Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2082 svör fundust

category-iconUmhverfismál

Hversu marga lítra af olíu þarf til að framleiða einn lítra af bensíni?

Það fer eftir ýmsu hversu mikið af bensíni er hægt að vinna úr einni tunnu af hráolíu, til dæmis gerð hráolíunnar, vinnsluaðferð og aðstæðum. Hlutfallið getur verið frá 20% og upp í 75%. Eins og fram kemur í svari Ulriku Andersen og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni 'Hvað er olíutunnan margir lítrar?' er h...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað heita kven- og karldýr tígrisdýra?

Kvendýr tígrisdýra eru kölluð á íslensku tígrisynjur samanber kvendýr ljóna, ljónynjur. Þetta er þýðing á enska orðinu tigress. Aftur á móti eru karldýrin oftast kölluð fress eða tígrisfress. Í ensku eru oftast notað orðin male tiger, karltígrisdýr eða karltígrar, þannig að ekkert sérstakt orð hefur þar verið fun...

category-iconUnga fólkið svarar

Eftir hvað langan tíma opna kettlingar augun?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Eftir hvað langan tíma opna kettlingar augun? Og hvenær á að byrja að gefa þeim kettlingamat? (Sigríður Erla Guðmundsdóttir) Af hverju sjá kettlingar ekkert þegar þeir fæðast? (Fjóla Aðalsteinsdóttir) Kettlingar opna yfirleitt augun einni til tveimur vikum eftir að þeir fæðas...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er ekki hæpið að segja "gefa e-m gott klapp"? Hvað með að "eyða" leyfinu sínu?

Orðasambandið að gefa einhverjum gott klapp í merkingunni 'að klappa fyrir e-m' virðist vera fremur ungt í málinu. Áður var nær eingöngu notað að klappa fyrir e-m, til dæmis „Við skulum klappa fyrir Jóni.” Að gefa einhverjum gott klapp er íslensk myndun þar sem hugsanlega er tekið mið af erlendri notkun. Til d...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu þungur er apaheili?

Heilar í öpum eru mismunandi þungir enda apar misstórir og misþróaðir. Mannapar sem eru skyldastir mönnum hafa langstærstu heilana. Simpansar eru með um 420 g heila, górilluapar með 465-540 g og órangútanapar með 380 g en þær tegundar sem teljast vanþróaðastar eða upprunalegastar eins og margir þróunarfræðingar...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um Andrómedu-vetrarbrautina?

Andrómeda-vetrarbrautin er næsta stóra vetrarbrautin við vetrarbrautina okkar. Við góð skilyrði sést hún sem daufur þokublettur á næturhimninum í stjörnumerkinu Andrómedu, sem hún dregur nafn sitt af. Stjörnufræðingar nefna Andrómedu-vetrarbrautina oft M31 eða NGC 224 og er hún í um 2,8 milljón ljósára fjarlægð ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur lýsingarorðið húðlatur?

Húð- er notað sem forliður í herðandi merkingu í ýmsum samsettum orðum, til dæmis í lýsingarorðunum húðlatur, húðvotur, sögnunum húðrigna, húðskamma og nafnorðunum húðarklár, húðarbikkja, húðarjálkur, húðarrigning. Forliðurinn er sóttur til nafnorðsins húð 'skinn, hörund'. Líklegast er að í orðunum yfir klár, ...

category-iconÞjóðfræði

Voru haldnar stórar veislur með þorramat á þorranum hér áður fyrr?

Súrmatur var borðaður nánast á hverjum degi til sveita nokkuð fram á 20. öld. Hann var því enginn sérstakur hátíðamatur. Orðið þorramatur varð ekki til í málinu fyrr en eftir miðja 20. öld, og kjarni hans er því ekkert annað en gamall íslenskur hversdagsmatur. Kæstur hákarl, hangikjöt, sviðakjammar, sviðasulta, s...

category-iconSálfræði

Hvað er ást og er hún mælanleg? - Myndband

Sigmund Freud sagði: Án ástar, ekkert líf − án átaka, enginn þroski. Þessi tvö öfl, meðbyr-mótbyr, sem svo oft takast á, eru líklega forsendur lífsins. Ástin er í upprunalegu merkingunni afl lífsins, „já-ið“, lífs- og kynhvötin, afl gleðinnar, hins góða, jákvæða, frjóa, uppbyggilega − líbídó. Hið gagns...

category-iconFélagsvísindi

Hversu mörg morð eru framin á ári hér á landi?

Á vef Hagstofu Íslands er að finna upplýsingar um það hversu margir hafa dáið á Íslandi á ári hverju aftur til 1981. Jafnframt er hægt að fá upplýsingar um dánarorsök, það er hversu margir hafa látist úr tilteknum sjúkdómum, slysum, fallið fyrir eigin hendi og svo framvegis. Einn flokkurinn sem hægt er að velja er...

category-iconHugvísindi

Hvaða merking liggur að baki orðinu kontór í barnaleiknum sannleikurinn og kontór?

Þrátt fyrir eftirgrennslan hefur ekkert komið fram sem varpað gæti öruggu ljósi á orðið kontór í leiknum sem spurt var um. Í stuttu máli snýst leikurinn um það að leikmenn velja milli þess að svara spurningu (sannleikurinn) eða leysa þraut (kontór). Orðið kontór, sé um það að ræða, er tökuorð úr dönsku kontor...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Tengist orðtakið að koma einhverjum fyrir kattarnef eitthvað örnefninu Kattarnef?

Kattarnef er þekkt sem örnefni á að minnsta kosti tveimur stöðum á landinu, annað er klettanef í Viðey og hitt er undir Eyjafjöllum, við Markarfljót, sunnan við Neðri-Dal. Það er talið geta verið það sem í Landnámabók er nefnt Katanes (Íslenzk fornrit I, 343). Kattarnef er klettahöfði sem liggur að Markarfljóti...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju nefnast vikulokin okkar helgi en ekki vikulok eins og weekend á ensku?

Helgur er samandregin mynd af heilagur, orðin til við brottfall sérhljóðs í þolfalli og þágufalli eintölu og allri fleirtölunni nema eignarfalli og sömuleiðis í veiku beygingunni en brottfallinu fylgdi einhljóðun tvíhljóðsins ei í e. Merking orðanna er hin sama. Nafnorðið helgi merkir ‛heilagleiki’ en einnig...

category-iconHeimspeki

Hvað er fullkomnun? - Myndband

Stórt er spurt og kannski ekkert annað en dæmi um guðsduld að ætla sér að svara þessari spurningu, sérstaklega ef svarið á að vera fullkomið! Með það í huga er þó hægt að benda á einhverjar leiðir til þess að hugsa um fullkomnun og þá sérstaklega af hverju við leitum hennar í ótal myndum. En fyrst er gott að hu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er í vændum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Í vændum... enn eitt af þessum torkennilegu „bara í þessu orðasambandi“ orðum, sem við notum og skiljum kannski frasann í heild en vitum (almennt) ekkert um það eitt & sér ... hvað er þetta orð? Vændir? Kvenkynsorðið vænd merkir ‘von, horfur, líkindi’ og orðasambandið vera í væ...

Fleiri niðurstöður