Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2311 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Heyrist eitthvað í norðurljósunum, gefa þau frá sér hljóðbylgjur?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Af hverju stafa norður- og suðurljósin?, þá myndast norðurljósin í aðallega í 100-250 km hæð yfir jörðu. Þar er nánast ekkert loft, þótt nógu mikið sé af súrefni (O2) og köfnunarefni (N2) til að norðurljós geti myndast. Til þess að átta sig betur á þessu má benda á að ve...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er glópagull og hvernig verður það til?

Glópagull hefur verið notað um steindina járnkís, FeS2, vegna þess að það „glóir eins og gull.“ Á íslensku eru önnur nöfn steindarinnar brennisteinskís (þ. Schwefelkies) og pýrít (e. pyrite). Nafnið pýrít er úr grísku, πυριτησ – pyritis, eldsteinn – sem vísar til þess að neisti v...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Gottfreðsdóttir rannsakað?

Helga Gottfreðsdóttir er prófessor í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs í ljósmóðurfræði við Kvenna- og barnasviðs á Landspítala. Helga er fyrsti prófessor í ljósmóðurfræði hér á landi. Í rannsóknum sínum hefur hún einkum fengist við efni sem tengjast meðgönguvernd. ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna verða laufblöðin gul og rauð á haustin?

Ástæða þess að vel flestar plöntur eru grænar er sú að laufblöð þeirra hafa að geyma mikið magn af litarefninu klórófíl eða blaðgrænu, en það gegnir lykilhlutverki við ljóstillífun hjá plöntum. Í plöntufrumum er blaðgræna staðsett í grænukornum, en svo nefnast þau frumulíffæri þar sem ljóstillífun fer fram. Í gr...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver fann upp strokleðrið?

Franski vísindamaðurinn og landkönnuðurinn Charles Marie de la Condamine flutti fyrstur náttúrulegt gúmmí til Evrópu árið 1736. Ýmis not voru fundin fyrir það og árið 1770 skrifar hinn þekkti vísindamaður Joseph Priestley að hann hafi séð efni sem væri sérstaklega gott til að þurrka út för eftir blýant. Hann nefni...

category-iconEfnafræði

Úr hverju er blý?

Blý er eitt frumefnanna en svo nefnast þau efni sem öll önnur efni eru samsett úr. Samkvæmt vísindum nútímans eru stöðug frumefni 90 talsins. Grunneining frumefna nefnist atóm sem merkir ódeilanlegt en eitt sinn töldu menn að atómið, á íslensku frumeind, væri smæsta byggingareining efnis. Öllum frumefnum er rað...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er það í jörðinni sem hefur aðdráttarafl í rauninni? Værum við ekki útdauð ef aðdráttaraflið væri ekki því að aðdráttarafl jarðar heldur okkur hjá sér og það heldur líka súrefninu?!

Ef aðdráttarafl eða þyngdarkraftur væri ekki til og hefði aldrei verið til þá værum við ekki heldur til. Sólir og reikistjörnur væru ekki til því að þær hafa myndast með því að rykský í geimnum hafa dregist sama fyrir áhrif þyngdarinnar. Ef við hugsum okkur að þyngdarkrafturinn mundi allt í einu hætta að verka ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Getur heilinn orðið fyrir varanlegum skaða af völdum svæfingalyfja?

Ekki hafa verið færðar sönnur á að svæfingalyf hafi bein skaðleg áhrif á heilafrumur manna. Rannsóknir hafa ekki sýnt að fullorðið fólk sem gengst undir stærri aðgerðir sem framkvæma má annaðhvort í svæfingu eða deyfingu, farnist ver andlega ef það er svæft. Ekki er vitað til þess að svæfing valdi fullorðnum vara...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hve margar bækur eru gefnar út á Íslandi á hverju ári?

Bókmenning er sá þáttur þjóðmenningar sem einna lengst hefur skipað öndvegissess á Íslandi, hjá lærðum og leikum. Rúnaristur norrænna manna um þær mundir sem Ísland var að byggjast sýna að þar voru læsir menn að verki og þeir voru að skapa eitthvað varanlegt, eitthvað til minnis, eitthvað til upplýsingar fyrir að...

category-iconEfnafræði

Af hverju límist lím?

Lím eru af ýmsum gerðum en verka þó flest með sambærilegum hætti. Flest lím sem við notum dagsdaglega eru blönduð vatni eða öðrum leysiefnum (vökva) en í mismiklum mæli þó. Virku efnin í líminu eru þannig gerð að í þeim eru efnahópar sem mynda veik tengi við sameindir á yfirborði þeirra hluta sem límið getur lí...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef ég færi til tunglsins á meira en ljóshraða, lenti þar og nyti útsýnisins, sæi ég þá ekki sjálfa mig koma?

Eins og fram kemur í nokkrum svörum hér á Vísindavefnum er alger ógerningur samkvæmt eðlisfræði nútímans að ferðast hraðar en ljósið fer í tómarúmi. Tunglferð eins og spyrjandi hugsar sér er því óhugsandi. Eins og spurningin hljóðar geta vísindi nútímans ekkert sagt um hana annað en það. Hitt er annað mál að vi...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaðan kemur munnvatnið?

Munnvatn er myndað í þremur pörum munnvatnskirtla sem allir tengjast munnholi um rásir. Á heiti þeirra má ráða hvar þeir eru staðsettir — kjálkabarðskirtlar, vangakirtlar og tungudalskirtlar. Munnvatni er ætíð seytt í einhverju magni til þess að munnurinn allur, þar með talið tunga og varir, haldist rakur. Seyti þ...

category-iconUmhverfismál

Hvernig verður ryk til?

Rykagnir í andrúmslofti eiga sér ólíkan uppruna, til dæmis jarðvegsagnir sem vindurinn feykir upp, efni sem koma upp í eldgosum eða mengun frá iðnaði. Fleiri þættir leggja til ryk í andrúmsloftið og þar með það ryk sem við sjáum inni hjá okkur. Má þar nefna umhverfið í kringum hús, til dæmis hvort mikið er af san...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju grátum við?

Fólk grætur oft þegar eitthvað kemur því í tilfinningalegt uppnám, svo sem þegar það upplifir sorg, gleði eða sársauka. Það er hins vegar ekki vitað nákvæmlega hvers vegna þessi viðbrögð koma fram. Maðurinn er ekki eina lífveran sem gefur frá sér hljóð við hryggð eða sársauka því rannsóknir hafa sýnt að flest...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að senda fólk á milli staða með teleport-tækni? - Myndband

Engin þekkt tækni eða eðlisfræðileg lögmál leyfa slíkan flutning á efni milli staða þannig að svarið við spurningunni er ótvírætt nei! Hins vegar hefur hugtakið "quantum teleportation" verið notað fyrir flutning á ástandi skammtafræðilegs kerfis. Slíkan „ástandsflutning“ má til dæmis framkvæma með því að senda ...

Fleiri niðurstöður