þær?

Mikið er framleitt af rafmagni á Íslandi og samkvæmt nýjum tölum frá Orkuspárnefnd eiga Íslendingar nú heimsmet í raforkunotkun á hvern íbúa. Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun er fjöldi almenningsrafstöðva á Íslandi 91. Af þeim eru 28 vatnsaflsstöðvar, 6 eru jarðhitastöðvar og 57 eru eldsneytisstöðvar sem ...

category-iconUmhverfismál

Hverjar yrðu afleiðingar hitafarslækkunar sem nemur 5°C á Íslandi?

Ef 5 gráðu hitafarslækkun skilaði sér jafnt á öllum árstímum og hitafall með hæð yrði ekki ólíkt því sem nú er mætti fá nokkra hugmynd um hvernig umhorfs væri á láglendi á Íslandi með því að líta til landsvæða sem eru í um 800 metra hæð yfir sjó. Í þeirri hæð er harla lítill gróður, snjór þekur jörð allan veturinn...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru margir 500 króna seðlar í umferð á Íslandi?

Á heimasíðu Seðlabanka Íslands má finna upplýsingar um magn seðla og myntar í umferð. Þar kemur meðal annars fram að í desember árið 2000 voru um 700 milljón krónur í umferð í 500 króna seðlum á Íslandi, en þessar tölur breytast nokkuð með tímanum. Þetta samsvarar um 1,4 milljónum seðla. Af seðlum eru 1000 kr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um vistfræði hrafnsins á Íslandi?

Óhætt er að segja að hrafninn (Corvus corax) sé einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Hann er algengur um allt land og er mjög áberandi í byggð yfir veturinn þegar jarðbönn eru. Hann er staðfugl hér og duglegur að bjarga sér þegar hart er í ári. Flestir hafa líklega séð krumma á flugi og óþarfi er að lýsa...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað heitir stærsta sundlaugin á Íslandi og hvar er hún?

Stærsta sundlaugin á Íslandi er Sundlaug Kópavogs við Borgarholtsbraut, 50 m á lengd og 25 m á breidd. Flatarmálið er því 1.250 m2 og rúmmál hennar 1.700 m3, mesta dýpt 1,8 m og grynnst er hún 0,93 m. Sundlaug Kópavogs var tekin í notkun 1. febrúar 1991 og við hana er að finna fimm heita potta, eimbað og sána ...

category-iconHugvísindi

Hversu margir bjuggu á Íslandi þegar Snorri Sturluson var uppi?

Erfitt er að meta íbúafjölda á Íslandi fyrir tíma fyrsta manntalsins 1703. Það hefur þó verið reynt, til dæmis hér á Vísindavefnum í svari Gísla Gunnarssonar við spurningunni Er það satt að innan við milljón manns hafi fæðst á Íslandi frá upphafi? Snorri Sturluson fæddist árið 1179 og lést árið 1241. Um tímab...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvenær verður næsti sólmyrkvi? Hvenær sést hann næst frá Íslandi?

Samkvæmt vefsetri NASA um sólmyrkva verður næsti sólmyrkvi sunnudaginn 23. nóvember 2003 og hann er almyrkvi. Hann verður sýnilegur á hluta af suðurhveli jarðar. Almyrkvinn mun fyrst sjást á Indlandshafi en hann færist síðan yfir Suðurskautslandið, Ástralíu, Nýja-Sjáland og syðsta hluta Argentínu og Chile. Hér s...

category-iconLögfræði

Mega erlendir lögfræðingar starfa á Íslandi og jafnvel opna stofu?

Staða erlendra lögfræðinga sem vilja vinna hér á landi er mjög ólík eftir því hvort þeir koma frá löndum sem eru innan EES-svæðisins og Fríverslunarsamtaka Evrópu (undir það falla öll lönd Evrópusambandsins, Ísland, Noregur, Liechtenstein og Sviss) eða ekki. Bæði er að lögmenn og aðrir frá EES-svæðinu eru unda...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er krían lengi að fljúga frá Íslandi til Suðurskautslandsins?

Enginn fugl í heiminum ferðast jafnlanga leið á milli varp- og vetrarstöðva og krían (Sterna paradisaea). Flugleiðin frá varpstöðvum á norðurhjaranum suður að ísbreiðunum við Suðurskautslandið getur verið rúmlega 35 þúsund km og þessa vegalengd fer fuglinn tvisvar á ári. Krían eltir því í raun sumarið og birtuna þ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvers vegna eru kristin fræði kennd í grunnskólum á Íslandi?

Kennsla í kristnum fræðum á sér gamlar rætur í íslensku samfélagi og er lagaákvæði um ákveðna lágmarksþekkingu í þeim fræðum að finna í elstu lögbók Íslendinga, Grágás. Allar götur síðan hefur verið gert ráð fyrir kristindómsfræðslu hér á landi í lögum og reglugerðum, þó með mismunandi sniði og áherslum. Frá og me...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um fyrstu nunnurnar á Íslandi?

Meira en 300 ár liðu frá því að Ingólfur Arnarson steig hér á land árið 874 og þar til fyrsta nunnuklaustrið var stofnað á Íslandi. Samt sem áður greina ýmsar heimildir frá þessu tímabili frá konum, oft ekkjum, sem kusu að helga sig kristinni trú og bænahaldi, stundum eftir stormasama ævi. Þannig segir Laxdæla að ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er glæpatíðni á Íslandi og hvernig hefur hún breyst?

Áður en hægt er að svara spurningunni þarf að skilgreina hugtakið glæpatíðni. Í daglegu tali er jafnan talað um afbrot þegar átt er við hegðun sem bönnuð er samkvæmt lögum. Hins vegar má skilja sem svo að glæpur vísi sérstaklega til alvarlegra afbrota og nái því til dæmis ekki yfir það að aka án þess að hafa ökus...

Fleiri niðurstöður