Í vændum... enn eitt af þessum torkennilegu „bara í þessu orðasambandi“ orðum, sem við notum og skiljum kannski frasann í heild en vitum (almennt) ekkert um það eitt & sér ... hvað er þetta orð? Vændir?Kvenkynsorðið vænd merkir ‘von, horfur, líkindi’ og orðasambandið vera í vænd eða vændum er notað um að eitthvað sé í aðsigi, sé væntanlegt. Í fleirtölu er í þeim vændum notað í merkingunni ‘í þeim tilgangi, í því skyni’. Vænd er leidd af sögninni að væna ‘vænta, gefa í skyn, gefa von um’.
- Veðurstofa Íslands - vedur.is. (Sótt 6. 12.2021).