Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2215 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Er til forngrískur eða rómverskur kveðskapur sem fjallar um siðspillingu mannanna og afleiðingar hennar, samanber til dæmis Völuspá í norræni trú?

Í Völuspá segir frá upphafi heimsins og endalokum hans og ragnarökum eða endalokum guðanna, sem verða vegna hegðunar þeirra sjálfra og manna. Sams konar heimsslitabókmenntir voru ekki til hjá Forngrikkjum eða Rómverjum. Þar segir hvergi frá endalokum guðanna og endalokum heimsins – nema þá ef með er talin Opinberu...

category-iconLandafræði

Hvenær var ákveðið að Greenwich-tíminn skyldi vera staðaltími á Íslandi og með hvaða rökum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:Þegar horft er á veraldarkortið með tímabeltunum merktum inn á, þá virðist í fljótu bragði rökrétt miðað við legu Íslands, að landið ætti í raun að vera einni klst. á eftir GMT. Væri fróðlegt að vita hvenær og hverjir ákváðu að GMT skuli vera tíminn á Íslandi og hver rökin ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni kenninafnanna okkar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég er að reyna að finna hver uppruni kenninafnana okkar er. Sem sagt hver er ástæðan fyrir því að við berum föðurnafn okkar og svo dóttir eða sonur. Hvenær má sjá þau fyrst birtast í samfélaginu? Notkun föður- eða móðurnafna er liður í langri þróun nafnaforða evrópskra ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver fann upp á GSM-símum?

Samkvæmt grein frá fréttastofunni Associated Press var GSM-síminn fundinn upp af Martin Cooper, sem á þeim tíma var varaforstjóri raftæknifyrirtækisins Motorola. Í greininni segir að hann hafi hringt fyrsta símtalið frá götuhorni í New York. Talið er að hann hafi hringt í keppinaut Motorola, fyrirtækið AT&T og sa...

category-iconLæknisfræði

Af hverju heitir keisaraskurður þessu nafni?

Samkvæmt gömlum sögnum er nafnið keisaraskurður (e. cesarean/cesarian/caesarean section, cesarean; da. kejsersnit) komið til af því að hinn rómverski Júlíus Sesar var tekinn með slíkum skurði þegar hann fæddist. Vísbendingar eru þó um að móðir hans hafi enn verið á lífi þegar hann var fullorðinn. Þar sem nær ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp sjónaukann?

Talið er að hollenski gleraugnasmiðurinn Hans Lipperhey (1570-1619) hafi fundið upp sjónaukann. Elstu heimildir um sjónaukann eru í bréfi frá árinu 1608 en það ár var sótt um einkaleyfi á honum til hollenska þingsins. Því var hafnað en þingið réði Lipperhey til að smíða allmarga sjónauka. Lesa má meira um Lipper...

category-iconHugvísindi

Hvað var tímaritið Eimreiðin gefið út lengi og um hvað fjallaði það?

Tímaritið Eimreiðin kom út í Kaupmannahöfn 1895-1918 og síðan í Reykjavík frá 1918-1975. Valtýr Guðmundsson (1860-1928) stofnaði tímaritið og ritstýrði því til 1918. Í Eimreiðinni voru birtar sögur, ljóð, greinar um bókmenntir og ýmis málefni. Í fyrsta tölublaði Eimreiðarinnar er meðal annars kvæðið „Braut...

category-iconHugvísindi

Hvenær var Háskólinn á Akureyri stofnaður?

Háskólinn á Akureyri var stofnaður árið 1987 og í fyrstu voru einungis starfræktar tvær deildir, heilbrigðisdeild sem kenndi hjúkrun og rekstrardeild sem kenndi iðnrekstrarfræði. Fyrsta árið var 31 nemandi skráður í nám við skólann. Eftir því sem tíminn leið jókst námsframboðið og á yfirstandandi skólaári, 17 ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eignast górilla marga unga yfir ævina?

Kvengórillur verða kynþroska um 7-8 ára gamlar og eignast venjulega sinn fyrsta unga þegar þær eru um 10 ára. Rannsóknir sýna að þær eignast unga á um það bil fjögurra ára fresti, þar sem unginn sem fyrir er, þarf að vera hættur á spena áður en nýr kemur til sögunnar. Þar sem villtar górillur ná vart meira en 35 ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er kínín nákvæmlega?

Kínín er það sem nefnist lýtingur (e. alkaloid) á íslensku. Önnur orð yfir sama hugtak eru alkalóíði, beiskjuefni og plöntubasi. Í svari við spurningunni Hvað er alkaloid og hvernig er það íslenskað? segir þetta um lýting:Lýtingur er flokkur basískra, lífrænna köfnunarefnissambanda sem myndast í plöntum. Lýtingar ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna var bókstafurinn z svona mikið notaður á Íslandi en því svo hætt?

Fyrsta tilraun til að gera Íslendingum stafróf var gerð um miðja 12. öld. Hún birtist í ritgerð sem nefndist Fyrsta málfræðiritgerðin, var eftir nafnlausan höfund og er varðveitt í einu handriti Snorra-Eddu. Hann setti sér það markmið að koma reglu á íslenska stafsetningu og notast við sem fæsta bókstafi. Honum þó...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju bítur mýflugan?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Af hverju bítur mýbit (mýfluga), og af hverju stundum eða sumt? Er einhver viss árstími sem flugan bítur frekar? Eru fræðirit sem ég get flett upp í?Fyrst er rétt að gera grein fyrir hvaða flugur eru flokkaðar sem mýflugur. Mýflugur eru undirættbálkur (Nematocera) í ættbálki tv...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða mánaðanöfn voru notuð samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og yfir hvaða tímabil náðu þau?

Samkvæmt gömlum heimildum voru mánaðanöfn á Íslandi til forna eftirfarandi: gaukmánuður/sáðtíð u.þ.b. 12. apríl – 11. maí eggtíð/stekktíð u.þ.b. 12. maí – 11. júní sólmánuður/selmánuður u.þ.b. 12. júní – 11. júlí miðsumar/heyannir u.þ.b. 12. júlí – 11. ágúst tvímánuður/heyannir u.þ.b. 12. ágúst – 11. septem...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig virka forritunarmál til dæmis C++?

Örgjörvar tölva ráða aðeins við að framkvæma mjög einfaldar og frumstæðar skipanir, svokallaðar vélarmálsskipanir. Með þeim er hægt að bera saman tölur sem eru í minni tölvunnar, leggja þær saman og gera aðra einfalda útreikninga á þeim. Það er mjög erfitt að forrita í vélarmáli, bæði vegna þess að það er mjög fru...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var rauði baróninn?

Manfred Albrecht Freiherr von Richthofen fæddist 2. maí árið 1892 í Breslau, Silesia í Þýskalandi (sem í dag heitir Worclaw og tilheyrir Póllandi). Hann stundaði bæði veiðar og hestamennsku á yngri árum, og þegar hann lauk herþjálfun 19 ára að aldri gekk hann til liðs við riddaraliðssveit Alexanders III Rússlandsk...

Fleiri niðurstöður