Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 682 svör fundust

category-iconLögfræði

Eru til einhver lög um sjálfsvörn? Sá sem beitir sjálfsvörn fer yfirleitt verr útúr kærunni heldur en árásarmaðurinn, hvernig verkar þetta?

Til eru lög um neyðarvörn sem oft er kölluð sjálfsvörn í daglegu tali. Í 1. málsgrein 12. greinar almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir svo: Það verk er refsilaust, sem menn vinna af neyðarvörn, að því leyti sem það hefur verið nauðsynlegt til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás, sem byrjuð er eða vofir ...

category-iconLögfræði

Eru til lög sem segja til um stefgjöld netútvarps og hvar þau skuli greidd, til dæmis ef útvarpið er hýst erlendis?

Um höfundarétt, vernd hans og heimildir til gjaldtöku gilda á Íslandi höfundalög nr. 73/1972. Um ýmis álitaefni sem tengjast höfundarétti má lesa á Vísindavefnum með því að smella á efnisorðið höfundaréttur hér neðarlega á síðunni. Höfundarétturinn og gjaldtakan eru vernduð af alþjóðlegum sáttmála sem kallast Bern...

category-iconHugvísindi

Af hverju voru yfirvöld á Íslandi áður á móti borgarsamfélagi og Reykjavík?

Það er sagt vera algengt í vanþróuðum landbúnaðarsamfélögum að fólk leitist við að takmarka aðra atvinnuvegi, svo sem verslun, og loka þá úti frá samfélaginu. Slíkt er að sjálfsögðu að einhverju leyti gert með fordæmingu. Á Íslandi kemur andúð á verslun fram strax í Íslendingasögum, einkum verslun sem er stund...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er kynjakvóti og hver eru markmið hans?

Kynjakvóti er tæki eða aðferð sem víða hefur verið stuðst við til að rétta hlut kvenna gagnvart körlum í stjórnmálum, einkum á Norðurlöndum. Aðferðin vísar til sértækra aðgerða í jafnréttismálum sem hér á landi eru heimilaðar í lögum nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt 22. gr. lagan...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hversu langt upp í himininn drífur ljósið frá friðarsúlunni í Viðey?

Stutta svarið er að það eru engin sérstök takmörk á vegalengdinni. Ef við erum úti í geimnum en inni í ljósgeislanum og engin skýjahula er yfir ljósgjafanum sjáum við hann þaðan ýmist með berum augum eða með viðeigandi tækjum. Ef við erum með nógu góð tæki getum við "séð" eða skynjað ljósið býsna langt utan úr gei...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á stjórnvaldsákvörðun og stjórnvaldsfyrirmælum?

Stjórnvaldsákvörðun Formleg stjórnvaldsákvörðun er eins og orðin gefa til kynna, ákvörðun sem tekin er af þar til bæru stjórnvaldi í málum sem varða borgarana. Fjölmörg mál koma til kasta stjórnvalda hverju sinni og niðurstaða fæst í þessi mál með því að stjórnvöld taka ákvörðun. Dæmigerð afgreiðsla stjórnvalda...

category-iconLandafræði

Hvenær var ákveðið að Greenwich-tíminn skyldi vera staðaltími á Íslandi og með hvaða rökum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:Þegar horft er á veraldarkortið með tímabeltunum merktum inn á, þá virðist í fljótu bragði rökrétt miðað við legu Íslands, að landið ætti í raun að vera einni klst. á eftir GMT. Væri fróðlegt að vita hvenær og hverjir ákváðu að GMT skuli vera tíminn á Íslandi og hver rökin ...

category-iconLögfræði

Hvers vegna er þjóðkirkja enn við lýði á Íslandi?

Í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna komst á þjóðkirkja á Íslandi? kemur fram að um miðja 19. öld hafi gild rök staðið til að hér kæmist á þjóðkirkja. Í því fólst þrátt fyrir allt trúarpólitísk tilslökun sem meðal annars kom fram í aukinni aðgreiningu milli ríkis og kirkju. Síðan þá hafa miklar brey...

category-iconLæknisfræði

Hvenær kom skaðsemi reykinga fyrst í ljós og hvað gerðist í kjölfarið?

Upprunalega spurning Snædísar Ingu hljóðaði svona: Hvaða ár var uppgötvað að reykingar eru skaðlegar og hver uppgötvaði það? Tóbaksplantan er upprunnin frá Ameríku. Fyrir þúsundum ára reyndu töfralæknar í Nýja heiminum að nota reyk úr tóbaksplöntum til að meðhöndla ýmsa kvilla auk þess sem tóbak var notað í...

category-iconHugvísindi

Hvenær kom fyrsti gaddavírinn til landsins?

Nákvæmlega hvenær fyrsti girðingarvírinn kom er sennilega erfitt að segja. Fjöldaframleiðsla girðingarvírs hófst í Ameríku á seinni hluta 19. aldar. Gaddavír er fyrst fluttur 1895-1900, en ekki er hægt að sjá nákvæmlega árið af verslunarskýrslum. Árið 1901 urðu gaddavírsgirðingar styrkhæfar úr sjóðum búnaðarfélaga...

category-iconLífvísindi: almennt

Finnast steingerðir ammonítar hér við land?

Ammonítar eða ammonshorn er undirflokkur sælindýra af flokki kolkrabba. Þeir eru með klefaskipta, oft kuðungslaga, ytri skel. Ammonítar voru sunddýr og flestar tegundirnar með mikla landfræðilega útbreiðslu. Ammonítar þróuðust hratt og mikið var um nýmyndun og útdauða tegunda, einkum á miðlífsöld. Þeir eru því víð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fara hreindýratalningar fram?

Fyrsta opinbera talningin á hreindýrum var haustið 1939 en þá fór Helgi Valtýsson að tilstuðlan Viðskiptamálaráðuneytisins ríðandi í Kringilsárrana til að telja hreindýr. Þann 22. desember sama ár voru samþykkt lög frá Alþingi þar sem heimilað var að skipa sérstakan hreindýraeftirlitsmann og skyldi hann meðal ...

category-iconLögfræði

Má breyta nafninu sínu algjörlega?

Einstaklingur sem æskir að breyta nafni sínu verður að fara eftir reglum VI. kafla laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Einstaklingur sem orðinn er átján ára og vill breyta nafni sínu algjörlega, það er eiginnafni, eftir atvikum millinafni og kenninafni, óskar eftir því við dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra er heim...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er stærsti fleygi fugl í heimi?

Þessari spurningu er ekki auðsvarað þar sem nokkrar tegundir eru áþekkar að stærð. Þrjár tegundir koma helst til greina:risadoðra (Ardeotis kori) trölldoðra (Otis tarda)hnúðsvanur (Cygnus olor) Mælingar á meðalþyngd þessara fugla gefa til kynna að risadoðran sé þeirra stærst. Karlfuglinn sem er um þrisvar sinnum þ...

category-iconHugvísindi

Hver var Súliman mikli?

Súliman 1. mikli (um 1494-1566) var Tyrkjasoldán frá 1520 til dauðadags. Á hans valdatíma réð Tyrkjaher yfir öflugasta flota Miðjarðarhafs. Súliman mikli var tíundi soldán Tyrkjaveldis (Ósmanska veldisins) en valdaskeið þess var frá 1299 til 1922 og blómatíminn á 16. og 17. öld. Í valdatíð Súlimans mikla lagði ...

Fleiri niðurstöður