Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5038 svör fundust
Hvaða fugl flýgur lengst allra á ævi sinni?
Krían (Sterna paradisaea) er líklega sá fugl sem flýgur lengst á ævi sinni. Hún verpir á norðurslóðum en flýgur suður á bóginn á haustin í átt til Suðurskautslandsins þar sem hún heldur til við jaðar lagnaðaríssins, á suðurhafseyjum og jafnvel á Suðurskautslandinu sjálfu. Þegar vorar á norðurhveli flýgur hún aftur...
Af hverju eru kýr heilagar í hindúasið?
Margt bendir til þess að nautgripir hafi um árþúsundir gegnt einhvers konar trúarlegu hlutverki í samfélagi manna. Fyrir fimmtán til þrjátíu þúsund árum voru dregnar upp myndir af nautum á bergveggi í hellum í Evrópu. Naut voru vafalaust veidd vegna kjötsins, en oft eru myndirnar þannig að engu er líkara en verið ...
Af hverju gýs ekki við Svartsengi þar sem kvikan safnast fyrir og landrisið er mest?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu stórt er svæðið við Svartsengi sem er að rísa og hníga á víxl? Af hverju kemur ekki kvika upp þar? Land rís nú við Svartsengi í níunda sinn síðan 2020. Flest bendir til þess að risið stafi af söfnun kviku á um 4-5 km dýpi og virðist safnstaðurinn vera sá sami í ...
Hvað er það sem mannfræðingar kalla fúnksjónalisma?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Hrefnu Tómasdóttur Hver var Durkheim og fyrir hvað var hann þekktur? Franski félagsfræðingurinn Émile Durkheim (1858-1917) er með nokkrum rétti kallaður faðir félagsfræði nútímans. Ástæðan er sú að hann hélt því fram að félagsfræðin ætti að vera sjálfstæð vísindagrein en ...
Eru álfar til?
Átrúnaður á aðra tegund fólks sem byggir jörðina með mönnum, en er ósýnilegt sjónum þeirra, hefur fylgt mannkyninu frá því að sögur hófust. Frásagnir af högum þess, híbýlum og samskiptum við mannfólkið hafa gengið mann fram af manni. Þeir sem gæddir eru sérstökum gáfum til þess arna koma annað slagið auga á þetta ...
Hvers vegna eru ekki allir málmar seglanlegir?
Fullyrðingin sem felst í spurningunni er ekki nákvæmlega rétt: Allir málmar verða fyrir áhrifum af segulsviði en á þessum áhrifum er hins vegar bæði eðlismunur og stigmunur eftir því hver málmurinn er. Hjá flestum málmum hverfa áhrifin um leið og ytra segulsvið verður að engu, en hjá sumum er seglunin varanleg, óh...
Geta auglýsingar haft bein áhrif á börn?
Spyrjandi bætir við: Eru til dæmi á Íslandi um að auglýsingum sé beint að börnum? Til að auglýsing geti haft bein áhrif á börn þurfa þau bæði að gera sér grein fyrir að um auglýsingu sé að ræða og vita hver tilgangur auglýsingarinnar sé. Talið er að börn geti greint auglýsingar frá öðru dagskrárefni við fimm ára...
Af hverju fær maður verk fyrir brjóstið þegar manni sárnar?
Hér er einnig svarað spurningum um svipað efni: Hvers vegna geta ákveðnar tilfinningar, svo sem vonbrigði eða örvænting, framkallað líkamlega verki? Af hverju fær maður verk í hjartað ef maður er sorgmæddur ef hjartað tengist ekkert tilfinningum? Í sálfræði og öðrum greinum er stundum gerður greinarmunur á ...
Hversu margar mannætur eru til í heiminum?
Frá ómunatíð hafa verið sagðar sögur af þjóðflokkum sem leggja sér mannakjöt til munns. Sögnum af þessum þjóðflokkum fjölgaði mikið í kjölfar heimsvaldastefnu vesturheimsríkja upp úr 15. öld. Ástæðan var helst talin sú að ríkin hafi viljað réttlæta hernað sinn í löndum Asíu, Afríku, Ameríku og Ástralíu með því að ...
Hver var rauði baróninn?
Manfred Albrecht Freiherr von Richthofen fæddist 2. maí árið 1892 í Breslau, Silesia í Þýskalandi (sem í dag heitir Worclaw og tilheyrir Póllandi). Hann stundaði bæði veiðar og hestamennsku á yngri árum, og þegar hann lauk herþjálfun 19 ára að aldri gekk hann til liðs við riddaraliðssveit Alexanders III Rússlandsk...
Fyrir hvað stendur skammstöfunin SOS?
SOS er alþjóðlegt neyðarkall sem notar tákn úr morsstafrófinu eða morskóðanum. Morsstafrófið er merkjakerfi þar sem hver bókstafur er táknaður með punktum og strikum eða mislöngum hljóð- eða ljósmerkjum. Morsstafrófið er kennt við Bandaríkjamanninn Samuel F.B. Morse (1791-1872) en hann, ásamt manni að nafni Al...
Hvað er alhæfing?
Alhæfing er setning eða fullyrðing sem segir eitthvað um alla hluti af tilteknu tagi. Slíkar setningar má skrifa á forminu „Öll X eru Y“, þar sem X er sá flokkur hluta sem alhæft er um og Y lýsir þeim eiginleikum sem hlutunum er eignað. Tökum dæmi um alhæfingu: „Öll spendýr fæða afkvæmi sín með mjólk.“ Þessi...
Hvernig er hægt að teikna mynd í rólu?
Róla er sæti sem hengt er upp í einn, en þó oftar í tvo festipunkta. Rólan getur sveiflast í allar áttir lárétt. Kerfi af þessu tagi eru kölluð pendúlar. Sveiflutími eða lota pendúls er tíminn sem pendúllinn tekur sér til að sveiflast úr ystu stöðu og aftur í sömu ystu stöðu. Þessi tími stjórnast af virkri lengd r...
Er hægt að auka testósterónframleiðslu líkamans með mat eða einhverjum æfingum?
Já, í stuttu máli sagt, er hægt að auka testósterónframleiðslu líkamans með mataræði og æfingum. Testósterón er helsta karlkynhormónið og er myndað í millifrumum eistnanna. Það stuðlar að myndun sáðfrumna og karlkyneinkenna, kynhvöt og aukningu vöðva- og beinmassa. Það getur einnig haft góð áhrif á ýmsa andlega...
Af hverju er Rauðisandur rauður?
Rauðasandur, sem einnig er nefndur Rauðisandur í nefnifalli, er sunnarlega á Vestfjarðarkjálka, fyrir austan Látrabjarg. Það er einföld skýring á litnum á Rauðasandi. Sandurinn fær lit sinn af skeljum hörpudisks (Chlamys islandica). Liturinn á Rauðasandi sést vel á þessari mynd. © Mats Wibe Lund. Hörpudiskur...