Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5455 svör fundust
Varmi leitar upp, af hverju er þá kaldara eftir því sem ofar dregur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Nú er vitað að heitt loft stígur upp og kalt loft leitar niður á við, hvernig stendur þá á því að það er kaldara uppi á fjöllum en niðri á láglendi? Loftþrýstingur fellur með hæð. Við að lyftast þenst loft út þegar þrýstingur fellur. Varmi þess dreifist þar með á meira r...
Hvers konar dýr eru vatnabirnir og hafa þeir verið notaðir í vísindalegum tilgangi og sendir í geimferðir?
Dýrin sem spyrjandi nefnir vatnabirni heita réttu nafni bessadýr á íslensku. Fræðiheiti þeirra er Tardigrada. Innan fylkingarinnar Tardigrada hefur rúmlega 500 tegundum verið lýst. Það var þýski dýrafræðingurinn Johann August Ephraim Goeze (1731-1793) sem lýsti fyrstu tegund bessadýra á vísindalegan hátt árið 1773...
Hvað er naflaslit, geta fullorðnir lent í því líka?
Upprunalega hljómaði spurningin svona:Hvað er naflaslit (hjá ungbörnum) og hvert er fræðiheitið? Naflaslit (naflahaull, e. umbilical hernia) er ein tegund af kviðsliti enda einnig kallað naflakviðslit. Kviðslit verður þar sem kviðveggur veikist á afmörkuðu svæði og rofnar þannig að innihald kviðarins eins og kv...
Hvernig myndast eldrauð krítarsteinsjarðlög?
Eldrauður litur í jarðlögum er oftast til marks um að hematít (blóðsteinn, Fe2O3) sé í berginu. Járn sem er í tvígildum ham (Fe2+) er mjög leysanlegt í vatni og getur borist langar leiðir, en þegar það oxast í þrígildan ham (Fe3+), eins og er í hematíti, fellur það út þegar í stað. Hematít er algengt "bindiefni" í...
Hiti og kuldi hafa áhrif á frumefnin. En hvað eru hiti og kuldi?
Hiti í efni tengist hreyfingu smæstu efniseinda, til dæmis sameinda, frumeinda eða rafeinda. Því meiri sem hraðinn og hreyfiorkan eru að meðaltali, þeim mun meiri er hitinn. Kuldi er hins vegar í rauninni ekkert annað en skortur á hita! Orkan sem tengist hitanum og hreyfingu efniseindanna kallast varmi. Varmi h...
Hvað þýðir SDR í gengisskráningu og hvernig er gengi þess fundið?
SDR er skammstöfun á reiknieiningu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (e. International Monetary Fund, IMF) notar. Á ensku er fullt heiti Special Drawing Rights og hefur það verið þýtt sem sérstök dráttarréttindi á íslensku. Gildi SDR er reiknað út frá gengi tiltekinnar körfu þeirra gjaldmiðla sem helst eru notaðir í ...
Hvernig geta hnettirnir snúist í kringum sólina?
Svarið er eiginlega það að þeir geta ekki annað! Sólkerfið varð til úr gríðarlegu skýi úr gasi og ryki. Í þessu skýi var snúningur sem við köllum hverfiþunga og er svipaður því sem gerist kringum lægðir í lofthjúpnum. Skautadrottning sem snýst um sjálfa sig hefur líka hverfiþunga en hann er margfeldið af massa,...
Nýtt útlit á Vísindavefnum
Þann 5. október 2007 var skipt um útlit á Vísindavefnum. Áður leit Vísindavefurinn út eins og sést hér á myndinni og hafði reyndar verið eins í öllum aðalatriðum frá því vefnum var hleypt af stokkunum 29. janúar árið 2000. Svona leit Vísindavefurinn út fyrir útlitsbreytinguna í október. Nýja útlitið er hanna...
Er hægt að endurlífga útdauð dýr?
Í sögu lífs á jörðinni eru þekktar fimm stórar útdauðahrinur þar sem margar tegundir og fjölskyldur lífvera dóu út. Ein slík hrina varð til dæmis við lok permtímabilsins og önnur í lok krítartímans þegar risaeðlurnar dóu út (endanlega, nema fuglarnir sem eru af þeim komnir). Sjötta útdauðahrinan er hafin. Ólíkt þe...
Voru einhverjar konur að semja tónlist á 17. öld?
Það þótti sæma konum fyrr á öldum að kunna sitthvað fyrir sér í tónlist, en ætíð innan ákveðinna marka. Í karllægum heimi fengu þær yfirleitt litla hvatningu til tónsmíða eða annarra skapandi starfa. Þó tókst nokkrum ítölskum kventónskáldum að sinna hugðarefnum sínum á fyrri hluta 17. aldar og nutu þær virðingar f...
Af hverju eru íshellar stundum svona fallega bláir?
Til að skilja litbrigði í snjó og ís þurfum við að raða tveimur „púsl“-bitum rétt saman. Ljósgeislar, sem flæða um efni sem inniheldur ójöfnur eða misfellur, dreifast (skipta um stefnu) við árekstra við ójöfnurnar. Ójöfnurnar geta verið sprungur, loftbólur eða óhreinindi. Eitt dæmi um svona efni, sem ekki er ...
Hve stórir hafa mestu jöklar verið á Íslandi?
Ísaldarjökull síðasta jökulskeiðs náði hámarki fyrir um 20.000 árum. Spor eftir jökla sýna að einn stór jökulskjöldur hefur þá legið yfir öllu Íslandi og skriðið til allra átta frá hábungu á sunnanverðu hálendinu. Jökullinn fór yfir hæstu fjöll og rispaði kolla þeirra. Hann var allt að 1500 m þykkur um miðbik land...
Hvers vegna horfum við í raun aftur í tímann þegar við skoðum geiminn í sjónaukum?
Þegar við sjáum eldingu getum við tekið eftir því að við heyrum þrumuna nokkru eftir að við sjáum leiftrið. Ljós ferðast mjög hratt samkvæmt mælikvörðum okkar hér á jörðinni. Hraði þess í tómarúmi er 300.000 km/sek, en á þeim hraða má fara sjö og hálfan hring umhverfis hnöttinn á einni sekúndu. Við sjáum því leif...
Hvað tæki langan tíma að ganga til Plútós?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hvernig er útreikningurinn á vísitölum þegar tekið er tillit til arðgreiðslna og útgáfu jöfnunarhlutabréfa?
Við útreikning á flestum hlutabréfavísitölum er stuðst við svokallaða vog markaðsvirðis. Með því er átt við að breytingar á vísitölunni eiga að endurspegla breytingar á markaðsvirði allra fyrirtækjanna sem vísitalan nær til. Sjálfkrafa er tekið tillit til útgáfu jöfnunarhlutabréfa við útreikninginn en misjafnt er ...