Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1120 svör fundust
Er hægt að nota vetnisperoxíð til tannhvíttunar?
Vetnisperoxíð (e. hydrogen peroxide) er vökvi með efnaformúluna H2O2. Efnið er aðeins þykkara en vatn og örlítið bláleitt á hreinu formi en litlaust þegar það er blandað vatni. Vetnisperoxíð er til ýmissa hluta nytsamlegt, það er meðal annars notað sem sótthreinsir, til að hreinsa drykkjarvatn, aflita hár og efni ...
Af hverju eru þeir sem búa í Þýskalandi kallaðir „Þjóðverjar”? Eru þeir eitthvað „þjóðlegri” en aðrir?
Fyrri liður orðsins Þjóðverji er sama orðið og þjóð: 'stór hópur fólks sem (oftast) á sér sameiginlega tungu og menningarerfðir og býr (oftast) á samfelldu landsvæði.' Þjóðin talar þýsku og sá sem telst Þjóðverji er þýskur. Í fornmáli hét tungan þýð(v)erska og íbúinn var þýð(v)erskur og var Þýðverji. Þýð- í þes...
Hversu mörg morð eru framin á ári hér á landi?
Á vef Hagstofu Íslands er að finna upplýsingar um það hversu margir hafa dáið á Íslandi á ári hverju aftur til 1981. Jafnframt er hægt að fá upplýsingar um dánarorsök, það er hversu margir hafa látist úr tilteknum sjúkdómum, slysum, fallið fyrir eigin hendi og svo framvegis. Einn flokkurinn sem hægt er að velja er...
Ef ég færi í lýtaaðgerð og verð svo ólétt og eignast barn, verður þá barnið mitt með „nýja“ útlitið mitt í staðinn fyrir það gamla?
Náttúrulegt útlit okkar ræðst mestmegnis af þeim genum sem við fáum frá foreldrum okkar og höfum við lítið að segja um hver útkoman verður. Hins vegar eru ýmis ráð til í dag ef fólki líkar ekki sitt upprunalega útlit. Mjög hátt hlutfall fólks hefur einhvern tíma litað hár sitt, hægt er að skarta öðrum augnlit með ...
Hversu mörg tungumál eru notuð í heiminum í dag?
Ekki er auðvelt að skilgreina hugtakið tungumál því munurinn á tungumáli og mállýsku er ekki skýr og oft tengist hann þjóðerni og stjórnmálum. Til dæmis geta Svíar og Norðmenn yfirleitt skilið hvora aðra þótt sænska og norska séu talin tvö tungumál. Á hinn bóginn geta þeir sem tala mandarínsku og kantónsku ekki sk...
Hvaðan kemur orðið patent og hvað merkir það, til dæmis þegar talað er um „patentlausn”?
Lýsingarorðið patent í merkingunni 'hentugur, hagkvæmur' er tökuorð úr dönsku. Orðið er leitt af nafnorðinu patent sem merkir 'einkaleyfi'. Að baki liggur franska orðið (lettre) patente sem merkir 'opið (bréf)'. Það er aftur sótt til latínu patens 'opinn', lýsingarháttar sagnarinnar patere 'vera opinn'. Lýsing...
Hvers vegna eru sumir með svona mikil læti eða hávaða?
Hegðun manna ræðst bæði af skapgerð og aðstæðum. Úthverft fólk leitar frekar í hávaða en aðrir, jafnvel til að viðhalda eðlilegu örvunarástandi; slík er skapgerð þeirra. En hávaði og ærslagangur getur átt upp á pallborðið hjá flestum við einhverjar aðstæður og vísar ekki á skapgerðareiginleika. Haldið fyrir eyr...
Hvernig getur Guð verið dáinn ef hann fæddist aldrei?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Nietzsche sagði að Guð væri dáinn; hvernig getur Guð verið dáinn ef Guð fæddist aldrei, hvernig getur eithvað dáið sem aldrei hefur öðlast líf?Ýmsir hafa brotið heilann um þessa spurningu en tvær ólíkar forsendur kunna að liggja henni til grundvallar. Annars vegar má hugsa sér...
Er það innbyggt í mennina að trúa á yfirnáttúruleg öfl?
Spurningin í heild var sem hér segir:Það virðist sem allt fólk á jörðinni trúi á einhverja yfirnáttúrulega krafta. Er eitthvað innbyggt "element" í mönnum sem veldur þessu?Í öllum hópum fólks sem fundist hafa er útbreidd trú á einhver öfl, máttarvöld, guði eða anda sem hafi áhrif á líf manna og gang náttúrunnar. H...
Hver er ríkasti maður í heimi?
Það er ekki hlaupið að því að finna áreiðanlegar heimildir um eignir ríkasta fólks í heimi enda er allur gangur á því hvort þeir sem til greina koma vilja gefa upp hve mikið þeir eiga. Jafnvel er til í dæminu að þeir reyni að ýkja eða draga úr auði sínum. Sumir vita svo sjálfsagt ekki aura sinna tal! Engu að sí...
Hvenær byrja börn að ljúga?
Til þess að hægt sé að segja að barn sé að skrökva verður að ganga út frá því sem vísu að það geri greinarmun á því sem er satt og ekki satt. Sömuleiðis þarf barnið að gera sér grein fyrir því hvað aðrir vita. Á síðustu 20 árum hefur þetta efni orðið sérstaklega vinsælt í tengslum við nýtt rannsóknarsvið sálfr...
Er jafnvægisskynið ef til vill sjötta skilningarvitið?
Upphaflega hljómaði spurningin svona: Oft hefur verið talað um fimm skynjanir okkar, þ.e. lykt, sjón o.s.frv. En er ekki hægt að tala um jafnvægisskynið sem sjötta skilningarvitið? Eins og spyrjandi bendir réttilega á er hefð fyrir því að tala um að menn hafi fimm skilningarvit, eða sjónskyn, heyrnarskyn, lykta...
Hvað gerir taugasálfræðingur og hver er munurinn á honum og taugalækni?
Bæði taugalæknar og taugasálfræðingar eru löggildir sérfræðingar sem starfa gjarnan innan heilbrigðiskerfisins eða á akademískum rannsóknarstofnunum. Taugalæknar vinna þó oftar en taugasálfræðingar á eigin vegum. Taugasálfræðingar og taugalæknar hafa þjálfun í að greina og meðhöndla margs konar heila- og taugasjúk...
Hvernig hafði kreppan áhrif á bókmenntir (félagslegt raunsæi)?
Í kjölfar verðbréfahrunsins í Kauphöllinni í New York 23. október 1929 skall á heimskreppa sem hafði gífurleg áhrif á líf fólks í hinum vestræna heimi. Lífið varð barátta um brauðið frá degi til dags, atvinnuleysi jókst mikið og fólk stóð í röðum til að komast yfir nauðsynjavörur eins og mat og fatnað. Evrópuþjóði...
Hvað eru ristilpokar?
Ristilpokar (e. diverticulosis) eru litlir vasar, oft um 5-10 mm, sem myndast innan á ristilvegg. Oftast eru þessir pokar einkennalausir og margir sem eru með slíka poka vita ekki af því. Ristilpokar uppgötvast helst fyrir tilviljun nema ef í þá kemur sýking eða það fer að blæða úr þeim, en í alvarlegustu tilfellu...